Hverjir eiga að moka flórinn sem sífellt stækkar ???

Jæja þá eru komnar nær 2 tölvulausar vikur, fyrstu dagana var ég hálf vængbrotin en svo var ég farin að venjast því þegar hún svo komst aftur í lag (að vísu þori ég nú ekki að treysta því alveg strax) þannig að ef ekkert heyrist frá mér á næstunni þá hefur annað hvort ég eða hún gefið upp andann.

Varðandi síðustu færslu hjá mér varðandi geðsjúkdóma og fordóma vegna þeirra þá langar mig til þess að bæta aðeins við það. Það rifjaðist upp fyrir mér nú fyrir fáeinum dögum síðan þegar ég heyrði viðtal við Ólaf E Sigurðsson, þar sem hann rifjaði upp hversu illa var að honum vegið til að losna við hann úr borgarstjórastólnum. Þar var traðkað á honum vegna hans andlegu veikindum en á sama tíma var Ingibjörg Sólrún greind með líkamlegan sjúkdóm og sætti friðhelgi vegna hans.

Ég er ekki með neinu móti að gera lítið úr hennar veikindum á neinn hátt, heldur bara að benda á hversu fólki er mismunað eftir sjúkdómum, og hvernig friðhelgi einstaklinga er oft fótum troðin, því þetta er smánarblettur á ísl. samfélagi.

Það er náttúrlega svo ótal margt sem hefur komið uppá þessar vikur en samt er það nú eitt sem mig langar að minnast á og sló mig verulega.

Þarna er ég að tala um frétt frá því í fyrrakvöld varðandi bók Styrmis um undanfara hrunsins sem byggð er á viðtölum og gögnum þar að lútandi. þessa bók verður forvitnilegt að lesa, allavega það litla sem hefur verið birt núna vekur mér óhug og staðfestir ótta minn varðandi bæði AGS, seðlabanka USA og íslensk stjórnvöld bæði fyrr og nú. Þarna eru á ferðinni frasar sem maður hefur bara heyrt og séð í glæpa og spennumyndum og staðfesta ótta minn varðandi AGS en þar er haft eftir seðlabankastjóra USA varðandi lán frá AGS þar sem hann segir við Davíð Oddsson ,,hann bauð ykkur koss dauðans,, einnig kom fram í broti sem var birt að eftir fund Geirs Haarde og yfirmanns AGS að hann hafi eftir fundinn hringt beint í yfirboðara sinn og sagt sigri hrósandi ,, ég náði honum,,

það virðist sem fjóshaugurinn verði stærri og dýpri  með hverjum deginum sem líður en enginn vill moka út.

Þessi guðsvolaða stjórn sem situr sem fastast á sínum feita rassi ætlar auðsjáanlega hvorki ætla að moka hauginn sjálfir og ekki heldur láta aðra um það, heldur bara sitja og horfa á bæði fyrirtæki og heimili sökkva í flórinn og drukkna eins og Neró gerði þegar Róm brann. Læt þetta duga í bili og enda þetta með smá speki sem hljóðar svo :   EF HANN ER Í SANNLEIKA VITUR, ÞÁ BÝÐUR HANN YKKUR EKKI INN Í HÚS VÍSDÓMS SÍNS, HELDUR LEIÐIR YKKUR AÐ DYRUM YKKAR EIGIN SÁLAR. Hér talar Kahlil Gibran um fræðsluna í Spámanninum. Óska ykkur öllum gæfu og gleðilegrar helgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þakka þér fyrir Hulda vinkona ,það er gott að opna sig um .þarfa hluti hefði ekki sagt þetta betur sjálfur/vonandi að þá hafir geð i þér að setja svona inn sem við öll lesum/Kveðja og góðar óskir /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.11.2009 kl. 09:24

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hulda.Það væri synd,talvan þí,vill ekki þýðast þig.Kannske er vegna þess,sé vegna þess,að hún er ekki sátt við skrif þín.

Ég tek undir,allt sem hugur þinn leitar.Hver á að moka flórinn?Þarna kemur þú inn á það,sem hin fræga saga segir,sem er þó sjaldan er virt.Litla gula hænan.

Það eiga allir að moka flórinn,nema ekki ég.

Ein er sú stétt,ég tel að hafi í upphafi átt mestan þátt íþví,sem komið er.En það er útgerðarmenn.Enda berst hún,hvað áberast gegn því,að nokkuð frá henni,verður af tekið.Heldur heimtar meira,til að ráðgast með,án þess að aðrir megi að njóta.Hérna á ég við,makrílkvótann.

Ég get víða farið,er ég vil ræða þessi mál,en held aftur af mér,geri mér vonir,að þjóðin,snúist til betri vegar,samanber niðurstöðu Þjóðfundarins.

Góðar kveðjur,um von að talvan þín og þú sættust og eigið góða daga.Ingvi

Ingvi Rúnar Einarsson, 21.11.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2009 kl. 11:37

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hulda mín vonandi verða bæði þú og tölvan þín hressar lengi ennþá.  Og satt er það sífellt stækkar skítahaugurinn.  Von að maður fari að missa trú og von á réttlætið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2009 kl. 13:22

5 identicon

Fínn hjartans pistill og góða helgi Hulda

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ævinlega sæll Halli og þakka gott innlegg hjá þér að venju

Hulda Haraldsdóttir, 22.11.2009 kl. 20:51

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Ingvi, gaman að þú skyldir nefna Litlu gulu hænuna vegna þess að ég var einmitt að vitna í þá bók um daginn í kaffisamsæti.  Ég tek líka undir það sem þú segir í sambandi við útgerðamenn þeir eiga vissulega stóra sök að málum. þakka gott inlegg

Hulda Haraldsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:35

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk sömuleiðis Ásdís

Hulda Haraldsdóttir, 22.11.2009 kl. 21:36

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Ásthildur, já það er orðið erfitt að halda í trúna á réttlæti, í það minnsta eru engin teikn á lofti um betri tíð í bráð. þakka þér innlitið og álitið

Hulda Haraldsdóttir, 22.11.2009 kl. 22:52

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll vertu Gylfi og bestu þakkir fyrir innleggið

Hulda Haraldsdóttir, 22.11.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband