Óli, Steini,og Jóga eða Leppur,Skreppur og Leiðindaskjóða, vona bara að hjúin Grýla og..

Stundum koma dagar þar sem ekkert tóm gefst hjá mér til að komast í tölvuna, sem ætti nú svo sem að vera í góðu lagi, en gallinn við það er sá að þá safnast upp allt það sem mig langar að tala um hér og því er svo erfitt að byrja aftur og velja úr hvar maður stígur niður fyrst því það er svo margt sem mér liggur á hjarta og langar að koma á framfæri.

Enn og aftur er það náttúrlega Icsave málið og hvernig ríkisstjórnin lítilsvirðir bæði hið háa Alþingi og fólkið í landinu(þó að hið síðarnefnda sé nú ekkert nýtt) annað eins hefur, að ég held  aldrei áður gerst í sögu þjóðarinnar álit okkar og aðstæður hafa aldrei fyrr verið svo fótum troðnar og viðbjóðnum er þröngvað langt ofan í kok á okkur.  Hvar er okkar lýðræði ?  það er ekkert hlustað á hróp okkar og angistarvein.

Hollusta við menn og málefni heyrir sögunni til og maður skilur bara ekki hvernig þetta lið getur horfst í augu við kjósendur sína, og áróðurinn sem dembt yfir okkur er alveg með ólíkindum. 

Það á að kreista hvern og einn einasta  blóðdropa úr okkur og láta sverfa til stáls ef við ekki hlýðum og svo er reynt að koma inn sektartilfinningu hjá okkur með því að baula um að VIÐ hefðum verið í neyslubrjálæði, að kaupa okkur t.d. sjónvörp, nýja potta, sokka og jafnvel nýjar nærbuxur og meira að segja jafnvel lambakjöt einu sinni í viku (þann dag sem við slepptum grjóna og hafragrautnum) áróðurinn er þvílíkur sem dembt er yfir okkur að það er alveg með ólíkindum.

Takmarkið virðist vera það að koma inn skömm hjá okkur fyrir vikið. Því miður þá eru alveg ótrúlega margir svo stoltir (þó það sé nú yfirleitt gott) og finnst  eins og þeir þurfi að skammast sín fyrir eitthvað og láta hlutina yfir sig ganga og eins og dropinn sem meitlar steininn, þá endar með því að áróðurinn verður sí raunverulegri og raunverulegri fyrir vikið og þetta spila hin spilltu stjórnvöld inná og nýta sér sem stjórntæki til að ráðskast með okkur.

Ég segi nú bara SVEI og aftur SVEI 

Svo ekki sé nú minnst á forsetaómyndina, hans skömm er mikil og alveg með ólíkindum að hann neiti nú að birta öll þau bréf sem hann skrifaði í nafni þjóðarinnar (án hennar vitneskju að vísu) til hinna ýmsu þjóðhöfðingja og stórlaxa í hinum stóra heimi til þess að LIÐKA FYRIR viðskiptum þessara miklu viðskiptajöfra sem voru að sigra heiminn með snilli sinni en reyndust síðan vera stórglæpamenn með allar brækur niður um sig.

Ég kaupi ekki þá ástæðu sem hann gefur upp fyrir því að birta ekki bréfin af hverju í ósköpunum ættu þessir aðilar (þjóðhöfðingjar) að fara fram á að þessi bréf verði ekki gerð opinber ??? ég bara spyr ??

En hvað er þessi liðleskja að gera núna ?? Hefur hann skrifað svo mikið sem 1 bréf til erlendra þjóðhöfðingja eða viðskiptajöfra nú eða erlendra fjölmiðla eftir hrunið ?? til þess að kynna okkar málstað þegnana í þjófélaginu eða leitað eftir stuðningi á nokkurn hátt ?? ó nei sjálfsagt verður það nú aldrei.

Læt þessu lokið í bili, um þessa ömurlegu þrenningu Óla, Steina og Jógu eða réttara væri raunar að segja um Lepp, Skrepp og Leiðindaskjóðu og vona bara að þau hjúin Grýla og Leppalúði móðgist ekki eða sárni þessi samlíking enda hafa þau þann háttinn á að koma hreint fram og það gæti þríeikin hér að ofan lært af þeim. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki gleyma Ragnari Reykás og Georg Bjarnfreðasyni.

Sigurður Þórðarson, 22.10.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband