Viðurtsyggilega framkoma, lítilsvirðing og skítlegt eðli ég er svo reið að ég næ...

Já bara hreinlega ekki upp í nefið á mér. Ég er svo öskureið Angry og mér er svo gróflega misboðið að það liggur við að ég urri,  hingað til hef ég eingöngu hvæst en nú dugir það einfaldlega ekki lengur. Angry Ég á vart orð til lýsa fyrirlitningu minni og viðbjóði á eiganda/eigendum  húseignarinnar að Hverfisgötu 28 sem brann í byrjun þessa árs en eins og þið sem lesið bloggið mitt vitið þá bjargaðist sonur minn en ekki tókst að bjarga vini hans og fórst hann þar.

Eigandi hússins er Festar ehf sem er í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameistara og var fyrrgreint hús aðeins eitt af mörgum í hans eigu. Aðrar fasteignir í hans eigu eru t.d.  Laugarvegur 17, 18, 19, 19b, 20, og 21. Hverfisgötu 26, 27, 28, 29, 30, 31, 32, 32a, 32b, 33, og 34, Klapparstíg 28, 29, og 30, Smiðjustíg 4, 4a, 5, og 6,  Eins er tenging á milli Byggingafélagsins Strýtusels og Festa og bætast þá við húseignirnar að Laugarvegi 23, og 27a, og 40, Síðan er það Hverfisgata 40(lóðin), 42, og 44, Klappastíg 29 og 31.t.d. 

Ég hef hingað til ekki skrifað eða birt níð um ákveðna nafngreinda einstaklinga, en nú er komið að því vegna þeirrar auvirðilegu  framkomu og lítilsvirðingu sem hann sýnir bæði fyrrum leigjendum sínum en þó fyrst og fremst framkomu hans við foreldra og fjölskyldu þess unga manns sem dó.  Enda að mínu mati bar þessi maður mikla ábyrgð á því hvernig fór. 

Þetta lítilmenni hefur aldrei talað við foreldra þessa unga manns sem fórst, ekki einu sinni samúðarkveðju  hvað þá annað, hann hefur ekki heldur séð sóma sinn í því að endurgreiða þeim fyrirfram greidda húsaleigu eða tryggingafé sem lagt var fram við upphaf leigusamnings.

Eins set ég spurningamerki við það að þetta hús hafi verið að minnsta kosti það 3ja í röðinni sem hefur brunnið hjá þessum sama eiganda. 

Hann hefur ekki heldur látið hreinsa til í rústunum eða reynt að loka húsinu, sem er náttúrlega alveg með ólíkindum að þess sé ekki krafist af borgareftirliti, heilbrigðiseftirliti svo eitthv. sé nefnt. Eins og það að missa son sinn og allar hans eigur sem hafa náttúrlega gríðarlega mikið tilfinningalegt gildi, heldur þurfa þau líka að horfa á brunarústir eigna hans sem búið er að gramsa í og láta greipar sópa, fyrir utan það að þurfa að sjá  t.d. hálfbrunnin blöð úr bókum hans ásamt fleiru fjúka á víð og dreif um allt. 

Það er ólýsanlega sárt fyrir fjölskylduna að horfa uppá og þola í ofanálag þá lítilsvirðingu og niðurlægingu sem þeim er sýnd.

En því miður kemst ég ekki lengra í bili en mun halda áfram með þetta sem allra fyrst.

    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þó að mig skorti forsendur til að tjá mig frekar um þessi mál, þá er þetta alveg skelfileg lesning. Þarna hlýtur að vera eitthvað í gangi sem þarf að athuga nánar.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 06:39

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ekki framkoma, sem heiðvirðir menn myndu sýna samborgurum sínum, að ekki sé talað um viðskiptavinum sínum, í þessu tilfelli leigjendum og aðstandendum þeirra, nágrönnum og umhverfi.  Eins og Hildur Helga segir, hlýtur þarna að vera eitthvað á ferð, sem athuga þyrfti nánar.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elsku Hulda. Þetta er hræðilegt, minnir á snjóflóðin fyrir vestan þegar íbúarnir sem urðu verst úti voru að lýsa framkomu þeirra sem mokuðu yfir húsin eftir flóð.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2010 kl. 11:06

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

ótrúleg lesning þetta og óhugnanleg,þetta verður að skoða betur,manni verður bara ýlt af svona skuli vera til!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.3.2010 kl. 11:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er reyndar ekki sambærilegt við snjóflóðin fyrir vestan, því það sem þar var um að ræða var að það þurfti að opna veginn gegnum þorpið.  Þó ég ætli ekki að réttlæta þann gjörning, og hefði mátt betur standa að.  Þarna er um að ræða þvílíka lítilsvirðingu gagnvart lífi og fólki að mann setur hljóðann.  Það er greinilegt að þessi skepna hefur keypt upp hús í þeim tilgangi að byggja ný á lóðum.  Ætli hann hafi ekki látið kveikja í þessum húsum sem hafa brunnið.  Það ætti að rannsaka það hvort hann eigi þátt í því.  En bölvaður veri mannvera sem hagar sér svona. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2010 kl. 17:14

6 Smámynd: Magnfreð Ingi Ottesen

Segi bara sama og hin hér fyrir ofan mig. Það er ekki eðlilegt að menn komi svona fram við samborgara sína.

Magnfreð Ingi Ottesen, 26.3.2010 kl. 18:29

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þar kom að því, NÚ ER ÉG ALVEG ORÐLAUS!!!!!!

Jóhann Elíasson, 26.3.2010 kl. 21:44

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Gætu verið tengsl á milli spilltasta borgarfulltrúans í reykjavík (Frammarans) og þessa manns. Ekki þætti mér það ólíklegt.

Sveinn Elías Hansson, 26.3.2010 kl. 23:25

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er þessi maður ekki leppur fyrir Björgólf Thor?  Ég hélt að Samson hefði verið að kaupa allar eignirnar á þessum reit. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2010 kl. 00:49

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Hildur, takk fyrir innlitið, álitið og vináttuna.  Já ég vildi svo sannarlega að þetta mál verði grandskoðað og rannsakað af hlutlausum aðilum (þ.e. ef það fyrirfinnast slíkir aðilar) því þetta er á engan hátt eðlilegt. 

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 05:24

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæru Axel, Ásdís, Halli,  og Magnfreð, Þakka ykkur öllum stuðninginn og innlitið það er mér mikils virði.

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 05:29

12 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ásthildur mín kær, Því miður þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér bæði varðandi kaupin á þessum eignum og einnig varðandi íkveikju þeirra. Mér finnst það líka með öllu óskiljanlegt af hverju þessi mál eru ekki rannsökuð ofan í kjölinn og eins á ég erfitt með að skilja af hverju fjölmiðlar fjalla ekki um þessi mál, en svona er Ísland í dag eða hvað ?  þakka þér ævinlega innlegg þín,  

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 06:17

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæri Jóhann, þar kom að því..... þakka innlitið 

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 06:21

14 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Njóli, það skyldi þá ekki vera ?? takk fyrir innleggið

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 06:23

15 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Jóna,  ég held ekki en auðvita er þetta sjálfsagt meira og minna krosstengt og mun ég fara betur gegnum það á næstu dögum, mínar bestu þakkir fyrir innlitið og álitið

Hulda Haraldsdóttir, 27.3.2010 kl. 06:30

16 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Kæra Hulda.Ég skil reiði þína.Allt kerfið,er svo seinvirkt,að svona atburðir,fá ekki endanlega niðurstöðu fyrr en hún verður firnd,gagnvart gerendum,á kostnað þolendum.Tryggingafélögin bíða niðurstöðu rannsóknar,þar að skilmálar geta verið svo margvíslegir,að enginn almennur borgari,getur ekki gert sér grein fyrir því,hvað er bætt og hvað ekki.Því teldi maður að tryggingafélögin ætti að leggja til eftirlit á brunarústum og sjá um að þær yrðu girtar af.Hulda mín,ég áður skrifað á blogg þitt mínar skoðannir um atburð þennan,og tek því undir með þér,að hér þarf að gera breytingar á hinu seinvirka kerfi,þannig að aðilar gert upp atburðinn í hug sínum og horft fram á veginn.

Ingvi Rúnar Einarsson, 28.3.2010 kl. 10:15

17 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Órtúleg lesning og furðulegt að ekki hafi farið meira fyrir þessu í fjölmiðlum. Hins vegar segi ég eins og Jóna. Þetta er allt í eigu þeirra Björgúlfsfeðga.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.3.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband