Færsluflokkur: Bloggar
22.4.2010 | 01:06
Fyrr má nú rota en dauðrota
Eins og allir vita þá eru skattahækkanir það eina sem hefur komið hefur frá þessu stjórnar og ráðamanna pakki sem situr nú. Það á endalaust að hlaða á okkur þegnana, sífellt þyngri og stærri klafa bæði í beinum og óbeinum sköttum, svo ekki sé nú minnst á skert lífeyrisréttindi ásamt gríðarlegum hækkunum á nauðþurftum heimilanna.
Það á að kreista til síðasta blóðdropa alla þá sem sem minnst meiga sín, það er búið svipta fólki vinnunni, búið að ræna það varasjóðum og ævisparnaði, svipta það eigum sínum,stolti sínu og æru og jafnvel lífsviljanum líka. Það er ekki spurt um hvort það séu börn á þeim heimilum þar sem sýslumannsembætti um allt land vaða inn og hreinsa út úr þeim þar eru ekki í gildi frasar eins og friðhelgi heimilanna og mér finnst það bera vott um hvaða mann þeir geyma sem skýla sér bak við saklaus börn.
En aftur að því sem ég ætlaði mér nú að benda á hér í upphafi en það var að segja sögu 82ja ára konu sem hefur verið að prjóna lopapeysur fyrir góðgerðarsamtök (þar sem allur ágóði fer til góðgerða) og hefur fengið smáaura fyrir sem eins og flest okkar vita er nú smánarlega lítið og varla teljandi, en kannski samt örsmá uppbót á ellilífeyririnn, sem hefur kannski dugað fyrir smágjöfum handa barnabörnunum.
Þessi fróma kona gerði samt stórmistök sem fólust í því að hún stofnaði sparisjóðsbók í bankanum sínum sem hún kallaði PRJÓNAPENIGA og þar lagði hún þessa aura sína inn. Nú fyrir skömmu fékk hún bréf frá skattinum þar sem henni var gert að gera grein fyrir þessum peningum með tilliti til þess hvort greiddur hafi verið skattur af þessum aurum og eins vegna þess hvort þessar tekjur gætu orðið til þess að skerða lífeyrisgreiðslur hennar. Ef þetta á að vera leið ríkisvaldsins til að rétta við ríkiskassann þá held ég að það sé eins gott að koma sér af landi brott. Það væri nú annars gaman að vita hversu margar lopapeysur þyrfti að prjóna til þess að greiða fyrir skuldir þó ekki væri nema fyrir einn útrásaróþverrann ?? Og reiknið nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.4.2010 | 04:45
Maður er nánast kjaftstopp og þarf þó nokkuð til að svo verði
Ég hef reynt að sitja á mér varðandi ,,SKÝRSLUNA,, enda hafa all flestir bloggarar tjáð sig um málið, en eins og sagt var þá er góð vísa aldrei of oft kveðin og því læt ég vaða.
Ekki það að ég vilji á nokkurn hátt lofa innihaldið eins og góða vísu, enda meira í anda spennu eða hrollvekjustíl. Eftir því sem maður les meira og heyrir um innihald hennar minnir það mig einna helst á bland af Simpson og sápuóperunni Dallas nema bara hvað grínið skipar stóran þátt í Simpson og síðan í Dallas voru spilltir og valdasjúkir fjárglæframenn (eins og hér)sem létu sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna til þess að fá vilja sínum framgengt en voru samt eins og saklausir kórdrengir í samanburði við íslensku útrásaróþverranna og allt það hyski sem steig dansinn með þeim.
En stóri munurinn er samt sá að spillingin í sápunni náði kannski til eins þingmanns og örfárra aðila meðal ráðamanna þar en hér aftur á móti eru kannski örfáir innan stjórnsýslunnar sem EKKI tengjast spillingunni Það er alveg sama hvar mann ber niður alstaðar eru endalausir og botnslausir forarpyttir og það merkilegast er að enginn af öllum þeim fjölda sem voru yfirheyrðir játaði ENGINN af öllu hyskinu að hafa gert mistök hvað þá að það hafi haft minnsta grun um hvað hafi verið í gangi. Er það ekki skylda þingmanna, þeirra sem gegna trúnaðarstörfum í umboði þjóðarinnar að axla þá ábyrgð að vinna að heilindum fyrir sauðsvartan almúgann en ekki bara nokkurra gerspilltra glæpamanna.
Hversu djúpt niður liggur óþverrinn ?? við vitum um alla helstu ráðamenn þjóðarinnar s.s. ráðherra, megin þorra þingmanna, ráðuneytisstjóra, seðlabakastjórana, fjármálaeftirlitið og svo mætti lengi telja og maður spyr sig hvort það hafi náð til löggjafans og dómstóla réttarkerfisins líka ??
En það sem er allra verst er að það er ekkert verið að vinna að úrbótum, ekki á nokkurn hátt, þjóðinni blæðir út meðan stjórnvöld sitja bara í sandkassanum sínum og slást og rífast um hver mokaði hvaða haug og hver eigi hvaða skóflu og á meðan fer dýrmætur tími sem þau ættu að vera að nota til þess að reyna að stöðva blæðinguna og að fara að sinna því starfi sem þau voru kosin til þ.e. að standa vörð um hag heimilinna í landinu og vinna að vegferð okkar en ekki öfugt. En það er akkúrat það sem þessi stjórn gerir ekki, þess í stað hleður hún stöðugt meiri og meiri byrðum á bak þeirra sem minnst meiga sín.
En nei það bólar ekkert á slíku og maður sér ekki fram á að þau geri NOKKURN tíma NEITT í þá veruna. Manni er svo gjörsamlega misboðið að maður á vart orð til að lýsa því, svo voru nú mörg þessi orð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2010 | 01:17
Loksins er komið fram framboð sem ég vildi gjarnan styðja
Friðrik í fyrsta sæti Þinglistans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.3.2010 | 06:31
Er það virkilega hægt að segja að það að missa "uppkomið" barn ásamt öllum eigum þess sé ekki tjón ????
Er þetta ekki alveg með ólíkindum ?? Þeir lögfræðingar sem foreldrar unga mannsins hafa leitað til varðandi málssókn á hendur eiganda hússins, hafa gefið þeim þau svör að í rauninni hafi þau ekkert mál í höndunum þar sem þau geti ekki sýnt fram á að þau hafi orðið fyrir persónulegu tjóni vegna þess að hann hafi verið uppkominn og ekki skilið eftir sig konu eða börn. Hver er mælikvarðinn og hver ber ábyrgð á svona lagaleysu mér er spurn ?? Málið snýst vissulega ekki um peninga, heldur vilja foreldrarnir fyrst og fremst fyrirbyggja að svona gerist aldrei aftur og heiðra þannig minningu sonar síns og einnig að fá það viðurkennt að andlát hans hafi haft gildi sem ekki verður metið í lélegum lagabrókum sem samdar voru af misvitrum mönnum sem greinilega voru ekki starfs síns verðir.
Mig langar svo bara að þakka ykkur öllum sem hafið sýnt málinu áhuga og allar góðar óskir sem ég veit að hafa mikið gildi bæði fyrir fjölskyldu hans sem og okkur hér og öllum vinunum líka. Ég mun svo halda áfram með málið og læt ykkur fylgjast með hér á blogginu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2010 | 04:52
Viðurtsyggilega framkoma, lítilsvirðing og skítlegt eðli ég er svo reið að ég næ...
Já bara hreinlega ekki upp í nefið á mér. Ég er svo öskureið og mér er svo gróflega misboðið að það liggur við að ég urri, hingað til hef ég eingöngu hvæst en nú dugir það einfaldlega ekki lengur. Ég á vart orð til lýsa fyrirlitningu minni og viðbjóði á eiganda/eigendum húseignarinnar að Hverfisgötu 28 sem brann í byrjun þessa árs en eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið þá bjargaðist sonur minn en ekki tókst að bjarga vini hans og fórst hann þar.
Eigandi hússins er Festar ehf sem er í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameistara og var fyrrgreint hús aðeins eitt af mörgum í hans eigu. Aðrar fasteignir í hans eigu eru t.d. Laugarvegur 17, 18, 19, 19b, 20, og 21. Hverfisgötu 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 32a, 32b, 33, og 34, Klapparstíg 28, 29, og 30, Smiðjustíg 4, 4a, 5, og 6, Eins er tenging á milli Byggingafélagsins Strýtusels og Festa og bætast þá við húseignirnar að Laugarvegi 23, og 27a, og 40, Síðan er það Hverfisgata 40(lóðin), 42, og 44, Klappastíg 29 og 31.t.d.
Ég hef hingað til ekki skrifað eða birt níð um ákveðna nafngreinda einstaklinga, en nú er komið að því vegna þeirrar auvirðilegu framkomu og lítilsvirðingu sem hann sýnir bæði fyrrum leigjendum sínum en þó fyrst og fremst framkomu hans við foreldra og fjölskyldu þess unga manns sem dó. Enda að mínu mati bar þessi maður mikla ábyrgð á því hvernig fór.
Þetta lítilmenni hefur aldrei talað við foreldra þessa unga manns sem fórst, ekki einu sinni samúðarkveðju hvað þá annað, hann hefur ekki heldur séð sóma sinn í því að endurgreiða þeim fyrirfram greidda húsaleigu eða tryggingafé sem lagt var fram við upphaf leigusamnings.
Eins set ég spurningamerki við það að þetta hús hafi verið að minnsta kosti það 3ja í röðinni sem hefur brunnið hjá þessum sama eiganda.
Hann hefur ekki heldur látið hreinsa til í rústunum eða reynt að loka húsinu, sem er náttúrlega alveg með ólíkindum að þess sé ekki krafist af borgareftirliti, heilbrigðiseftirliti svo eitthv. sé nefnt. Eins og það að missa son sinn og allar hans eigur sem hafa náttúrlega gríðarlega mikið tilfinningalegt gildi, heldur þurfa þau líka að horfa á brunarústir eigna hans sem búið er að gramsa í og láta greipar sópa, fyrir utan það að þurfa að sjá t.d. hálfbrunnin blöð úr bókum hans ásamt fleiru fjúka á víð og dreif um allt.
Það er ólýsanlega sárt fyrir fjölskylduna að horfa uppá og þola í ofanálag þá lítilsvirðingu og niðurlægingu sem þeim er sýnd.
En því miður kemst ég ekki lengra í bili en mun halda áfram með þetta sem allra fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
18.3.2010 | 06:49
Neyðarástand og handvömm í vanhæfu stjórnkerfi á öllum stigum
Nú er orðið óralangt síðan ég hef komið að blogginu mínu (frá því fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu) og þá er bara dálítið erfitt að koma sér af stað á ný þó svo að tilefnin og uppákomurnar sem mig langar að blogga um séu bæði margar og þarfar og því veit ég vart hvar ég á að byrja en eins og máltækið segir þá er hálfnað verk þá hafið er og því byrja ég bara svona smátt og smátt.
Ég var svo yfir mig ánægð í fyrrasumar þegar ég var komin með alveg frábæran skurðlækni sem gerði mjög vel heppnaða aðgerð á mér og fékk þá tilfinningu að nú væri ég komin í örugga höfn og ég myndi eiga hann að til frambúðar enda ungur velmenntaður og metnaðargjarn maður sem var búinn að sérfræði mennta sig mikið erlendis og ná sér í víðtæka reynslu sem hann ætlaði að láta okkur hér heima á Fróni njóta.
Síðan núna í byrjun þessa mánaðar var því miður komið að aðgerð hjá mér enn á ný svo ég hringdi til að fá hjá honum tíma og þá var mér tjáð að hann væri hættur störfum hér og fluttur erlendis, mér lá við gráti og sá fyrir mér enn á ný leit að öðrum jafn hæfum. þar sem ég hef því miður alltof oft lent í slæmum uppákomum og hreinlega mistökum í gegnum áratuga veikindi mín og er því orðin dálítið hvekkt og á þannig nú orðið erfitt með að treysta alltaf nýjum og nýjum læknum.
En samt var auðvitað ekkert annað í boði þannig að nýr læknir gerði aðgerðina sem var sögð hafa gengið vel, og vissulega vona ég að svo sé en það tekur nú samt einhverjar vikur að koma í ljós hvernig til tókst.
Ástæða þess að ég er að væla þetta er nú ekki sú að ég sé að leita eftir vorkunn (þó svo að hlýhugur frá ykkur sé ætíð styrkur :) heldur er ég að benda á þá staðreynd að við séum að missa úr landi það fólk sem er okkar verðmætasti auður. Hverjir eiga að borga samneysluna, erlendu skuldirnar, mennta börnin okkar, halda uppi heilbrigðiskerfinu sem gæti og ætti að vera eitt það besta í heimi, hverjir eiga að hugsa um og annast gamla fólkið og svo mætti lengi telja.
Kæra þjóð við náðum með hjálp forseta okkar að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi icsave en betur má ef duga skal, það er að mínu mati útséð með að núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert ennþá og mun ekki heldur gera neitt að viti, til að spyrna við fólksflóttanum frekar en neinu öðru, allt frá því þessi stjórn tók við völdum hafa einungis tvö mál verið í forgangi hjá þeim, þ.e. icsave og Evrópusambandið og endalausum fléttum í kringum þau nema ef frá er skilið, að hafa orðið þjóðinni til þvílíkrar skammar á erlendri grund og vinna okkur ómælandi skaða.
Gott fólk ég get ekki séð annað í stöðu okkar en að við hreinlega gerum byltingu, við erum með handónýta og gloppótta stjórnarskrá, gjörónýtt dómskerfi, óþarfa þingmenn, óþarfa embættismenn og nefnamenn sem eru bara afætur á ríkisjötunni og svo mætti lengi telja. Læt þetta gott í bili og megi dagurinn verða ykkur góður með vorangan í lofti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
6.3.2010 | 15:19
Nú er okkar tækifæri til þess að sýna heimsbyggðinni hvernig þjóð byggir þetta land......
Þá er þessi stórmerkilegi og sögulegi dagur að runninn upp. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er búin að vera alveg logandi hrædd alveg fram að þessum degi að stjórnvöldum myndi takast að flauta þjóðaratkvæðsluna af.
Þetta er mjög stórt skref í sögu lýðveldisins og raunar heimsbyggðarinnar allrar og afar góð auglýsing og kynning á landi þjóð á jákvæðan hátt. Eins og við munum öll þá er sami söngurinn og áróðurinn hjá ríkisstjórninni og þeirra leppum búinn að vera allur á sömu leið lon og don alveg frá fyrsta degi. Ef við ekki borgum Icsave þá munum við hverfa aftur til tíma víkinganna og einangrast, að enginn muni vilji eiga viðskipti við okkur orðspor okkar verði svo slæmt að okkur verði gjörsamlega útskúfað af heimsbyggðinni allri.
Í þessum töluðum orðum hefur verið slæm kjörsókn nánast um allt land. Ég neita að trúa því að nokkur kosningabær maður sýni ekki þá lágmarks virðingu að mæta á kjörstað og ef fólk er í vafa að mæta þá samt og skila auðu, þó svo ég eigi nú erfitt með að skilja að einhver vilji sitja hjá. Svo allir saman nú 1,2,3...... því við ætlum að kjósa og sýna samstöðu okkar og styrk og sýna heimsbyggðinni að hér býr þjóð sem ekki lætur kúga sig til undirgefni, og þrátt fyrir smæð sína stendur keik og stolt byrginn hverjum sem reyna það.
Að lokum TIL HAMINGJU íSLAND góðar stundir mínir kæru vinir og heillaríkan kosningadag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.2.2010 | 05:35
Agndofa yfir fegurð landsins okkar
Það var ekki laust við að ég fylltist lotningu og auðmýkt við að horfa á mynd sem prýddi forsíðu mbl. s.l. miðvikudag, af Breiðamerkurjökli þvílík fegurð og mikilfengleiki. Þarna liggur okkar auður, stórfengleiki náttúru okkar hefur svo mikla sérstöðu og er svo einstök að það er ekki spurning um það í mínum huga að ferðamenn allstaðar í heiminum eru tilbúnir að greiða mjög háar fjárhæðir til skoða þessar auðlindir okkar. Ég sjálf er alin upp við rætur Ásbyrgis, Hljóðakletta, Vesturdals og Dettifoss sem nú er orðið að Þjóðgarðinum í Jökulárgljúfrum og þar tók maður inn ástina á landi og þjóð sem hefur fylgt mér gegnum lífið.
Ég naut líka þeirra forréttinda þegar ég var barn að fá að þvælast öll sumur um allt land með afa og ömmu og kynntist þannig öllum landshlutum og það var varla sú þúfa til á landinu sem þau ekki þekktu og ég bý að þeim fjársjóði um alla tíð og sæki í þann minningabanka það sem ég á ólifað.
Mér er líka afar minnisstætt hvað bæði þau og svo mamma lögðu mikið upp úr því að við ættum að þekkja landið okkar og það væri nánast skylda að skoða okkar land áður en maður færi að skoða önnur lönd.
Ég verð nú samt því miður að viðurkenna það að mér finnst mín kynslóð þ.m.t. ég ekki hafa verið nægilega dugleg að skila þessari ættjarðar ást til okkar barna. Eins mér finnst alltaf ósköp dapurlegt að hlusta á útlendinga sem bæði hafa komið hingað og einnig aðra sem hafa eingöngu lesið um landið okkar eða kynnt sér á annan hátt og þekkja perlur Íslands betur en við sjálf, þó svo hinn sami íslendingur hafi ferðast um allar álfur heimsins en aldrei komið eða heyrt af t.d. Ásbyrgi.
Ég er alls ekki alfarið á móti stóriðju og orkufrekum iðnaði en allt er best í hófi og ég held að nóg sé komið af því og kvótinn í þeim efnum sé að verða fullnýttur.
Við þurfum að standa vörð um landið okkar og og nýta okkur þær gríðarlegu auðlindir sem felast í náttúru okkar og tækifærum samhliða því og skapa þannig dýrmætar gjaldeyristekjur. Möguleikarnir eru alveg óteljandi á þessu sviði, en allt er þetta samt háð því að við FÁUM FÓLK MEÐ FULLU VITI TIL AÐ STJÓRNA LANDINU, og losnum við ÞAÐ GJÖRSPILLTA PAKK SEM ER BÚIÐ AÐ SVÍVIRÐA OKKUR BORGARANA OG NAUÐSVELTA OG ERU NÚ AÐ KREISTA TIL SÍÐASTA DROPA ÞAÐ SEM EFTIR ER AF LITLU OG FRAMSÆKNU FYRIRTÆKJUNUM kallar fram gera þeim ÓKLEYFT að starfa svo ég tali nú ekki um ÖLL ÞAU LITLU OG METNAÐARFULLU SPROTAFYRIRTÆKI sem eru að REYNA AF FREMSTA MEGNI AÐ BRJÓTA sér LEIÐ OG FESTA RÆTUR Í ÞEIM GRÝTTA JARÐVEGI SEM ÞAU BÚA VIÐ Í DAG.
Ef sú mynd sem ég vísaði í hér að ofan hefur farið framhjá ykkur ráðlegg ég ykkur endilega að skoða hana því hún laðar fram stolt okkar og auðmýkt og hugsið ykkur bara þessi staður er bara einn af mörg hundruðum slíkra staða á landinu öllu.
Megi dagurinn færa ykkur góða færð í umferðinni og passið ykkur að flýta ykkur ekki um of fyrst veðurguðirnir komu nú loksins með dágóðan snjó á þessum vetri. Megi allar góðar vættir vernda ykkur og gæta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2010 | 22:36
Hvert stefnir þessi guðsvolaða þjóð???
Þá er önnur erfið útför að baki og vonandi verða þær ekki fleiri í bráð og helst aldrei. Hversu mörg ungmenni ætlu séu hrifin á brott vegna eiturfýknar og sjúkdóma sem rekja má til neyslu ? Höfum við efni á að missa börnin okkar barnabörn, systkyni og aðra ástvini á þennan hátt. Á síðustu 20 árum hefur fýkniefnaalda flætt yfir landið á ógnarhraða og sér í lagi síðustu 10 árin og fylgjum við í kjölfar þjóða á borð við Holland, Finnland og Spán, sem eru þó skrefi á undan okkur
Bloggar | Breytt 20.2.2010 kl. 06:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.2.2010 | 22:36
Mjá mjá mjá mjá ekki kattardúettinn heldur bara
Þá er komið að því að gleðigjafarnir fari til nýrra heimkynna og þessa vegna leita ég nú til ykkar kæru vinir. Þetta eru alveg ómótstæðilegir gullmolar sem munu færa eigendum sínum ómælda gleði og gæðastundir og þar sem ég er nú búin að grufla upp hvernig setja á myndir inn (sem auðvita er svo sára einfalt eins og alltaf þegar maður kann það) Ég er kallaður Klói vegna þess að þegar lítill (enn minni) þá var ég alltaf að festa klærnar í öllu og mamma (sú tvífætta) þurfti alltaf að vera að hjálpa mér að losna. Ég er lang rólegastur af systkynunum og alger ljúflingur.
Hér er ég ásamt Perlu systur og Káts bróður, ég man nú ekki á hvað við vorum að horfa en það hlýtur að hafa verið eitthvað afar merkilegt.
Þá er komið að mér, ég er kallaður Kátur enda er ég alveg ótrúlega kátur og skemmtilegur eins og við raunar öll systkynin, á þessari mynd er ég að gera tilraun til að vera á maganum og bakinu bæði í einu.
Hérna er ég aftur á móti að æfa feluleik sem fellst í því að halda fyrir annað augað í von um að þá sjái mig enginn en ég held að það sé ekki alveg að virka eða hvað?
Þó ég sé minnstur(eða kannski þess vegna) þá er ég samt mesta matargatið og er alltaf í matarleit og stundum ef þjónustan er slök þá reyni ég bara að redda mér sjálfur eins þið sjáið hér.
Þá er komið að mér, ég er eina stelpan í hópnum og er afar sérstök og mér er sagt að ég minni dálítið á mink eða ref, ég er líka með afar sérstakan snöggan feld og er mikill spekingur og alveg gullfalleg og afar sjálfstæð og bauka mikið ein.
Og svo að lokum þá er það ég og ég er kallaður Keli og ber það nafn með rentu enda afar kelinn þegar ég vil svo við láta. Ég þyki einstaklega fallegur afar sjaldgæf litablanda og ég heilla alla upp úr skónum
Hér flatmaga ég á bakinu mér finnst það voða gott ef einhver nennir að klóra mér eða leika við mig.
Ég er líka mjög glúrinn á tölvu (eins og Kátur bróðir líka) og við höfum afrekað það tvisar sinnum að setja bloggfærslu í birtingu sem var bara uppkast og ég veit að með meiri æfingu getum við gert ýmis stórvirki í tölvuheimi, það versta er að við fáum svo lítið að æfa okkur, það eru nefnilega ekki allir alveg sáttir við okkar störf.
Bloggar | Breytt 22.2.2010 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)