Færsluflokkur: Bloggar
19.10.2009 | 05:37
Bæði hvatning til ykkar og speki frá Sulamith
Enn á ný er komin ný vika.
Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg dauðhrædd um að stjórnvöld og hið háa alþingi muni gera þau stærstu mistök frá upphafi lýðveldisins en ég er ennþá hræddari við að þjóðin hinn almenni borgari eins og ég og þú ætli að láta þetta yfir sig ganga án þess að lyfta litla fingri til að stöðva þau afglöp sem allt stefnir í að verði samþykkt.
Eitt er undirlægjuháttur stjórnvalda gagnvart þeim þjóðum sem ætla að kúga og undiroka okkur í krafti stærðar og valda til þess að komast yfir auðlindir okkar og virðast stjórnvöld hér vera eins og smjör í höndum þessarra hrægamma .
En það sem skelfir mig samt mest,er hvað það er mikil uppgjöf í fólki og eins og það vilji helst stinga hausnum í sandinn og bíða bara eftir að þetta gangi yfir eins og hver önnur plága eða fellibylur.
Auðvita skil ég það að vissu leyti og dett stundum sjálf í þann gír en sem betur fer hrekk ég mjög fljótt til baka aftur, og þegar maður byrjar að ræða þessi mál við fólk þá bregst það svo oft þannig við, að það bara segir æi ég bara nenni ekki lengur að hlusta á þetta maður er bara kominn með upp í kok af þessu öllu saman og við fáum hvort sem er engu ráðið um þetta og best er bara að sætta sig við orðinn hlut og það er þetta og AKKÚRAT ÞETTA sem ég hræðist svo skelfilega að mér verður varla svefns auðið fyrir vikið., þess vegna mínir kæru vinir bið ég ykkur af öllu mínu hjarta EKKI GEFAST UPP og þó svo ykkur finnist þið tala fyrir daufum eyrum þá samt haldið áfram því nú er að DUGA eða DREPAST. Ég enda þetta nú svo með spekinni hennar Sulamith og hún hljómar svo : THE TRAGEDY OF LIFE IS WHAT DIES INSIDE OF US WHILE WE LIVE (harmleikur lífsins er það sem deyr innra með okkur á meðan við enn lifum. is.) Megi dagurinn verða ykkur heilla og hamingjuríkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.10.2009 | 14:29
Lítið spekibrot á laugardegi
Enn á ný kominn laugardagur og einhvern veginn þá hef ég verið að reyna að hægja aðeins á tímanum því ég er með u.þ.b. 1500 mál sem ég þarf að afgreiða fyrir jól.
En án árangurs og einhvern veginn finnst mér tíminn líða enn hraðar þegar maður vill reyna að halda í hann, svo núna er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að auglýsa Því dáist ég líka að öllum þeim duglegu bloggurum sem komast yfir að vinna gott og fræðandi blogg á hverjum einasta degi svo ekki sé nú minnst á alla þá vinnu sem margir leggja í rannsóknir tengdar efninu.
Jæja en í dag hljómar spekin hennar Sulamith svo :
IT IS MUCH EASIER TO BE CRITICAL, THAN TO BE CORRECT (það er svo mikið auðveldara að gagnrýna heldur en að breyta rétt. is)
Já það er mikið til í þessu og ég allavegana tek þetta til mín og vonandi mun ég muna þetta þegar mig langar að hrauna yfir einhvern, án þess þó að hætta við heldur frekar kannski til að hugsa sem svo hvað gæti ég eða hvernig ég myndi gera hlutina áður.
Megi kærleikur og ljós umlykja ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2009 | 05:10
Framhald nornaveiðar, fordómar, einelti
Eins og ég sagði um daginn þá að þá myndi ég að halda áfram með umræðuna um reykingar og fleiri fordóma sem viðgangast í okkar þjóðfélagi.
Eins og allir vita þá er sjúklingum á spítölum gert að fara út að reykja sem væri svo sem allt í lagi ef þannig væri búið um að það væri einhvers konar skyggni eða skjól fyrir ofankomu og vindi, en svo er nú ekki. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég með sjúkl þar fyrir utan í hjólastól sem var að reykja (sem ert raunar bannað líka þó svo bæði sjúkl.og starfsmenn geri það) og var þetta í portinu við kjallarann, og út af spítalanum komu eldri hjón konan átti mjög erfitt með gang og gekk við 2 hækjur karlinn stormað á undan bölvandi og ragnandi og talaði hátt svo að allir myndu nú örugglega heyra, ég vil helst ekki hafa orð hans eftir hér en þau voru andsk... djö...sóðas.. og óge.. á meðan hann strunsaði stórum út á bílaplan settist upp í stóra fína jeppann sinn og setti í gang og beið síðan góða stund með bílinn í gangi (í stað þess að styðja konuna eða að keyra á móts við hana) á meðan hann beið eftir konunni. Mér er nú bara spurn hver mengaði meira maðurinn sem reykti sígarettuna sína eða jeppaeigandinn ??
Vissulega veit ég sumir reykingamenn eru sóðar og ganga illa um en það er fleiri sem gera það ekki. Ef við tökum til dæmis spítalalóðirnar þá eru engir öskubakkar eða tunnur fyrir stubba (því það er bannað að reykja þar) en allflestir sjúklingar sem fara út að reykja taka með sér flösku eða bréf til að setja stubbana í.
En þá aftur að kostnaðinum sem var nú búið að finna útúr hvað reykingamenn kosti heilbrigðiskerfið þá myndi ég gjarnan vilja sjá sambærilegar tölur fyrir t.d. offitusjúklinga, fyrir fólk með áunna sykursýki, fyrir útbrunna íþróttamenn sem eru búnir að ofbjóða líkama sínum svo að þeir eru orðnir farlama löngu áður en miðjum aldri er náð og svo ég tali nú ekki um þá sem hafa valið að fylgja Bakkusi. Eru til samsvarandi útreikningar um það ?? hversu mörg mannslíf hafa tapast í þeirri baráttu, ?? hversu mörg börn eru brotin eftir að hafa alist upp á heimilum alkaholista og bera ör þess alla ævi ?? hversu margar fjölskyldur hafa sundrast vegna Bakkusar ?? og hvað kostar það heilbrigðis, félagsmála og tryggingakerfið ??
Nei ég neita því alfarið að það eigi að fara í mannágreiningsálit þegar það kemur að því að fólk sem reykir eða hefur reykt sitji ekki við sama borð og aðrir sjúklingar þessa lands.
Hver er dómbær um það hvaða sjúkdómar eða heilsubrestir eru áunnir eður ei ??
Áróðurinn er svo mikill að meira að segja um daginn fór nú einn ágætur bloggari rangt með þegar hann fjallaði um þekktan leikara sem kvaddi um daginn og sagði eitthvað í þá veru, að nú hafi enn einn reykingamaðurinn fallið í valinn og dáið úr lungnakrabba þegar rétt var að sá ágæti maður dó úr krabbameini í brisi.
Að lokum eins og ég vakti máls á síðast þá voru reiknimeistarar búnir að finna út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta 3000 kr. til þess að dekka kostnað í heilbrigðiskerfinu (hvernig ósköpunum sem sá reikningur nú er) og best væri að hætta helst öllum innflutningi á tóbaki til landsins, og því spyr ég hvað þyrfti bjórkassinn eða vodkaflaskan að kosta til þess að standa undir öllum þeim kostnaði sem ríkið ber vegna þess ??? Það væri mér t.d. algerlega að sársaukalausu þótt landið yrði frítt við allt sem inniheldur alkahól, eða ef að bjórdósin kostaði 5000 kr eða vodkaflaskan myndi kosta 40.000
Það er bara staðreynd að ef áfengi væri að koma fyrsta sinn fram í dag að þá myndi það lenda í flokki með hörðum eiturlyfjum.
Ég er vissulega ekki að mæla reykingum bót með þessum skrifum heldur bara benda á hversu rangt það er að flokka sjúklinga eftir eðli sjúkdóma og minna á dæmisöguna um flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í sínu eigin auga.
Ég mun halda áfram á þessum nótum fljótlega þar sem tek fyrir annarskonar fordóma og flokkadráttar á ýmsum sviðum.
Óska ykkur öllum gæfu og gengis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2009 | 02:33
Ekki síðbúin þennan daginn spekin
Jæja nú verður speki föstudagsins svona í fyrra fallinu og hljóðar svo :
ONE WHO BELIVES IN MIRACLES IS A REALIST. (hver sá sem trúir á kraftaverk, er raunsæismaður. is) S.w.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 15:36
Síðbúin speki dagsins
Speki dagsins í dag er nú nokkuð síðbúin en ég læt nú samat vaða og hún hljóðar svo í dag :
IT IS A SMALL THING TO FALL DOWN, IT WOULD BE SILLY NOT TO GET UP AGAIN. (það er ósköp lítið mál að detta niður og því væri kjánalegt að standa ekki aftur á fætur.is.) SW
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2009 | 05:10
Speki þessa dags...
Góðan og blessaðan daginn,
Nú svona snemma dags á þriðjudegi er ég bara algerlega andlaus og lúin, svo nú er þetta bara blessuð speki og hún hljóðar svo í dag :
ALL RELIGIONS ARE TRUE, THEY ARE BUT DIFFERENT PATHS TO THE SAME GOD. ( innan allra trúarbragða býr sannleikur, en leiðirnar liggja allar til sama Guðs is)
Megi dagurinn færa ykkur bjartsýni og þol, þessa óska ég ykkur öllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 06:31
Speki dagsins í boði Sulamith
Enn á ný er komin mánudagur og ný vika. Ég hef verið að velta fyrir mér af hverju manni finnst tíminn líða hraðar eftir því sem maður eldist en ekki komist að neinni niðurstöðu með það.
En þá er það speki þessa mánudags og hún hljóðar svo : FLOWERS ARE THE HIEROGLYPHS OF NATURE. THEY TELL US HOW MUCH WE ARE LOVED. (blómin eru táknmál náttúrunnar,þau segja okkur hversu mjög við erum elskuð.is.)
Megi dagurinn brosa við ykkur, og endilega brosið til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2009 | 14:26
Speki á sunnudegi og skítlegt eðli ráðamanna.
Jæja þá er ég komin til baka á bloggið eftir rúmlega tveggja sólarhringa tölvuleysi og ég ætla nú bara að byrja á smá Álfa o.e. englaspeki frá henni Sulamith og í dag hljóðar hún svo :
Fear knocked at the door, trust opened it, and nobody was there. ( óttinn barði að dyrum, traustið fór til dyra,og það var enginn. ís.)
Já svo hljóðaði það nú, mér varð nú hugsað til alls þess hræðslu áróðurs sem stjórnvöld bulla endalaust um. Manni verður bara ómótt af öllu bullinu varðandi AGS og ESB að ef við gerum ekki eins og þeir vilji þá verði okkur útskúfað af öllum þjóðum heims, enginn vilji eiga viðskipti við okkur og bara enginn vilji vera memm. Er nú ekki kominn tími til að þetta lið hætti að leika þennan sandkassaleik sem er að vísu á mun lægra plani heldur en hjá blessuðum börnunum.
Finnst ykkur ekki skjóta skökku við að umhverfismálaráðherra skuli afneita uppbyggingu atvinnuuppbyggingu erlendra stórfyrirtækja og í sömu andrá ofurselja þjóðina í þrælahald og gefa eftir auðlindir okkar með inngöngu í ESB og glæpasamtaka á borð við AGS ??
Nú svo að allt öðru, mig langar bara að lýsa yfir virðingu minni fyrir þeirri mætu konu Yogo Ono sem mér finnst hafa vaxið að bæði ytri og innri fegurð með hverju árinu og er óþreytandi að bera út friðar og kærleiks boðskap sem á erindi við alla jarðarbúa og mér finnst það mikill heiður fyrir okkar þjóð að hún skyldi hafa ákveðið að Ísland yrði fyrir valinu við staðsetningu friðarsúlunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.10.2009 | 21:29
Svei sé Norðmönnum hvað gengur þeim til ???
Ég er svo yfirmáta hneyksluð, (og þarf þó mikið nokkuð mikið til) að 'eg á varla til orð í eigu minni. Hvernig í ósköpunum datt Norðmönnum í hug að veita Obama friðarverðlaun Nóbels ??
Hann er forseti þjóðar sem á í blóðugu stríði við tvær þjóðir og hergagna rekstur einn sá mesti á meðal vestrænna þjóða.
Svo maður tali nú ekki um að hann er ekki einu sinni búinn að ná 1 ári í embætti sínu og hefur ennþá ekkert gert í þágu friðar sem gæti réttlætt þennan gjörning.
Mér finnst þetta alveg óheyrilega fáránlegt að það tekur engu tali og auðvitað hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni og manni finnst nú hálfgerð skítalykt af þessu og maður spyr sig að því hverjir hafi hag af þessari verðlaunaveitingu ??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2009 | 05:54
Alltaf jafn frumlegt hér, bara smá speki
Mér hefur alltaf gott að byrja daginn á jákvæðum nótum og þess vegna er ég nú að þessu brölti með spilin hennar Sulamith því ef maður fer með jákvæða hugsun inn í daginn þá setur maður sér jákvæð markmið og fer í svona nokkurs konar Pollýönnuleik það getur gjörsamlega breytt deginum bæði fyrir þér og þeim sem þú ert í samskiptum við og þess vegna vil ég deila þessu með ykkur, og munið að kærleikurinn er öflugasta vopnið í heimi.
En þetta er það sem ég dró fyrir daginn í dag :
Say little, love much, give everything, and continue walking. S.W. (segðu lítið, elskaðu mikið, gefðu allt sem í þínu valdi stendur og haltu ótrauð(ugur) áfram veginn Is)
Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur í dag og farið varlega í vonsku veðrinu og ekki að vera meira á ferðinni en þið nauðsynlega þurfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)