Færsluflokkur: Bloggar

Hetjudáðir og hörmungar fyrr og nú

Bæði þegar ég var í barna og síðan unglingaskóla var hluti af kennsluefninu í Íslensku að lesa fornbókmenntir s.s Njálu, Hrafnkelssögu og Egilssögu ofl. bæði þá og raunar enn í dag undraðist ég hvað þetta þóttu/þykja miklar hetjur, hraust og mikilmenni eins og t.d. Egill Skallagrímsson sem framdi sitt fyrsta morð aðeins fjögurra ára gamall og fyrir mér voru þetta bara hálfgerðar hrollvekjur en ekki hetjudáðir og mér þótti verst hvað þessir lærifeður mínir litu upp til þessara manna og lofuðu snilld þeirra í hástert því þetta voru bara ótýndir glæpamenn og morðingjar og myndu sennilega allir sitja inn í fangelsi eða öðrum stofnunum ef þeir væru uppi í dag.

En kannski eymir nú eitthvað eftir af þessari hugsun ennþann dag í dag.

Og því var þetta það fyrsta sem kom upp í hugann þegar fréttamaður tók tal á rjúpnaveiðiskyttu nú í vikunni, ég man ekki nöfn þeirra en viðmælandi var inntur eftir því hvað væri svona heillandi við veiðarnar og þá svaraði hann á þennan veg, að hann vildi sanna fyrir börnunum sínum að hann væri ekki kaffi drekkandi, reykjandi aumingi, heldur væru þeir vormenn Íslands.

Ég var nú bara að velta því fyrir mér hvað það kæmi hetjudáðum við, að elta uppi smáfugla og drepa þá.

Hins vegar skil ég vel að menn skuli vilja veiða sér til matar og hreyfingin og útiveran góð en veiðin sem slík ekki hetjudáð. Sjálfsagt mun mörgum finnast þetta bara vera leiðinda nöldur í mér, en ég á því miður mjög slæmar minningar varðandi byssur og notkun þeirra frá barnsaldri og er mikið á móti byssueign inni á heimilum nema þá í sérstökum þar til gerðum viðurkenndum skápum og helst myndi ég vilja að allar byssur yrðu geymdar á vegum lögreglu eða innan annarra ábyrgra stofnanna á milli þess sem þær væru í notkun.

En samt má nú ekki ganga svo langt að saklaus gutti í leik með leikfangabyssu sé yfirbugaður af sérsveit lögreglunnar með þeim hætti sem þeir gerðu í gær og algerlega óskiljanlegt hvernig því fór fram.

Það er alveg með ólíkindum hvað þjóðmálin koma manni alveg endalaust á óvart þegar maður heldur að nú sé búið að toppa allt varðandi sukk, spillingu og undirlægjuhátt þá kemur endalaust meir og meir í ljós.

Mér þótti t.d. afar leitt að heyra í Birgittu Jónsdóttur lýsa því hvernig viðtökur og viðhorf Íslenskar sendinefndir í alþjóðasamfélaginu eru og hversu illa og jafnvel alls ekki, bæði stjórnvöld og ekki síður fjölmiðlar hafa kynnt okkar málstað á erlendum vettvangi, enda virðast allir halda að við getum alveg borgað og að okkur beri lagaleg skylda til þess, en séum bara með leiðindi og málþóf, enda kannski ekki nema von þar sem enginn er til að tala okkar málum og kynna þau.

Mig myndi langa til þess, að við hinn almenni borgari tækjum okkur saman (því fleiri því betra) söfnum saman sögum okkar og hvernig kreppan og bankahrunið hefur leikið okkur og hvaða þýðingu það muni hafa fyrir okkur ef við göngumst undir nauðungasamninga varðandi Isesave, og komum sögum okkar á framfæri bæði við erlenda fjölmiðla sem og erlenda ráðamenn.

Við þurfum svo nauðsynlega að koma á framfæri OKKAR málstað og megum ekki fyrir nokkurn mun gefast upp og verðum að halda áfram baráttunni við báknið.

'Eg læt staðar numið nú og hér og gaman væri að vita ykkar hug í þessum efnum og megi dagurinn verða ykkur ljúfur og léttur.

 


Hverjir eiga að moka flórinn sem sífellt stækkar ???

Jæja þá eru komnar nær 2 tölvulausar vikur, fyrstu dagana var ég hálf vængbrotin en svo var ég farin að venjast því þegar hún svo komst aftur í lag (að vísu þori ég nú ekki að treysta því alveg strax) þannig að ef ekkert heyrist frá mér á næstunni þá hefur annað hvort ég eða hún gefið upp andann.

Varðandi síðustu færslu hjá mér varðandi geðsjúkdóma og fordóma vegna þeirra þá langar mig til þess að bæta aðeins við það. Það rifjaðist upp fyrir mér nú fyrir fáeinum dögum síðan þegar ég heyrði viðtal við Ólaf E Sigurðsson, þar sem hann rifjaði upp hversu illa var að honum vegið til að losna við hann úr borgarstjórastólnum. Þar var traðkað á honum vegna hans andlegu veikindum en á sama tíma var Ingibjörg Sólrún greind með líkamlegan sjúkdóm og sætti friðhelgi vegna hans.

Ég er ekki með neinu móti að gera lítið úr hennar veikindum á neinn hátt, heldur bara að benda á hversu fólki er mismunað eftir sjúkdómum, og hvernig friðhelgi einstaklinga er oft fótum troðin, því þetta er smánarblettur á ísl. samfélagi.

Það er náttúrlega svo ótal margt sem hefur komið uppá þessar vikur en samt er það nú eitt sem mig langar að minnast á og sló mig verulega.

Þarna er ég að tala um frétt frá því í fyrrakvöld varðandi bók Styrmis um undanfara hrunsins sem byggð er á viðtölum og gögnum þar að lútandi. þessa bók verður forvitnilegt að lesa, allavega það litla sem hefur verið birt núna vekur mér óhug og staðfestir ótta minn varðandi bæði AGS, seðlabanka USA og íslensk stjórnvöld bæði fyrr og nú. Þarna eru á ferðinni frasar sem maður hefur bara heyrt og séð í glæpa og spennumyndum og staðfesta ótta minn varðandi AGS en þar er haft eftir seðlabankastjóra USA varðandi lán frá AGS þar sem hann segir við Davíð Oddsson ,,hann bauð ykkur koss dauðans,, einnig kom fram í broti sem var birt að eftir fund Geirs Haarde og yfirmanns AGS að hann hafi eftir fundinn hringt beint í yfirboðara sinn og sagt sigri hrósandi ,, ég náði honum,,

það virðist sem fjóshaugurinn verði stærri og dýpri  með hverjum deginum sem líður en enginn vill moka út.

Þessi guðsvolaða stjórn sem situr sem fastast á sínum feita rassi ætlar auðsjáanlega hvorki ætla að moka hauginn sjálfir og ekki heldur láta aðra um það, heldur bara sitja og horfa á bæði fyrirtæki og heimili sökkva í flórinn og drukkna eins og Neró gerði þegar Róm brann. Læt þetta duga í bili og enda þetta með smá speki sem hljóðar svo :   EF HANN ER Í SANNLEIKA VITUR, ÞÁ BÝÐUR HANN YKKUR EKKI INN Í HÚS VÍSDÓMS SÍNS, HELDUR LEIÐIR YKKUR AÐ DYRUM YKKAR EIGIN SÁLAR. Hér talar Kahlil Gibran um fræðsluna í Spámanninum. Óska ykkur öllum gæfu og gleðilegrar helgar.


17 Aldar fordómar enn við lýði á 21 öldinni hér á Íslandi, og það meira að segja innan heilbrigðiskerfisins

Á ný kominn mánudagskvöld og vetur konungur er farinn aðeins að kíkja inn.

Ég hef áður talað um fordóma í þjóðfélaginu og ætla að halda þeirri umræðu áfram og segja ykkur sögu sem átti sér stað fyrr á þessu ári.

Góður vinur minn rúmlega fertugur var greindur með geðhvarfasýki,  sem er eins og allir vita afar erfiður sjúkdómur en með réttum lyfjum og meðferð er hægt að halda honum í skefjum og þannig að fólk geti lifað (nánast) eðlilegu lífi og stundað sína vinnu eins og allir aðrir sem hafa lært að lifa með hina ýmsu sjúkdóma.

Munurinn er bara sá, að með geðsjúkdóm þá getur viðkomandi ekki sagt hverjum sem er frá því , eins og hverjum öðrum sjúkdómum eins og krabbameini, hjartasjúkdómum eða bakveiki svo eitthvað sé nefnt,  vegna þess að FORDÓMARNIR eru svo gífurlegir og framkoma fólks breytist allajafna gagnvart viðkomandi. Fólk með geðsjúkdóma fær á sig stimpil sem ekki er hægt að afmá eins og t.d. ör eftir aðgerð og töluð orð eru aldrei tekin aftur.

Þessi vinur minn fann góðan geðlækni sem honum líkað virkilega vel við og hjálpaði honum mjög mikið (og gerir enn) og á milli þeirra ríkti/ríkir fullkominn trúnaður. Þessi geðlæknir ráðlagði vini mínum að vera ekkert að segja fólki frá því að hann hefði þennan sjúkdóm og ráðlagði honum að segja ekki einu sinni heimilislækni sínum það. Vinur minn fór að ráðum geðlæknisins og valdi að segja aðeins sínum nánustu ættingjum og vinum frá þessu.  Samt  þótti honum það nú dálítið skrýtið að hann skyldi vara hann við að segja ekki heimilislækninum sínum frá þessu þar sem honum hafði alltaf líkað ágætlega við hann og fannst einhvern veginn eins og það væri betra að hann vissi af þessari greiningu og lét því slag standa og sagði honum frá því þegar hann þurfti að fara til hans með eitt barnanna sinna.

Síðan liðu þó nokkrar vikur og þá var vinurinn búinn að vera slæmur í hnénu í nokkurn tíma og átti erfitt um gang og þar sem hann hafði farið í aðgerð á hnénu nokkrum árum áður var hann smeykur um að allt hafi tekið sig upp aftur svo hann fór til heimilislæknisins og bað hann að skrifa rannsóknarbeiðni og tilvísun á  bæklunarlækni sem hann og gerði og tók beiðnina með sér í  tveimur lokuðum umslögum.

Annað umslagið var stílað á röntgendeild lsp og hitt á bæklunarlækni.

Vin minn langaði til að lesa bréfið til bæklunarlæknisins og opnaði það enda fannst honum hann vera í fullum rétti til þess að lesa það enda var það um hann og allt sem þar væri skrifað væri hans mál.  Hann opnaði bréfið og efst á blaðinu stóð:  Sjúklingur greindist með geðhvarfasýki fyrir x mánuðum síðan og........

Þarna var heimilislæknirinn að skrifa til collega síns sem er bæklunarlæknir og kemur ekki á nokkurn hátt því við hvernig hann væri í hnénu.  Á sama augnabliki rann upp fyrir honum hvers vegna geðlæknirinn hans hafði varað hann við því að segja heimilislækninum frá greiningunni, en því miður var það of seint í þessu tilviki og hann áttaði sig á þetta er því að svona að yrði  þetta alltaf  GEÐSJÚKDÓMURINN yrði alltaf NÚMER 1 sama hvað amaði að og öll hugsanleg veikindi eða krankleika yrðu alltaf aukaatriði og hann myndi aldrei fá sömu meðhöndlun eins og fyrir greiningu.

Já hugsið ykkur bara svona er ástandið á Íslandi í dag árið 2009, þetta er þvílíkur SMÁNARBLETTUR á okkar samfélagi og það meira segja innan heilbrigðiskerfisins og meira að segja meðal lækna sem ættu nú að vera vel upplýstir um þessi mál.

Þessi mál eiga erindi til okkar allra og við verðum að standa vörð um þetta fólk okkar því þessu verður að BREYTA við lifum ekki á MIÐÖLDUM það er árið 2009.

Að lokum smá speki og hún hljóðar svo :  Ég grét því ég átti enga skó, þar til ég hitti mann sem hafði ekki fætur.  S.W.

En nú er dagur að kvöldi kominn og því býð ég gott kvöld og góða nótt kæru vinir


Landspítala háskólasjúkrahús með meiru

  • Nú þegar búið er að samþykkja og skrifa undir byggingu nýs Landspítala þá rifjaðist upp fyrir mér viðtal sem tekið var á þeim tíma þegar  var verið að kynna fyrirhugaða byggingu þessa spítala sem var nokkuð löngu fyrir hrun við forstjóra ríkisspítalans (að mig minnir í.þ.m.einhvern innsta kopp þar) og hann talaði viðstöðulaust um hvað þetta yrði stórkostlegt af fá svona flottan risa háskólaspítala,  hvað það yrði frábær vinnuaðstaða, hversu gaman væri að sýna erlendum starfsbræðrum hann, og hversu frábær kennsluaðstaða yrði og svona gekk þetta alveg endalaust. Síðan í lokin þegar spyrillinn komst loksins að og spurði, en fyrir sjúklingana verður þá ekki betri aðstaða fyrir þá og myndi þetta þá ekki skila sér í bættri þjónustu til sjúklinga,   þá kom svolítið á viðmælandann og hann varð alveg eins og spurningamerki í framan og svaraði svo neiiii eins og það væri svo hrikalega fáránlegt að einhverjum skyldi detta annað eins í hug og það að þetta myndi koma sjúklingunum til góða á nokkurn hátt. Enda er þetta vissulega ekki tilgangurinn það vitum við öll sem höfum þurft að nýta okkur þessa þjónustu.
  • Já þetta var það fyrsta sem flaug í gegnum hugann þegar ég sá þessa frétt ég í dag.
  • Ég get á engan hátt séð nokkurn tilgang í því að byggja hér stærra sjúkrahús og eyða í það tugum ef ekki hundruðum milljarða af skattfé (svo ég tali nú ekki um lánsfé) þegar það eru ekki til peningar í dag til þess að hafa þær deildir sem fyrir eru opnar, það eru mörg hundruð ef ekki þúsundir fermetra algerlega ónýttir, sífellt fleiri deildir sem eingöngu eru orðnar göngudeildir, enn aðrar svokallaðar dagdeildir og síðan svokallaðar 5 daga deildir sem eru bara opnar virka daga þar sem allir eru sendir heim um helgar hvort sem fólk getur eður ei, og ef fólk er svo fárveikt að ekki sé hreinlega þorandi að senda þá heim þá er að vísu reynt að finna pláss á öðrum deildum yfir helgina og lenda þá flestir slíkir í því að liggja á ganginum á viðkomandi deild og geta rúmin á ganginum verið allt uppí 9 rúm.(það er það mesta sem ég hef séð á gangi í einu og þá var legið á setustofunni og líka á baðherbergi)
  • Það hefur líka vakið undrun margra hversu fleiri og fleiri herbergi inni á deildunum hafa verið tekin undir starfsmenn, geymslur, skrifstofur og fundarherbergi.
  • Síðan en ekki síst þá hefur hingað til ekki verið hægt að manna deildirnar vegna fjárskorts í GÓÐÆRINU sjáið til svo hvernig í ósköpunum á það að vera hægt eftir hrun, eftir Icsave, eftir AGS og eftir flótta flestra skattbærra kvenna og karla.
  • Ég spyr bara er einhver glóra í þessu öllu saman ??
  • Að lokum smá speki og hér kemur hún :
  • ÞAÐ ER ENGIN TRÚ ÆÐRI SANNLEIKANUM S.W.
  • Megi dagurinn færa ykkur fegurð og gleði


Hugleiðingar vegna Lilju Móse, og örstutt speki

Enn fljúga vikurnar áfram á eldingarhraða, og jólin verða kominn áður en maður snýr sér við.

Ég hef verið að hugsa um hvort ég eigi að hrósa henni Lilju Mósesdóttur fyrir þá ákvörðun sína að ætla ekki að kjósa með Icesave samningnum en svo fór ég að hugsa málið og mér finnst ég ekki geta það allavega ekki að svo stöddu vegna þess að mér finnst hún í rauninni ekki taka afstöðu ef hún situr hjá.

Mér finnst það bara ekki nóg og mér finnst að ef hún er á móti þessum nauðasamningum sem á að beita okkur þá verði hún og vissulega þingheimur allur menn bæði innan stjórnar sem og utan AÐ STANDA MEÐ SANNFÆRINGU SINNI, TAKA AFTÖÐU OG KJÓSA EFTIR HENNI.

Það að sitja hjá er ekki að taka afstöðu auðvita veit ég það er ekki auðvelt að standa á móti straumnum og gegn vinum sínum en ég held að það hljóti og valda meira hugarangri að lifa við það með sjálfum sér að maður hefði mögulega getað  afstýrt því að þjóðin yrði seld í nauðungarvinnu og að sameiginlegar auðlindir okkar verði notaðar sem skiptimynt. þeir sem leggja blessun sína yfir þessa nauðungarsamninga koma til þess með tíð og tíma með að horfast í augu við börnin sín og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn og segja ég gerði ALLT sem í mínu valdi stóð til þess að spyrna í mót þessari vá. Spurningin er bara sú HVERJIR geti sagt það verður Lilja Móse. ein af þeim eða ekki ?  Svo allavega ætla ég að bíða með allar yfirlýsingar en hvetja alla þá SEM VETTLINGI geta valdið í þessu máli að hugsa vel sinn gang og  ÞINGHEIM ALLAN BIÐ ÉG AÐ HUGSA ÞETTA TIL ENDA.

Og að lokum smá speki sem hljóðar svo :  HLUSTAÐU Á RÖDD ÞAGNARINNAR  S.W.


Hryðjuverkaárásum ríkisstjórnarinnar linnr eigi

Ég hef alltaf verið á móti öllu ofbeldi 'i hvaða mynd sem er en nú er mér svo hryllilega ofboðið að það liggur við að ég fari að grýta fúleggjum og sletta skyri, þessi auðvirðulega ríkisstjórn er í þvílíkum skotgröfuhernaði og inniheldur án efa skaðlegustu hryðjuverkamenn sem þjóðin hefur alið.

Það er mikið talað um alla þá sem töpuðu ævisparnaði sínum vegna isave (án þess að ég vilji gera lítið úr því á nokkurn hátt) og við eigum að axla ábyrgð á því, en hvað um okkur hin sem töpuðum ekki bara ævisparnaði okkar heldur líka ÆVISTARFI OKKAR ??? og ekki nóg með það heldur til að bæta gráu ofan á svart þá selja þau okkur í lífstíðar ánauð líka.

Það virðist endalaust vera hægt að fella niður skuldir hjá stórglæpamönnum og glæpafyrirtækjum þeirra en þegar kemur að okkur smælingjunum nei þá er annað uppá teningnum.

Spilling, einkavinavæðing, ásamt græðgi í auð og völd, allt sem vinstri armur stjórnmálanna hefur talað og barist gegn blómstrar nú sem aldrei fyrr og aldrei í sögu lýðveldisins hefur verið vegið eins að lítilmaganum eins og nú.

Verð á nauðþurftum er orðið svo óheyrilegt að fólk á ekki lengur til hnífs og skeiðar, og allt velferðarþjóðfélagið riðar til falls.

Foreldrar grunnskólabarna hafa ekki tök á að hafa börn sín lengur í tómstundum, eða íþróttum og við það eitt gætu hæglega stóraukist líkurnar á því að þau börn leiðist þá frekar út í hvers konar óreglu eða slæman félagsskap eins og reynslan hefur kennt okkur.

Sömu sögu má segja með framhaldsskólabörnin mjög mörg eru að flosna upp úr skóla vegna þess að foreldrarnir hafa ekki lengur efni á að styrkja þá eða framfæra þeim og möguleikar þeirra á að vinna með náminu hafa minnkað til muna.

En spurningin er HVAÐ GETUM VIÐ GERT ????

Ég hreinlega veit það ekki, ég veit það eitt að aðkoma AGS að málum hér mun ekki verða til þess að bæta þetta ástand heldur mun það leiða til ENN VERRA ÁSTANDS

Kæru vinir ég veit bara það eitt að við megum ekki missa móðinn, og við verðum að láta í okkur heyra hvert og eitt og einasta okkar á allan þann hátt sem við getum og EKKI GEFAST UPP, það er bara EKKI Í BOÐI.

Ég mun virkilega fagna öllum ábendingum frá ykkur um það hvað við gætum mögulega gert og ef við vinnum saman, og verum saman það er ómetanlegt okkur öllum.

Með þeim orðum læt ég þessu lokið í dag ásamt smá spekibroti sem hljóðar svo :

Án heiðríkju mundi himininn glatast.                                                                                        Án festu mundi jörðin sundrast.                                                                                                Án andlegs eðlis væru sálirnar máttvana. Lao Tse.


Svar til Jóns Steinars, vangaveltur um speki, Ögmundur og alþingi ásamt speki

Heil og sæl, Loksins er ég farin að halda haus eftir síðustu glímu, og kominn þriðjudagur enn og aftur.

Í dag ætla ég að fjalla aðeins þau spekibrot sem ég hef verið að deila með ykkur og reyna að útskýra bæði hvers vegna svona speki er mér svona mikilvæg og af hverju ég vil kynna hana fyrir ykkur og útskýra fyrir þeim sem ekki skilja hana. Og vegna þess að ég hafði ekki tök á að svara strax almennilega athugasemd frá bloggvini sem skildi ekki inntak síðustu speki sem ég birti ætla ég að svara henni nú í  færslu í stað þess að svara í athugasemd.

Svo minn kæri Jón hér með ætla ég að reyna að svara þér eftir bestu getu.

Ég ætla að byrja á að segja að ég fagna því að hafa fengið tækifæri til að útskýra þetta/þessi spekibrot betur. Þó verð ég að segja að mig undrar að maður sem gefur sig út fyrir að hafa áhuga sögu,trúmálum, heimspeki og frið á jörð skuli ekki skilja betur en raun ber vitni, þá speki sem þú ert að gagnrýna og því geng ég út frá því sem vísu að þú hafir ekki lesið eða kynnt þér sálar o.e. þróunarheimspeki mikið.  

Því er það mér ánægja að benda þér á smá brot af því efni sem gæti aukið víðsýni þína, efni eins og t.d. verk eftir Grétar Fells, Harald Níelsson,  Ævar Kvaran og Gunnar Dal bæði þýtt efni og ritað, og af erlendum ritum allt frá Sókratesi,  Konfusíusi, Khail Gibran, Lao Tse  og svo seinni tíma höfunda eins og Alice Baily það er búið að þýða að mig minnir 4  af hennar bókum  eins og Vitundarvígslu manns og sólar, Endurkomu Krists  ofl.fl.  

Eftir þann lestur að hluta til eða í heild held ég að þú myndir átta þig á og skilja hversu mikil og djúp þessi speki er og jafnvel með tíð og tíma læra að tileinka þér hana og auk þess að auðga líf þitt, starf og afrek þín, sem þú ert svo stoltur af án þess að ég geti né vilji á nokkurn hátt gera lítið úr þér eða þínum verkum því ég vil ekki  og get ekki dæmt verk þín vegna þeirrar einu ástæðu að ég þekki þau ekki, enda ber ég virðingu fyrir skoðunum og starfi annarra ólíkt þér.

Eins held ég líka að þú  myndir eftir þann lestur uppræta þann hroka sem þú sýnir því sem þú skilur ekki, en það er nú einmitt þannig að þeir sem minnst vita um málefnin, láta oftast heyrast hæst í sér (smbr.glymur hæst í tómri tunnu).   

Og þá er ég komin að því að útskýra fyrir þér nálvæmlega þá tilteknu speki sem þú ekki, skildir á eins einfaldan hátt og ég get.  Það sem átt var við er að þú getur stöðugt bætt við þekkingu þína, unnnið við rannsóknir af ýmsu tagi og stöðugt bætt við þátt þekkingar og vilja og sökkt þér í allavegana vísindi.

En eins og sagan segir og ef við tökum t.d. forn Egipta þá voru þeir búnir að ná gríðarlegum árangri á sviði vísinda og tækni, og ná valdi yfir efninu og búnir að rækta vilja þáttinn líka en gleymdu  eða réttara sagt vanræktu að þroska með sér kærleik til annarra, umburðarlyndi, samhygð og ást og virðingu fyrir öllu lífi.

En það sem varð þeim að falli var að þeir notuðu þekkingu sína og viljastyrk og völd í þágu sjálfselsku, drottnunargirndar, frekju, og græðgi í bæði völd og auðæfi (ekki ósvipað og hér gerðist með útrásarvíkingana nema í margfaldri stærð) og steyptu sjálfum sér í glötun og tortímdu þannig á endanum sjálfum sér.

Í sjálfu sér má segja að flest öll hámenningar skeið mannkyns hafi alltaf fallið á þessu sama og einnig bæði  á Lemoríu og Atlantis tímanum.

Þú getur séð þetta fyrir þér sem þríhyrning, þar sem ein hliðin stendur fyrir þekkingu, önnur hliðin fyrir vilja og sú þriðja fyrir kærleikann. Til þess að halda honum  sem stöðugustum og viðhalda sem  bestum jöfnuði þá væri best að allar hliðarnar að væru jafn langar, ef svo er ekki og kannski ein hliðin áberandi lengst þá getur þú séð, ójöfnuð sem þess vegna gæti orðið til þess að hann gæti riðað til falls. 

Og þá erum við sem sagt komin með svarið við spurningu þinni og því þarftu að taka 3 spor í að þroska kærleik þinn fyrir hvert eitt spor sem þú tekur á sviði þekkingar og vilja svo minn kæri vin vonandi svara þetta spurningu þinni og njóttu vel. Að vísu eitt enn þú talar um nýaldar óráð en í raun er þetta ekkert tengt nýöld (frekar en flest það sem klennt er við nýöld í dag) heldur miklu frekar brotthvarfi til fortíðar

En þá að allt öðru, hvernig vinnur atvinnutryggingasjóður eiginlega ?? Sonur minn hefur verið atvinnulaus um nokkurra mánaða skeið og ekkert merkilegt við það nema nú fyrir helgina barst honum bréf frá áðurnefndum sjóði þess efnis að þeim hafi borist vitneskja um það að hann hafi verið erlendis í september en málið er bara það að hann hefur ekki farið af landinu í rúm 4 ár, og því spyr ég hvernig afla þeir sér svona upplýsinga  ??  

Svo langar mig að hrósa Ögmundi fyrir að tala hreint út um AGS og þeirra skítverk. Loksins stendur einhver stjórnarmaður upp og þorir að segja satt um tilgang þessa skrímslis sem sjóðurinn er. 

 Og svo bara svona til gamans þá smá pæling. Ég var með sjónvarpið í gangi og fylgdist lítillega með umræðum á Álþingi fyrir helgina og það vakti athygli mína að sá frómi maður Árni Johnsen var í púlti og það var verið að ræða orku og álver og yfirlýsingu umhverfisráðherra um þau mál og þar sagði eitthvað á þá leið að hann nennti ekki að vera í svona dúkkulísuleik og ég velti því svo fyrir mér hvort hann hefði mikla reynslu af þeim leik, kannski hann hafi haft ofan fyrir sér og samföngum sínum á Kvíabryggju með því að leika sér við þá í dúkkulísuleik, hvað á maður að halda ég bara spyr ???

Jæja að lokum er svo smá speki og í þetta sinn eftir Eckhart Tolle í þýðingu eftir Vésteins Lúðvíksson úr bókinni Kyrrðin talar, og hún hljóðar svo : Ríki vitundarinnar er miklu víðtakara en hugurinn fær skilið. Þegar við trúum ekki framar öllu sem við hugsum, förum við handan við hugsunina og sjáum skýrt og greinilega að við erum ekki hugsandinn.

Með þessum orðum lýk ég þessari færslu, og óska ykkur heilla og hamingjuríks dags.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            ð

 


Gmail og smá speki

Góðan og blessaðan daginn,   þá er það spekin hennar Sulamith og hún hljóðar svo í dag :

FOR EVERY STEP FORWARD TO GAIN NEW KNOWLEDGE OG HIDDEN TRUTHS,   TAKE THREE STEPS FORWARD TO PERFECT YOUR CHARACTER. ( fyrir hvert skref sem þú tekur í leit að þekkingu og leyndum sannleika, taktu þá 3 skref til að rækta/þroska  persónileika þinn. is.)

Eitt sem mig langar að upplýsa ykkur um þ.e. þau ykkar sem nota gmail  (ef þið skylduð ekki hafa vitað það alveg eins og ég) og það er þannig að í dag þegar ég opnaði póstinn minn og allt góðu lagi með það en svo allt í einu birtist tilkynning um að það væri búið að loka gmailinu mínu og svo var sagt að það gæti tekið allt að því 24 klst að fá það opnað aftur.

Ástæða þessari lokun var eftir því sem við komum næst var sú að ég væri tengd of lengi í einu, þetta hafði ég/við  aldrei heyrt fyrr og þess vegna ekki verið neitt að passa uppá að logga sig út í hvert skipti sem maður víkur frá tölvunni  og þess vegna yfir nótt ef svo bar undir. En svona er þetta víst.

Þetta hefur aldrei fyrr gerst hjá mér eða nokkrum sem ég þekki, og þess vegna vildi ég láta ykkur vita af þessu því það getur verið báglegt að komast ekki í póstinn sinn.

Gangið á Guðs vegum

 


´Bara spekibrot

Speki Sulamith í dag hljóðar svo:

Love is the only fortune that grows as it is spent (kærleikurinn er eina auðlegðin sem vex þegar henni er eytt.)

Megi dagurinn færa ukkur þessa auðlegð margfalda og sóið henni strax aftur,

Með ósk um kærleik og ljós


Óli, Steini,og Jóga eða Leppur,Skreppur og Leiðindaskjóða, vona bara að hjúin Grýla og..

Stundum koma dagar þar sem ekkert tóm gefst hjá mér til að komast í tölvuna, sem ætti nú svo sem að vera í góðu lagi, en gallinn við það er sá að þá safnast upp allt það sem mig langar að tala um hér og því er svo erfitt að byrja aftur og velja úr hvar maður stígur niður fyrst því það er svo margt sem mér liggur á hjarta og langar að koma á framfæri.

Enn og aftur er það náttúrlega Icsave málið og hvernig ríkisstjórnin lítilsvirðir bæði hið háa Alþingi og fólkið í landinu(þó að hið síðarnefnda sé nú ekkert nýtt) annað eins hefur, að ég held  aldrei áður gerst í sögu þjóðarinnar álit okkar og aðstæður hafa aldrei fyrr verið svo fótum troðnar og viðbjóðnum er þröngvað langt ofan í kok á okkur.  Hvar er okkar lýðræði ?  það er ekkert hlustað á hróp okkar og angistarvein.

Hollusta við menn og málefni heyrir sögunni til og maður skilur bara ekki hvernig þetta lið getur horfst í augu við kjósendur sína, og áróðurinn sem dembt yfir okkur er alveg með ólíkindum. 

Það á að kreista hvern og einn einasta  blóðdropa úr okkur og láta sverfa til stáls ef við ekki hlýðum og svo er reynt að koma inn sektartilfinningu hjá okkur með því að baula um að VIÐ hefðum verið í neyslubrjálæði, að kaupa okkur t.d. sjónvörp, nýja potta, sokka og jafnvel nýjar nærbuxur og meira að segja jafnvel lambakjöt einu sinni í viku (þann dag sem við slepptum grjóna og hafragrautnum) áróðurinn er þvílíkur sem dembt er yfir okkur að það er alveg með ólíkindum.

Takmarkið virðist vera það að koma inn skömm hjá okkur fyrir vikið. Því miður þá eru alveg ótrúlega margir svo stoltir (þó það sé nú yfirleitt gott) og finnst  eins og þeir þurfi að skammast sín fyrir eitthvað og láta hlutina yfir sig ganga og eins og dropinn sem meitlar steininn, þá endar með því að áróðurinn verður sí raunverulegri og raunverulegri fyrir vikið og þetta spila hin spilltu stjórnvöld inná og nýta sér sem stjórntæki til að ráðskast með okkur.

Ég segi nú bara SVEI og aftur SVEI 

Svo ekki sé nú minnst á forsetaómyndina, hans skömm er mikil og alveg með ólíkindum að hann neiti nú að birta öll þau bréf sem hann skrifaði í nafni þjóðarinnar (án hennar vitneskju að vísu) til hinna ýmsu þjóðhöfðingja og stórlaxa í hinum stóra heimi til þess að LIÐKA FYRIR viðskiptum þessara miklu viðskiptajöfra sem voru að sigra heiminn með snilli sinni en reyndust síðan vera stórglæpamenn með allar brækur niður um sig.

Ég kaupi ekki þá ástæðu sem hann gefur upp fyrir því að birta ekki bréfin af hverju í ósköpunum ættu þessir aðilar (þjóðhöfðingjar) að fara fram á að þessi bréf verði ekki gerð opinber ??? ég bara spyr ??

En hvað er þessi liðleskja að gera núna ?? Hefur hann skrifað svo mikið sem 1 bréf til erlendra þjóðhöfðingja eða viðskiptajöfra nú eða erlendra fjölmiðla eftir hrunið ?? til þess að kynna okkar málstað þegnana í þjófélaginu eða leitað eftir stuðningi á nokkurn hátt ?? ó nei sjálfsagt verður það nú aldrei.

Læt þessu lokið í bili, um þessa ömurlegu þrenningu Óla, Steina og Jógu eða réttara væri raunar að segja um Lepp, Skrepp og Leiðindaskjóðu og vona bara að þau hjúin Grýla og Leppalúði móðgist ekki eða sárni þessi samlíking enda hafa þau þann háttinn á að koma hreint fram og það gæti þríeikin hér að ofan lært af þeim. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband