Hvert stefnir þessi guðsvolaða þjóð???

Þá er önnur erfið útför að baki og vonandi verða þær ekki fleiri í bráð og helst aldrei.  Hversu mörg ungmenni ætlu séu hrifin á brott vegna eiturfýknar og sjúkdóma sem rekja má til neyslu ? Höfum við efni á að missa börnin okkar barnabörn, systkyni og aðra ástvini á þennan hátt. Á síðustu 20 árum hefur fýkniefnaalda flætt yfir landið á ógnarhraða og sér í lagi síðustu 10 árin og fylgjum við í kjölfar þjóða á borð við Holland, Finnland og Spán, sem eru þó skrefi á undan okkur  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að eiga ættingja í neyslu er óhugnanleg reynsla, það þekkja þeir einir til fulls, sem reynt hafa. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.2.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég veit satt að segja ekki hvað við getum gert til að fá fólk aka ráðamenn til að opna augun og sjá að þetta einfaldlega gengur ekki.  Frétti af ungri stúlku sem fór nýlega svona og það var auðvitað mikil sorg hjá aðstandendum.  Málið er að sumir foreldrar eru brotnir fyrir, og þurfa líka aðstoð þegar svona kemur fyrir.  Faðir þessarar þurfti að komast inn á L133, það var ekki hlaupið að því, sem betur fer átti hann hauk í horni sem gat komið honum þangað inn. 

Málefni fíkla eru í algjöru lamasessi því miður.  Og núna er efnahagsástandið notað til að vísa þeim frá.  Ég hef stundum lagt til að hér yrði haldinn ráðstefna um málefnin fíkla og aðstanenda, þar sem allir aðilar sem koma að málinu væru fengnir til að tjá sig.  Sá listi er langur, læknar, geðlæknar, sálfræðingar, meðferðarfulltrúar, félagsmálastofnanir, lögregla, dómarar, fangelsisfulltrúar, innheimtuaðilar,  aðstandendur og fíklar bæði virkir og óvirkir.  Þetta mál nær inn á næstum öll mannleg samskipti.

Ef okkur tækist að koma á slíkri ráðstefnu þá myndi ýmislegt gagnlegt koma í ljós.  Margt sem þessir aðilar geta lært af hvor öðrum í umönnun og björgun unga fólksins okkar sem stendur örvæntingarfullt og ráðalaust í neti fíknarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Legg þú á djúpið,

þú sem enn ert ungur,

og æðrast ei,þótt straumur lífs er þungur,

en set þér mark og mið.(M.Joch).

Þetta erindi,mátti lesa í skeytum til fermingarbarna.Æskan þrýtur og barnið þarf að taka stefnu til þess,sem lífið hefur upp á bjóða.En þó að börnin hafi framtíðardrauma,er það viðkvæmt fyrir öllu mótlæti.Brautin er breið,og margir eru í samfylgd.Það er lán hvers og eins að hafa gott samfylgdarfólk með sér,sem styður við hann,þegar einhvað vill út af bregða.Annars getur hver sem er lent út í kant,þar sem að árar myrkvahöfðingan,leitast við að grípa hann.

Það er skylda okkar samfylgdarmanna, að koma í veg fyrir,að þetta hendi nokkurn mann,en ef svo verður,verðum við öll,hvort sem við séum af fjölskyldu viðkomanda eða ekki,að hjálpast við að bjarga viðkomandi inn á rétta braut.Því ef ekki er gert neitt í málinu,er hætt við að sífellt fleiri lendi klóm áranna.Hulda mín,þín varnaðarorð eru aldrei of oft endurvakin.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.2.2010 kl. 21:18

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Axel,  ég veit það, þakka innlitið kæri vin

Hulda Haraldsdóttir, 22.2.2010 kl. 23:07

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Ásthildur, það þekkja víst fáir þessi mál eins vel og þú. Það er náttúrlega alveg með ólíkindum að þeir sem ráða yfir þessum málaflokki skuli ekki hafað haldið svona ráðstefnu fyrir löngu síðan. Það er búinn að vera sami söngurinn í ráðamönnum í áravís, aldrei hafa verið til peningar til bjarga börnunum okkar bæði fyrir og eftir kreppu. En það er alveg sama við hvern maður talar allir vilja að þessi mál fái forgang og vilja sjá mun meira fjármagn úr sameiginlegum sjóðum okkar fara til þessara mála, en það er nú með þetta eins og flest önnur mál það er ekkert hlustað á okkur og okkar vilja. En það er því miður líka okkur að kenna því gætum haft meiri áhrif ef við stæðum saman en því miður er það ekki okkar sterkasta svið. Þakka þitt góða innlegg.  

Hulda Haraldsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:10

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Minn kæri Ingvi, Þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér varðndi allt hér að ofan.  Vandinn varðandi  samfylgdarmennina eins og ég sagði við Ásthildi er sá að öryggisnetin sem eiga að grípa viðkomandi þegar hann fellur ýmist virka ekki eða eru stór götótt.  Þakka þér þitt góða álit. 

Hulda Haraldsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband