Maður er nánast kjaftstopp og þarf þó nokkuð til að svo verði

Ég hef reynt að sitja á mér varðandi ,,SKÝRSLUNA,, enda hafa all flestir bloggarar tjáð sig um málið, en eins og sagt var þá er góð vísa aldrei of oft kveðin og því læt ég vaða.

Ekki það að ég vilji á nokkurn hátt lofa innihaldið eins og góða vísu, enda meira í anda spennu eða hrollvekjustíl. Eftir því sem maður les meira og heyrir um innihald hennar minnir það mig einna helst á bland af Simpson og sápuóperunni Dallas nema bara hvað grínið skipar stóran þátt í  Simpson og síðan í Dallas voru spilltir og valdasjúkir fjárglæframenn (eins og hér)sem létu sér nú ekki allt fyrir brjósti brenna til þess að fá vilja sínum framgengt en voru samt eins og saklausir kórdrengir í samanburði við íslensku útrásaróþverranna og allt það hyski sem steig dansinn með þeim.

En stóri munurinn er samt sá að spillingin í sápunni náði kannski til eins þingmanns og örfárra aðila meðal ráðamanna þar en hér aftur á móti eru kannski örfáir innan stjórnsýslunnar sem EKKI tengjast spillingunni Það er alveg sama hvar mann ber niður alstaðar eru endalausir og botnslausir forarpyttir og það merkilegast er að enginn af öllum þeim fjölda sem voru yfirheyrðir játaði ENGINN af öllu hyskinu að hafa gert mistök hvað þá að það hafi haft minnsta grun um hvað hafi verið í gangi. Er það ekki skylda þingmanna, þeirra sem gegna trúnaðarstörfum  í umboði þjóðarinnar að axla þá ábyrgð að vinna að heilindum fyrir sauðsvartan almúgann en ekki bara nokkurra gerspilltra glæpamanna.

Hversu djúpt niður liggur óþverrinn ?? við vitum um alla helstu ráðamenn þjóðarinnar s.s. ráðherra, megin þorra þingmanna, ráðuneytisstjóra,  seðlabakastjórana, fjármálaeftirlitið og svo mætti lengi telja og maður spyr sig hvort það hafi náð til löggjafans og dómstóla réttarkerfisins líka ?? 

En það sem er allra verst er að það er ekkert verið að vinna að úrbótum, ekki á  nokkurn hátt, þjóðinni blæðir út meðan stjórnvöld sitja bara í sandkassanum sínum og slást og rífast um hver mokaði hvaða haug og hver eigi hvaða skóflu og á meðan fer dýrmætur tími sem þau ættu að vera að nota til þess að reyna að stöðva blæðinguna og að fara að sinna því starfi sem þau voru kosin til þ.e. að standa vörð um hag heimilinna í landinu og vinna að vegferð okkar en ekki öfugt. En það er akkúrat það sem þessi stjórn gerir ekki, þess í stað hleður hún stöðugt meiri og meiri byrðum á bak þeirra sem minnst meiga sín.

En nei það bólar ekkert á slíku og maður sér ekki fram á að þau geri NOKKURN tíma NEITT í þá veruna. Manni er svo gjörsamlega misboðið að maður á vart orð til að lýsa því, svo voru nú mörg þessi orð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hulda fyrir góðan pistil.

Kjarni málsins er að hlutirnir voru engan veginn í lagi hér og aðeins örfáir stóðu upp úr og andæfðu ástandinu.  Það segir ofboðslega mikið að þegar fólki gafst tækifæri til að taka þátt í veislunni, þá sagði enginn Nei, en margir stóðu í biðröð við að komast inn í veisluhúsið.

Og það segir allt sem segja þarf að það skyldu allir flokkar hafa reynt sitt ýtrasta að komast í stjórn með íhaldinu eftir kosningar 2007.  Og allir fjölmiðlamenn með tölu, reyndar nema þeir á Speglinum, tóku þátt í eineltinu gagnvart Ögmundi Jónassyni, a la Marteini Mosdal.  

Hlutur fjölmiðla er einna mestur því það voru þeir sem voru forsöngvarar í veislunni, enda dreymdi þá alla um feit embætti upplýsingafulltrúa.  Og þeir kæfðu niður allar gagnrýnisraddir.

Og í dag skilja þeir ekki að meginhlutverk núverandi stjórnvalda, gjörsamlega óháð hvaða flokkar mynda þau stjórnvöld, er að "reyna að stöðva blæðinguna og að fara að sinna því starfi sem þau voru kosin til þ.e. að standa vörð um hag heimilinna í landinu og vinna að vegferð okkar en ekki öfugt".

Takk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2010 kl. 07:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill Hulda, ég er þér mjög sammála.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll bloggvinur, gott hjá þér að minna mig á þátt fjölmiðlanna þeir gleymdust alveg í upptalningunni hjá mér hér að ofan. Þeir bera líka gríðar mikla sök og tóku ljóst og leynt þátt í þeim tryllta dansi sem stíginn var. Það virðast allt og allir hafa verið falir fyrir peninga og eða feit og þægileg sæti.

Þakka þér  innleggið og álitið það er alltaf hvetjandi að fá viðbrög við skrifum sínum     

Hulda Haraldsdóttir, 20.4.2010 kl. 14:15

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk fyrir það Ásdís mín kær

Hulda Haraldsdóttir, 20.4.2010 kl. 14:16

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Hulda.Þinn pistill er sem aðrir pistlar góðir og hitta,alltaf í mark.

Það sýnir hug þessara manna,sem eiga stjórna málum þjóðarinnar,er þeir lýsa því yfir að allt það,sem þau aðhöfðust eða gerðu ekki neitt,væri bara allt í lagi.Það virðist vera bara eitt í huga þeirra er að heimta hærri laun,vegna þess að ábyrgð þeirra,er svo mikil.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.4.2010 kl. 20:30

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir góðan pistil. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.4.2010 kl. 21:10

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæri Ingvi,  bestu þakkir fyrir innleggið

Hulda Haraldsdóttir, 21.4.2010 kl. 20:45

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk mín kæra Jóna, saman erum við máttug og sterk

Hulda Haraldsdóttir, 21.4.2010 kl. 20:46

9 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Það sem er lagt á bæði öryrkja og aldraða er svívirðilegt, hærri skattar og lægri tekjur frá TR.

Magnfreð Ingi Ottesen, 23.4.2010 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband