Agndofa yfir fegurð landsins okkar

Það var ekki laust við að ég fylltist lotningu og auðmýkt við að horfa á mynd sem prýddi forsíðu mbl. s.l.  miðvikudag, af Breiðamerkurjökli þvílík fegurð og mikilfengleiki. Þarna liggur okkar auður, stórfengleiki náttúru okkar hefur svo mikla sérstöðu og er svo einstök að það er ekki spurning um það í mínum huga að ferðamenn allstaðar í heiminum eru tilbúnir að greiða mjög háar fjárhæðir til skoða þessar auðlindir okkar. Ég sjálf er alin upp við rætur Ásbyrgis, Hljóðakletta, Vesturdals og Dettifoss sem nú er orðið að Þjóðgarðinum í Jökulárgljúfrum og þar tók maður inn ástina á landi og þjóð sem hefur fylgt mér gegnum lífið.

Ég naut líka þeirra forréttinda þegar ég var barn að fá að þvælast öll sumur um allt land með afa og ömmu og kynntist þannig öllum landshlutum og það var varla sú þúfa til á landinu sem þau ekki þekktu og ég bý að þeim fjársjóði um alla tíð og sæki í þann minningabanka það sem ég á ólifað. 

Mér er líka afar minnisstætt hvað bæði þau og svo mamma lögðu mikið upp úr því að við ættum að þekkja landið okkar og það væri nánast skylda að skoða okkar land áður en maður færi að skoða önnur lönd.

Ég verð nú samt því miður að viðurkenna það að mér finnst mín kynslóð þ.m.t. ég ekki hafa verið nægilega dugleg að skila þessari ættjarðar ást til okkar barna.   Eins  mér finnst alltaf ósköp dapurlegt að hlusta á útlendinga sem bæði hafa komið hingað og einnig aðra sem hafa eingöngu lesið um landið okkar eða kynnt sér á annan hátt og þekkja perlur Íslands betur en við sjálf, þó svo hinn sami íslendingur hafi ferðast um allar álfur heimsins en aldrei komið eða heyrt af t.d. Ásbyrgi.

Ég er alls ekki alfarið á móti stóriðju og orkufrekum iðnaði en allt er best í hófi og ég held að nóg sé komið af því og kvótinn í þeim efnum sé að verða fullnýttur.

Við þurfum að standa vörð um landið okkar og og nýta okkur þær gríðarlegu auðlindir sem felast í náttúru okkar og tækifærum samhliða því og skapa þannig dýrmætar gjaldeyristekjur. Möguleikarnir eru alveg óteljandi á þessu sviði, en allt er þetta samt háð því að við FÁUM FÓLK MEÐ FULLU VITI TIL AÐ STJÓRNA LANDINU, og losnum við ÞAÐ GJÖRSPILLTA PAKK SEM ER BÚIÐ AÐ SVÍVIRÐA OKKUR BORGARANA OG NAUÐSVELTA OG ERU NÚ AÐ  KREISTA TIL SÍÐASTA DROPA ÞAÐ SEM EFTIR ER AF LITLU OG FRAMSÆKNU FYRIRTÆKJUNUM kallar fram gera þeim ÓKLEYFT að starfa svo ég tali nú ekki um ÖLL ÞAU LITLU OG METNAÐARFULLU SPROTAFYRIRTÆKI sem eru að REYNA AF FREMSTA MEGNI  AРBRJÓTA sér LEIРOG FESTA RÆTUR Í ÞEIM GRÝTTA JARÐVEGI SEM ÞAU BÚA VIÐ Í DAG. 

Ef sú mynd sem ég vísaði í hér að ofan hefur farið framhjá ykkur ráðlegg ég ykkur endilega að skoða hana því hún laðar fram stolt okkar og auðmýkt og hugsið ykkur bara þessi staður er bara einn af mörg hundruðum slíkra staða á landinu öllu.

Megi dagurinn færa ykkur góða færð í umferðinni og passið ykkur að flýta ykkur ekki um of fyrst veðurguðirnir komu nú loksins með dágóðan snjó á þessum vetri. Megi allar góðar vættir vernda ykkur og gæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Hulda.Við lestur pistil þinn,fyllist maður stolti og hamingju með það,að vera fæddur til þessa lands.Vitandi þess,að það hefur svo margt upp á að bjóða,sem flestar þjóðir öfunda okkur af.

Föðurlandsvinir gera sér grein fyrir því,hvað þeir eiga.Og njóta þess með stolti.en svo eru til föðurlandssvikarar,sem eru tilbúnir að fórna öllu,til að fá einhverja ímyndaða góðra lífskilyrða.Þeir hamast við,að segja að það fólk,sem er ekki tilbúið að fórna landinu,fiskimiðunum,orkunni fyrir slíkra skilyrða,sé haldið þjóðarembing og þess háttar kvillum.

Engin veit hvað átt hefur,fyrr en misst hefur.

Hulda .Guð geymi þig.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.2.2010 kl. 14:41

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Einu sinni heimsótti amerísk kunningjakona okkur hjónin ásamt dóttur sinni. Við fórum með þær í dagsferð upp á Akranes. Þetta var fyrir göng. Á leiðinni dáðust þær hástöfum að fjallahlíðunum, kindum á beit í villtri náttúru (og gerðu sér grein fyrir að það væri ástæða þess hve íslenska lambakjötið er gott) og dökkum skýjum sem spegluðust í Hvalfirðinum ásamt mörgu fleiru. Mér leið eins og ég hefði fram að þessu ekið Hvalfjörðinn með bundið fyrir augun. Það er hart að þurfa útlendinga til að benda okkur á fegurð landsins okkar.

Magnús Óskar Ingvarsson, 26.2.2010 kl. 16:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Landið er fagurst og flott, og fannhvítir jöklanna tindar Hulda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2010 kl. 17:16

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef séð minna af Íslandi en tveir góðir vinir mínir sem eru Finnar, þau hafa komið hingað ár eftir ár og ferðast út um allar trissur..  Ég hef aldrei komið austur fyrir Skógarfoss, og fyrir norðan hef ég aldrei komið austur fyrir Akureyri.  Ég var kaupakona í sveit þegar mamma og pabbi fóru hringinn árið 1974.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2010 kl. 00:08

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér Hulda mín, sé það hefur verið svipað hjá okkur, ég ferðaðist mikið og þekki landið vel, þó svo ég hafi ekki enn komið til Vestmannaeyja eða vestur, á það bara eftir.  Landið okkar er það besta í heimi. Hafðu það gott

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2010 kl. 13:26

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæru vinir öll hér að ofan ég þakka ykkur öllum góð innlegg ykkar og þó ég sé því miður oft svona sein að svara ykkur þá þykir mér afar vænt um þau.  Ingvi já ég hef nú heyrt það annað veifið að ég sé með þjóðarrembing en þá verður bara svo að vera.  Magnús já en svona er það nú oft maður kann oft ekki að meta það sem maður sér oft t.m. fegurð Hvalfsfjarðar og oft enn síður ef það er frítt því miður  Hár rétt Ásthildur landið er fagurt og frítt.... alveg ólýsanlegt.   Jóna mín kær, vonandi færð þú tækifæri til að skoða landið okkar og helst enn betur en Finnsku vinir þínir því landið hefur uppá svo ótal margt að bjóða sem er bæði einstakt og stórfenglegt.   Kæra Ásdís, alveg innilega sammála þér  

Hulda Haraldsdóttir, 2.3.2010 kl. 05:40

7 identicon

Gòd grein Hulda og sönn. Eins og thù kemur innà maetti fòlk fara ser haegar og vera medvirkara um umhverfi sitt. Fallegt er à Islandi en èg tel ad öll lönd eigi sinar perlur.

Var staddur i Grimsnesinu fyrir nokkrum àrum, stoppadi mig ungt par ùr Rvik um tvitugt og spurdi ;hvar er Laugarvatn!!!!;

sammàla thèr med rikisstjòrnina EN eigum vid eitthvad betra??????        Gòda kostningahelgi.       

Kvedja ad sunnan.    Gulli

gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 07:43

8 Smámynd: Ómar Ingi

Awwww 

Ómar Ingi, 6.3.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband