Hryðjuverkaárásum ríkisstjórnarinnar linnr eigi

Ég hef alltaf verið á móti öllu ofbeldi 'i hvaða mynd sem er en nú er mér svo hryllilega ofboðið að það liggur við að ég fari að grýta fúleggjum og sletta skyri, þessi auðvirðulega ríkisstjórn er í þvílíkum skotgröfuhernaði og inniheldur án efa skaðlegustu hryðjuverkamenn sem þjóðin hefur alið.

Það er mikið talað um alla þá sem töpuðu ævisparnaði sínum vegna isave (án þess að ég vilji gera lítið úr því á nokkurn hátt) og við eigum að axla ábyrgð á því, en hvað um okkur hin sem töpuðum ekki bara ævisparnaði okkar heldur líka ÆVISTARFI OKKAR ??? og ekki nóg með það heldur til að bæta gráu ofan á svart þá selja þau okkur í lífstíðar ánauð líka.

Það virðist endalaust vera hægt að fella niður skuldir hjá stórglæpamönnum og glæpafyrirtækjum þeirra en þegar kemur að okkur smælingjunum nei þá er annað uppá teningnum.

Spilling, einkavinavæðing, ásamt græðgi í auð og völd, allt sem vinstri armur stjórnmálanna hefur talað og barist gegn blómstrar nú sem aldrei fyrr og aldrei í sögu lýðveldisins hefur verið vegið eins að lítilmaganum eins og nú.

Verð á nauðþurftum er orðið svo óheyrilegt að fólk á ekki lengur til hnífs og skeiðar, og allt velferðarþjóðfélagið riðar til falls.

Foreldrar grunnskólabarna hafa ekki tök á að hafa börn sín lengur í tómstundum, eða íþróttum og við það eitt gætu hæglega stóraukist líkurnar á því að þau börn leiðist þá frekar út í hvers konar óreglu eða slæman félagsskap eins og reynslan hefur kennt okkur.

Sömu sögu má segja með framhaldsskólabörnin mjög mörg eru að flosna upp úr skóla vegna þess að foreldrarnir hafa ekki lengur efni á að styrkja þá eða framfæra þeim og möguleikar þeirra á að vinna með náminu hafa minnkað til muna.

En spurningin er HVAÐ GETUM VIÐ GERT ????

Ég hreinlega veit það ekki, ég veit það eitt að aðkoma AGS að málum hér mun ekki verða til þess að bæta þetta ástand heldur mun það leiða til ENN VERRA ÁSTANDS

Kæru vinir ég veit bara það eitt að við megum ekki missa móðinn, og við verðum að láta í okkur heyra hvert og eitt og einasta okkar á allan þann hátt sem við getum og EKKI GEFAST UPP, það er bara EKKI Í BOÐI.

Ég mun virkilega fagna öllum ábendingum frá ykkur um það hvað við gætum mögulega gert og ef við vinnum saman, og verum saman það er ómetanlegt okkur öllum.

Með þeim orðum læt ég þessu lokið í dag ásamt smá spekibroti sem hljóðar svo :

Án heiðríkju mundi himininn glatast.                                                                                        Án festu mundi jörðin sundrast.                                                                                                Án andlegs eðlis væru sálirnar máttvana. Lao Tse.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda.

 Stundum verð ég svo þreyttur að benda á óréttlætið í þjóðfélaginu að mér verður algjörlega "ORKUVANT".

Allt er að verða að einum allsherjar doða, en HULDA,   VIÐ megum EKKI gefa frá okkur VONINA.

Og þetta sem að þú segir með VINSTRI stjórnina er hryggilegt fyrir þá sem að tóku loforðin þeirra alvarlega og kusu þá !

Alltaf gott og gaman að lesa pistlana þína .

Guð veri með þér og þínum og okkur öllum !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 30.10.2009 kl. 06:35

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er eigulega alveg sammála Þórarni hér á undan,en ætla ekki að' gefast upp frekar en aðrir sem verja réttætið i reynd,vonandi að það sigri að lokum/í Guðs friði /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.10.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei gefst ég upp það er á hreinu og á meðan ég seiglast áfram þá fylgir fjölskyldan mín með. Það er gott að vera driffjöður heillar fjölskyldu, ég lærði vel af foreldrum mínum sem ekki áttu alltaf mikið. Takk fyrir pistilinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.10.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þórarinn minn kæri þakka innlitið og hlýleg orð

Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæri Halli, alveg rétt hja þér við verðum að trúa að hið góða sigri að lokum

Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 12:30

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Ásdís,  þó ég þekki þig ekki nema í gegnum bloggið, þá veit ég að þú ert kjarnakona, og það er fyrir fólk eins og ykkur hér að ofan sem maður heldur í vonina um að Ísland rísi aftur úr öskustónni, þakka þér innlitið og ævinlega álitið

Hulda Haraldsdóttir, 31.10.2009 kl. 12:59

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta ástand er vont, og það er ennþá erfiðara og óásættanlegra þegar manni líður illa fyrir.  og ekki nóg með að glæpamönnunum sé hampað, heldur er váin geigvænleg, þar sem allskonar glæpaklíkur eru að festa sig í sessi án þess að neitt sé hægt að gera til að sporna við.  Hvað er eiginlega málið hjá stjórnvöldum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 17:30

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Ásthildur mín, já maður veltir því fyrir sér hvort stjórnvöld séu yfirleitt nokkuð að hugsa, þetta eru alltsaman eintómar gufur og liðleskjur og þeir sem gera eitthvað gera það þá til tjóns. Þakka þér innlitið og álitið

Hulda Haraldsdóttir, 1.11.2009 kl. 05:01

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.11.2009 kl. 08:47

10 Smámynd: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

Þú ert góður penni, haltu áfram að skrifa. Ég er með eitt ráð fyrir þá sem eiga afgang eftir skuldasúpu mánaðarins. Ekki eyða í byrjun mánaðarins þegar þú átt pening, heldur í lok mánaðarins ef þú átt pening.

Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, 3.11.2009 kl. 21:28

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kristbjörg mín kær, þakka hlýlegheitin og virkilega gott ráð hjá þér, svona nokk ætti að kenna strax í grunnskóla

Hulda Haraldsdóttir, 5.11.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband