Svar til Jóns Steinars, vangaveltur um speki, Ögmundur og alþingi ásamt speki

Heil og sæl, Loksins er ég farin að halda haus eftir síðustu glímu, og kominn þriðjudagur enn og aftur.

Í dag ætla ég að fjalla aðeins þau spekibrot sem ég hef verið að deila með ykkur og reyna að útskýra bæði hvers vegna svona speki er mér svona mikilvæg og af hverju ég vil kynna hana fyrir ykkur og útskýra fyrir þeim sem ekki skilja hana. Og vegna þess að ég hafði ekki tök á að svara strax almennilega athugasemd frá bloggvini sem skildi ekki inntak síðustu speki sem ég birti ætla ég að svara henni nú í  færslu í stað þess að svara í athugasemd.

Svo minn kæri Jón hér með ætla ég að reyna að svara þér eftir bestu getu.

Ég ætla að byrja á að segja að ég fagna því að hafa fengið tækifæri til að útskýra þetta/þessi spekibrot betur. Þó verð ég að segja að mig undrar að maður sem gefur sig út fyrir að hafa áhuga sögu,trúmálum, heimspeki og frið á jörð skuli ekki skilja betur en raun ber vitni, þá speki sem þú ert að gagnrýna og því geng ég út frá því sem vísu að þú hafir ekki lesið eða kynnt þér sálar o.e. þróunarheimspeki mikið.  

Því er það mér ánægja að benda þér á smá brot af því efni sem gæti aukið víðsýni þína, efni eins og t.d. verk eftir Grétar Fells, Harald Níelsson,  Ævar Kvaran og Gunnar Dal bæði þýtt efni og ritað, og af erlendum ritum allt frá Sókratesi,  Konfusíusi, Khail Gibran, Lao Tse  og svo seinni tíma höfunda eins og Alice Baily það er búið að þýða að mig minnir 4  af hennar bókum  eins og Vitundarvígslu manns og sólar, Endurkomu Krists  ofl.fl.  

Eftir þann lestur að hluta til eða í heild held ég að þú myndir átta þig á og skilja hversu mikil og djúp þessi speki er og jafnvel með tíð og tíma læra að tileinka þér hana og auk þess að auðga líf þitt, starf og afrek þín, sem þú ert svo stoltur af án þess að ég geti né vilji á nokkurn hátt gera lítið úr þér eða þínum verkum því ég vil ekki  og get ekki dæmt verk þín vegna þeirrar einu ástæðu að ég þekki þau ekki, enda ber ég virðingu fyrir skoðunum og starfi annarra ólíkt þér.

Eins held ég líka að þú  myndir eftir þann lestur uppræta þann hroka sem þú sýnir því sem þú skilur ekki, en það er nú einmitt þannig að þeir sem minnst vita um málefnin, láta oftast heyrast hæst í sér (smbr.glymur hæst í tómri tunnu).   

Og þá er ég komin að því að útskýra fyrir þér nálvæmlega þá tilteknu speki sem þú ekki, skildir á eins einfaldan hátt og ég get.  Það sem átt var við er að þú getur stöðugt bætt við þekkingu þína, unnnið við rannsóknir af ýmsu tagi og stöðugt bætt við þátt þekkingar og vilja og sökkt þér í allavegana vísindi.

En eins og sagan segir og ef við tökum t.d. forn Egipta þá voru þeir búnir að ná gríðarlegum árangri á sviði vísinda og tækni, og ná valdi yfir efninu og búnir að rækta vilja þáttinn líka en gleymdu  eða réttara sagt vanræktu að þroska með sér kærleik til annarra, umburðarlyndi, samhygð og ást og virðingu fyrir öllu lífi.

En það sem varð þeim að falli var að þeir notuðu þekkingu sína og viljastyrk og völd í þágu sjálfselsku, drottnunargirndar, frekju, og græðgi í bæði völd og auðæfi (ekki ósvipað og hér gerðist með útrásarvíkingana nema í margfaldri stærð) og steyptu sjálfum sér í glötun og tortímdu þannig á endanum sjálfum sér.

Í sjálfu sér má segja að flest öll hámenningar skeið mannkyns hafi alltaf fallið á þessu sama og einnig bæði  á Lemoríu og Atlantis tímanum.

Þú getur séð þetta fyrir þér sem þríhyrning, þar sem ein hliðin stendur fyrir þekkingu, önnur hliðin fyrir vilja og sú þriðja fyrir kærleikann. Til þess að halda honum  sem stöðugustum og viðhalda sem  bestum jöfnuði þá væri best að allar hliðarnar að væru jafn langar, ef svo er ekki og kannski ein hliðin áberandi lengst þá getur þú séð, ójöfnuð sem þess vegna gæti orðið til þess að hann gæti riðað til falls. 

Og þá erum við sem sagt komin með svarið við spurningu þinni og því þarftu að taka 3 spor í að þroska kærleik þinn fyrir hvert eitt spor sem þú tekur á sviði þekkingar og vilja svo minn kæri vin vonandi svara þetta spurningu þinni og njóttu vel. Að vísu eitt enn þú talar um nýaldar óráð en í raun er þetta ekkert tengt nýöld (frekar en flest það sem klennt er við nýöld í dag) heldur miklu frekar brotthvarfi til fortíðar

En þá að allt öðru, hvernig vinnur atvinnutryggingasjóður eiginlega ?? Sonur minn hefur verið atvinnulaus um nokkurra mánaða skeið og ekkert merkilegt við það nema nú fyrir helgina barst honum bréf frá áðurnefndum sjóði þess efnis að þeim hafi borist vitneskja um það að hann hafi verið erlendis í september en málið er bara það að hann hefur ekki farið af landinu í rúm 4 ár, og því spyr ég hvernig afla þeir sér svona upplýsinga  ??  

Svo langar mig að hrósa Ögmundi fyrir að tala hreint út um AGS og þeirra skítverk. Loksins stendur einhver stjórnarmaður upp og þorir að segja satt um tilgang þessa skrímslis sem sjóðurinn er. 

 Og svo bara svona til gamans þá smá pæling. Ég var með sjónvarpið í gangi og fylgdist lítillega með umræðum á Álþingi fyrir helgina og það vakti athygli mína að sá frómi maður Árni Johnsen var í púlti og það var verið að ræða orku og álver og yfirlýsingu umhverfisráðherra um þau mál og þar sagði eitthvað á þá leið að hann nennti ekki að vera í svona dúkkulísuleik og ég velti því svo fyrir mér hvort hann hefði mikla reynslu af þeim leik, kannski hann hafi haft ofan fyrir sér og samföngum sínum á Kvíabryggju með því að leika sér við þá í dúkkulísuleik, hvað á maður að halda ég bara spyr ???

Jæja að lokum er svo smá speki og í þetta sinn eftir Eckhart Tolle í þýðingu eftir Vésteins Lúðvíksson úr bókinni Kyrrðin talar, og hún hljóðar svo : Ríki vitundarinnar er miklu víðtakara en hugurinn fær skilið. Þegar við trúum ekki framar öllu sem við hugsum, förum við handan við hugsunina og sjáum skýrt og greinilega að við erum ekki hugsandinn.

Með þessum orðum lýk ég þessari færslu, og óska ykkur heilla og hamingjuríks dags.

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            ð

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLott skrif hjá þér Hulda mín, og virkilega til umhugsunar.   Takk fyrir þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir ómakið. Ég er ágætlega lesinn í öllu þessu og Las Gunnar Dal í tætlur á unglingsárum og alla speki, sem hefur verið innan seilingar. Að þú ásakir mig um hroka eru hin mestu öfugmæli og ég held að þú ættir að skoða þín skrif í því samhengi. Ég þykist skilja hvert Tolle er að fara og það er óskylt allri metafýsískri fantasíu eða fornum átrúnaði.

Þú skýrir annars ekkert af því sem þú settir fram um daginn, en belgir þigg bara út í samhengslausu nyaldarhjáli, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum með dassi af ad hominems á milli. No offence. Lemúríu og Atlantis tímanum??!!!  Er Edgar Casey í þessum leslista líka?  Loddarinn Chopra, Jane Dixon, David Icke? Give me a break. 

Nei vina mín. Nú verður þú að fara að lít aðeins í raunvísindaritin.  Annars ætla ég ekkert að reyna að eyððileggja draumveröld þína, en ég held að þér væri hollt að fá þér aðeins staðfastari jartengingu. Ég ætla ekkert að munnhöggvast cið þig um þetta. Það er ekki hægt að rökræða við trúfólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég peista svari þínu aftur:

En eins og sagan segir og ef við tökum t.d. forn Egipta þá voru þeir búnir að ná gríðarlegum árangri á sviði vísinda og tækni, og ná valdi yfir efninu og búnir að rækta vilja þáttinn líka en gleymdu  eða réttara sagt vanræktu að þroska með sér kærleik til annarra, umburðarlyndi, samhygð og ást og virðingu fyrir öllu lífi.

En það sem varð þeim að falli var að þeir notuðu þekkingu sína og viljastyrk og völd í þágu sjálfselsku, drottnunargirndar, frekju, og græðgi í bæði völd og auðæfi (ekki ósvipað og hér gerðist með útrásarvíkingana nema í margfaldri stærð) og steyptu sjálfum sér í glötun og tortímdu þannig á endanum sjálfum sér.

Í sjálfu sér má segja að flest öll hámenningar skeið mannkyns hafi alltaf fallið á þessu sama og einnig bæði  á Lemoríu og Atlantis tímanum.

Þú getur séð þetta fyrir þér sem þríhyrning, þar sem ein hliðin stendur fyrir þekkingu, önnur hliðin fyrir vilja og sú þriðja fyrir kærleikann. Til þess að halda honum  sem stöðugustum og viðhalda sem  bestum jöfnuði þá væri best að allar hliðarnar að væru jafn langar, ef svo er ekki og kannski ein hliðin áberandi lengst þá getur þú séð, ójöfnuð sem þess vegna gæti orðið til þess að hann gæti riðað til falls.

Vá segi ég nú bara. Þú ert aldeilis með þetta á hreinu.  Það er annars ekki heil brú í þessu. Ekki nokkur hlutur, sem stenst sögu eða vísindaþekkingu. Hvaðan hefurðu þessa vitleysu? Var inntakið í fyrri möntrunni þinni Dramb er falli næst? Ég fæ ekki betur en að það sé það sem þú ert að koma í gegn. Er það í einhverjum tengslum við nýaldarklámið, sem þú settir fram áður. 

Veistu...ég held að ég leyfi þér bara að halda þessu fyrir sjálfa þig.  Ég sé að gagnrýni mín kallar það versta fram í þér og sýnir að þessi fræði hafa ekki gefið þér nokkuð jafnvægi, svo ég skal ekki trufla þig meir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 09:48

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir mig í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ásthildur mín kær, þakka þér innilega álitið og innlitið og gott að vita að þú lítir ekki  á þetta sem persónulegt dramb hjá mér eða nýaldarklám  

Hulda Haraldsdóttir, 27.10.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll á ný Jón, æi kom þetta eitthvað illa við kaunin hjá þér ?? en þannig er það nú bara að SANNLEIKANUM ER HVER SÁRREIÐASTUR. Ég verð nú að segja að þú hlýtur að vera alveg einstakur og fáir (ef þá einhverkir) þínar líkar, vegna þess að ef þú hefur lesið allt þetta efni sem þú segist hafa lesið, án þess að skilja eitt né neitt í því eða lært nokkuð á því heldur það hlýtur að vera alveg einstakt og eins þykir mér það líka sérkennilegt að þú hafir ekki heldur skilið það spekibrot ennþá þrátt fyrir mjög einfaldar útskýringar. Ég vil líka benda þér á að þú leggur mér mörg orð í munn sem ég ekki  rætt og auk þess var ekkert í skrifum mínum sem mætti skilja á þann hátt að ég væri að upphefja mig persónulega á nokkurn hátt. Ef þú lest nú aftur það sem þú sjálfur skrifaðir þá yrði þér það kannski ljóst hvort okkar slær um sig með frösum og frómum orðum eða belgir sig út. Annars munu skrif þín og skoðanir dæma sig best sjálfn En svona að lokum er tími minn verðmætari en svo að ég vilji sóa of miklu af honum á þig, en óska þér gæfu og vona að með tíð og tíma munir þú þroskast og auðga líf þitt með meiri kærleik og umburðarlyndi.

Hulda Haraldsdóttir, 27.10.2009 kl. 23:47

7 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Al-Bukhari & Muslim recorded in their Sahihs from Qatadah from Abu Al-Mutawakkil Ali bin
Dawud An-Naji from Abu Sa’id Al-Kudri that a man came to the Messenger of Allah (peace be upon Him) and said,” My brother is suffering from diarrhea”. He said,
((“Give him Honey to drink.”))

The man went and gave him honey, and then he came back

and said, “O Messenger of Allah! (Peace be upon Him) I gave him honey to drink, and he only got worse.”
The Prophet (peace be upon him) said,

((“Go and give him honey to drink”))

He went and gave him honey, and then he came back and said,

Wolfang!!

Eyjólfur Jónsson, 28.10.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband