Landspítala háskólasjúkrahús með meiru

  • Nú þegar búið er að samþykkja og skrifa undir byggingu nýs Landspítala þá rifjaðist upp fyrir mér viðtal sem tekið var á þeim tíma þegar  var verið að kynna fyrirhugaða byggingu þessa spítala sem var nokkuð löngu fyrir hrun við forstjóra ríkisspítalans (að mig minnir í.þ.m.einhvern innsta kopp þar) og hann talaði viðstöðulaust um hvað þetta yrði stórkostlegt af fá svona flottan risa háskólaspítala,  hvað það yrði frábær vinnuaðstaða, hversu gaman væri að sýna erlendum starfsbræðrum hann, og hversu frábær kennsluaðstaða yrði og svona gekk þetta alveg endalaust. Síðan í lokin þegar spyrillinn komst loksins að og spurði, en fyrir sjúklingana verður þá ekki betri aðstaða fyrir þá og myndi þetta þá ekki skila sér í bættri þjónustu til sjúklinga,   þá kom svolítið á viðmælandann og hann varð alveg eins og spurningamerki í framan og svaraði svo neiiii eins og það væri svo hrikalega fáránlegt að einhverjum skyldi detta annað eins í hug og það að þetta myndi koma sjúklingunum til góða á nokkurn hátt. Enda er þetta vissulega ekki tilgangurinn það vitum við öll sem höfum þurft að nýta okkur þessa þjónustu.
  • Já þetta var það fyrsta sem flaug í gegnum hugann þegar ég sá þessa frétt ég í dag.
  • Ég get á engan hátt séð nokkurn tilgang í því að byggja hér stærra sjúkrahús og eyða í það tugum ef ekki hundruðum milljarða af skattfé (svo ég tali nú ekki um lánsfé) þegar það eru ekki til peningar í dag til þess að hafa þær deildir sem fyrir eru opnar, það eru mörg hundruð ef ekki þúsundir fermetra algerlega ónýttir, sífellt fleiri deildir sem eingöngu eru orðnar göngudeildir, enn aðrar svokallaðar dagdeildir og síðan svokallaðar 5 daga deildir sem eru bara opnar virka daga þar sem allir eru sendir heim um helgar hvort sem fólk getur eður ei, og ef fólk er svo fárveikt að ekki sé hreinlega þorandi að senda þá heim þá er að vísu reynt að finna pláss á öðrum deildum yfir helgina og lenda þá flestir slíkir í því að liggja á ganginum á viðkomandi deild og geta rúmin á ganginum verið allt uppí 9 rúm.(það er það mesta sem ég hef séð á gangi í einu og þá var legið á setustofunni og líka á baðherbergi)
  • Það hefur líka vakið undrun margra hversu fleiri og fleiri herbergi inni á deildunum hafa verið tekin undir starfsmenn, geymslur, skrifstofur og fundarherbergi.
  • Síðan en ekki síst þá hefur hingað til ekki verið hægt að manna deildirnar vegna fjárskorts í GÓÐÆRINU sjáið til svo hvernig í ósköpunum á það að vera hægt eftir hrun, eftir Icsave, eftir AGS og eftir flótta flestra skattbærra kvenna og karla.
  • Ég spyr bara er einhver glóra í þessu öllu saman ??
  • Að lokum smá speki og hér kemur hún :
  • ÞAÐ ER ENGIN TRÚ ÆÐRI SANNLEIKANUM S.W.
  • Megi dagurinn færa ykkur fegurð og gleði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér með þetta.   Og svo á að nota lífeyrissjóðina til að fjármagna ósköpin, af því þetta skapar svo mörg störf... segir Álfheiður Ingadóttir og horfir bláeig framan í spyrilinn.   Og svo á líka að nota peninga frá lífeyrissjóðunum til að byggja umferðamiðstöð í Vatnsmýrinni.  Hvað með fólkið á landsbyggðinni, sem hefur líka greitt í þessa lífeyrissjóði.  Á ekkert að gera fyrir það, við höfum verið arðrænd og kvalinn í fleiri ár, og fengum aldrei góðærið.

En þetta háskólasjúkrahús er skandall að mínu mati.  Núverandi ríkisstjórn er alveg sama tóbakið og sú fyrri.  Sennilega þurfum við að bylta samfélaginu, og pakka fjórflokknum saman og fá nýtt fólk í að stjórna landinu.   Þetta er nefnilega ekki að ganga upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þessi umræða er bara út í loftið vegna þess að allar svona "meiriháttar skipulags-loforð" fara alltaf til andskotans eftir pólitískar skipulagsbreytingar og peningaþrýsting. Staðreynd í okkar samfélagi eins og þú veist. Að fólk skuli spekúlera í þessu spítaladæmi er ágætt um vankunnáttu íslendinga um lýðræðislegt stjórnarfar eins og það á að vera og við "höldum" að við höfum. Farið á suðurhafseyjar Kyrrahafs og skoðið  þeirra lýðræði, það er ekki ósvipað því þegar við vorum að stafna okkar lýðræði frá 1200 og áfram. Annars er ekkert gaman að blogga lengur, finnst mér. Skopið er farið að mestu leyti finnst mér. Uhu!

Meinar Wolfang rétt í þessu

Eyjólfur Jónsson, 6.11.2009 kl. 19:48

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Mín kæra Ásthildur já rökin eru alveg með eindæmum heimskuleg, skapa störf ?? það er verið að segja upp fólki á spítulunum, á heilsugæslustöðvum, í heimahjúkrun og á elliheimilum svo eitthvað sé nefnt vegna fjárskorts og niðurskurðar og það á eftir að margfaldast á næsta(næstu) árum, þannig að það er náttúrlega alveg með ólíkundum að einhver skuli láta svona út úr sér. Öll stjórnsýsla hjá okkur er alveg gjörsamlega í molum og maður sér enga von til þess að þetta lið fari að breyta um stíl í þeim efnum.  Þakka innlit og álitið

Hulda Haraldsdóttir, 7.11.2009 kl. 06:22

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Eyjólfur, þó hefur nokkuð til þíns máls, en undirskrift stjórnvalda í dag eru náttúrlega bindandi þó að skipt verði um stjórn.  Ef skopið er að hverfa úr bloggheimi þá er bara að breyta því. Þakka innlitið  

Hulda Haraldsdóttir, 7.11.2009 kl. 06:41

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það er alveg furðulegt hvað menn halda að það séu endalausir peningar í lífeyrissjóðunum, sjóðirnir TÖPUÐUalveg gríðarlegum fjárhæðum í hruninu, það varð að fara út í gríðarlega skerðingu til almennings, sem er farinn að þiggja lífeyri, svo halda forráðamenn lífeyrissjóðanna og stjórnvöld að þeir hafi bolmagn til að fjármagna svona framkvæmd, sem þar að auki er tómt glapræði við þær aðstæður sem nú eru og verða næstu árin.  EN HVAÐ VARÐ UM SÍMAPENINGANA SEM ÁTTU AÐ FARA Í ÞETTA VERKEFNI OG FLEIRI?

Jóhann Elíasson, 9.11.2009 kl. 08:59

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tek undir orð Jóhanns.En það spyrja margir um símapenigana í sambandi sjúkrahús-bygginguna.Eftir að Davíð Oddsson ex/forstætisráðherra hafði notið þess,að mjúkar hendur hjúkrunarkvenna færu um skrokkinn sinn,í veikindum sínum,lýsti hann það yfir,að símapeningarnir yrðu að renna í það verkefni að byggja nýtt Háskóla-sjúkrahús.

 Hér hljóta hafa verið orð töluð,í vímu meðala,og sjálfsagt  ekki verið fest á blað, með undirskift forsætisráðherra.Annars væri til plagg ,sem væri bindandi núverandi ríkisstjórn.

Sannleikurinn er sjálfsagt sá,að símapenigarnir hafi ekki ,og verða aldrei borgaðir.

Ég tek undir þá skoðun,að ef á að byggja nýtt háskólasjúkrahús verði það byggt í útjarði borgarinnar,svo ekki þurfi að grafa dýr samgöngumannvirki,þar sem að borgin verði öll sundur grafin líkt og á svæðum moldvörpunnar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 9.11.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og mikið sammála þessu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.11.2009 kl. 15:27

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Jóhann, já það er gott hjá þér að rifja upp og minna á þessa símapeninga og hvert  þeir fóru eiginlega, því miður hafa stjórnvöld engan trúverðuleika né getu til að stýra skútunni og virðast ákveðin í að sigla henni í strand. Þakka innlitið  

Hulda Haraldsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:38

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Ingvi, sennilega er það alveg rétt hjá þér, símapeningarnir hafa og verða aldrei greiddir frekar en aðrar eignir okkar (þ.e. ríkisins). Kærar þakkir fyrir innlitið og álitið. 

Hulda Haraldsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:46

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Halli minn kæri, takk ævinlega innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 9.11.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband