Álfa og Englaspeki dagsins

Kæru vinir,

 Ég ætla að byrja á að þakka ykkur góðar kveðjur þær létta bæði andann og efnið.  Það hlýjar líka að hjartarótum að vita að fallega sé hugsað til manns  Joyful

En þá er það speki dagsins og hún hljóðar svo : 

Whether or not a black cat means disaster,

depends on whether you are a person or mouse.

sem er eitthv á þessa leið :  Það hvort svartur köttur boði ógæfu eður ei

veltur á því hvort þú ert maður eða mús.

Megi þið svo öll eiga yndislegan dag fylltan hamingju og gleði  Whistling


Engla og Álfa Vinakveðja

Halo Sælir allir mínir ljúfu vinir,

Þar sem varla nokkur sella (sem þó er eftir) í kollinum virkar þessa dagana þar sem ég á einhvern óskiljanlegan hátt náði mér í þessa frægu svínaflensu og akkúrat þegar ég hélt hana á undanhaldi kom hún aftan að mér lævís og svikul og náði að hreiðra um sig og verða að slæmri lungnabólgu en ekki ætlaði ég mér nú að væla yfir því enda verður henni mætt af fullri hörku og hent út.  

 Svo til þess að ég skrifi nú ekki tómt bull í hálfgerðu óráði  (eða kannski er ég bara skárri svona ?? þá ætla ég að deila með ykkur Engla og Álfaspeki sem er upprunnin frá stórkostlegri listakonu bæði í anda og efni sem heitir Sulamith Wulfing og hefur hennar boðskapur og speki oft orðið mér til hughreystingar og hversu mikilvægt það er að leita inná við og upp þegar eitthvað bjátar á.

Svo vinir mínir nú ætla ég að deila með ykkur það sem ég kalla bara speki dagsins og fyrir daginn í dag(þ.e.24.09) og hún hljóðar svo :

 : The moment you are following sombody else, you are no longer following truth.   þýð. Það andartak er þú ferð að fylgja öðrum þá hættir þú að leita sannleikans   (fylgja sannleikananum) Ég ætti nú kannski ekki að vera að reyna að þýða þetta en vonandi takið þið  viljann fyrir verkið. Sick


FORGANGSRÖÐ JÓHÖNNU OG CO

Ég get nú ekki orða bundist varðandi Jóhönnu nokkra sem er víst sitjandi forsætisráðherra sem að vísu manni þykir frekar ótrúlegt vegna þess hversu lítið hefur borið á henni eða réttara sagt hefur manni fundist hún fara huldu höfði og verið á flótta undan fréttamönnumaðilinn  ísl. sem og erl. og raunar undan allri þjóðinni og ég held að það sé álit meirihluta þjóðarinnar,

Það er gjörsamlega ólíðandi að sú manneskja sem gegnir æðsta embætti lýðveldisins hagi sér á þennan veg og minnir einna helst á framferði strútsins að því leytinu til að strúturinn stingur höfðinu í sandinn og heldur að enginn sjái hann ekki þar sem hann sjái engan en Jóhanna aftur á móti grefur sig alla í sandinn og treystir því að ef hún sjáist ekki þá muni fólk gleyma  aðgerðarleysi hennar.

Þessi fróma kona svaraði fréttamann því í gær er hann spurði hana beint út hvort hún væri á flótta undan erlendum fréttamönnum (sem hafa kvartað opinberlega undan því að ekki væri hægt að fá hana í viðtöl) og svar hennar var að hún eins og allir aðrir hefði bara 24 tíma í sólarhringnum (sem kannski er það eina sanna sem komið hefur frá henni lengi) og því verði hún að forgangsraða hlutunum.

Mér er spurn hvað ætti að vera MIKILVÆGARA en að koma fram og skýra stöðuna, koma fram sem leiðtogi sem ber hag landssmanna  fyrir brjósti, vera sýnileg og kynna stefnu stjórnarinnar og blása landanum kjark í bjóst.

Það eina sem hefur komið frá henni er endalaus söngur Evrópusamsvikamyllu. Hugsið ykkur bara nú þarf að fjölga starfsmönnum innan sennilega nokkurra ráðuneyta til þess að lesa yfir og svara yfir 2000 spurningum varðandi ESB umsóknina fyrir 16 nóv.(ég held ég fari rétt með)

Já það þarf auðsjáanlega ekki að spara innan stjórnsýslunnar það á bara spara útgjöld sem snúa að smælingjunum í þessu landi og þeir ásamt millistéttinni eiga síðan að borga og blæða.

Jóhanna sem alla sína tíð í pólitík hefur  þóst bera hag litla mannsins fyrir brjósti og með slíkum lygum komst hún á þann stað sem hún er í dag hefur reynst lítilmaganum ver en nokkur annar þjóðarleiðtogi í sögu lýðveldisins.

Ég segi nú ekki annað en það að Guði sé lof að frú Jóhanna hefur ekki fleiri en 24 tíma í sólarhringnum því það takmarkar þá allavegana þann tíma sem hún og hennar lið allt innan stjórnarinnar hafa til að vinna þjóðinni tjón. 

Svei svikurum og landráðamönnum sem eru í forsvari fyrir þjóð sem er að bugast og ráðaleysi stjórnvalda algert


REI EÐUR EI ?????

Sala HS orku til Magma veldur bæði sorg og réttmætri reiði hjá stórum hluta þjóðarinnar að minnsta kosti þeirra sem eiga ekki  hagsmuna að gæta á beinan eða um óbeinan hátt.

 En eins og svo oft áður þá mun þetta nú koma mest niður á þeim sem minnst mega sín, þeirra sem þurfa að borga brúsanna. Fólkið sem nú þegar berst í bökkum og þarf svo að auki að glíma við óvissu um það hvað það verði neytt til að greiða fyrir þessa þjónustu  bæði í nánustu framtíð og einnig til frambúðar þar sem verðið mun verða ákveðið af misvitrum skrif(Finnum) sem sitja á skrifstofum úti í heimi og stendur slétt á sama um skrælingjana hér.  

Ég  hafði nú ekki hugsað mér að reifa þetta mál hér  vegna þess að ég hef ekki kynnt mér málið nægilega vel, enda hefur ekki verið á mörgu að byggja í þeim efnum svona almennt séð í fjölmiðlum. 

Því finnst  mér svo sláandi að allar þær helstu og bestu upplýsingar sem hægt er að nálgast um málið séu  hérna á bloggsíðunum og er ég mjög þakklát ykkur fjölmörgu vinum mínum hér fyrir gott og óbilgjarnt rannsóknarstarf í okkar þágu launalaust og af hugsjón og mættu alþingismenn og raunar allir opinberir starfsmenn þ.m.t. ríkisstjórnin taka sér ykkur til fyrirmyndar, þá yrði  nú betur fyrir okkur komið og það er ástæða  þess að ég ákvað nú að skrifa þennan pistil minn.

Hvað hangir á spýtunni ? Hvað er hvers, ,hvurs er hvað og hver er hvað??  Það sem mér þykir alverst í þessu máli  eins og reyndar  í mörgum málum sem skekja þjóðfélagið í dag og það er skortur á gagnsæi þ.e. hverjir stand raunverulega að baki og tengsl  hverra við hvaða og hvað er viðeigandi eður ei.

Manni líður orðið eins og maður sé staddur í miðri mafíósamynd af verra taginu þar sem maður veit ekki lengur hver er góði gæinn og hver er ljóti karlinn og það er enginn þarna úti sem getur sagt manni satt og enginn sem maður getur treyst. Spillingin er slík og óþverrinn orðinn sem mikill  og í ofanálag þá er fólk orðið hrætt við á tjá sig bæði hérna á bloggsíðum sem og öllum öðrum fjölmiðlum.

Við búum við ástand sem ég hefði aldrei trúað að gæti orðið hér á landi, fólk er að bugast og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér hvað þá næstu vikurnar, mánuðina eða árin.

Sjálf er ég hálf óttaslegin hvað verður t.d. upp á teningnum hjá okkur þegar frysting lána okkar fellur úr gildi á allra næstu mánuðum og afkoma heimilis míns brostin og lánin hafa þrefaldast á húsinu og þó ég sé nú ekki þekkt af því að gefast upp þó að á móti blási þá hriktir illilega í stoðum hjá mér núna eins og því miður alltof mörgum hér í dag. 


Músa músa mús

Nú er haustið komið og fékk óyggjandi sönnun um það í gær.

Blessunin hún Dimmalimm mín sem er ferfætlingur í loðnara lagi af þeirri dýrategund sem við köllum ketti svona í daglegu tali og er að verða fjögurra ára. 

Flestir halda að hún sé af hreinræktuðu skógarkattakyni enda er hún alveg afspyrnu falleg og telur sig sjálfa vissulega eðalborna. En svo er nú ekki hún er bara venjulegur blendingur eða ísl. húsköttur eða bara ísl fjósaköttur eins og þeir eru nú oftast kallaðir,  sem ekki  geta státað af langri ættartölu, þó svo að ég sé nú persónulega á þeirri skoðun að það séu lang skemmtilegustu  og  fallegustu eintökin og oft gríðarlega miklir karakterar líka án þess að ég vilji nú lasta þó hreinræktuðu á nokkurn hátt enda þekki ekki til margra tegunda. 

Þessi prinsessa virðist einnig álíta að við tvífætlurnar á heimilinu  séum hérna gagngert til þess eins að þjóna hennar hátign og létta henni tilveruna á allan mögulegan hátt og er mjög útsjónasöm við að koma því á framfæri hvers hún óskar og láta okkur skilja að  hún eigi dekrið skilið.

 Launin  sem við fáum í staðinn er óborganleg skemmtun af ýmsu tagi og í  formi knúsa og kossa en náttúrlega BARA þegar henni hentar og það aðeins til FÁRRA útvaldra.

Oft hef ég nú velt því fyrir mér hvort kettirnir mínir geri sér grein fyrir því sjálfir að þeir séu ekki af sama kynstofni og við, nú eða þá að þeir telji sig vera skör ofar í virðingastiganum og af æðra kyni en við tvífætlingarnir á heimilinu.

En nú er ég komin langt út fyrir það sem ég ætlaði nú að segja ykkur (eins og mín er von og vísa) þegar ég byrjaði.

Þannig  var að í gær heyrði ég hana spangóla þvílíkt að ég hélt að eitthvað skelfilegt hefði hent hana,  enda hljóðin sem hún gaf frá sér ólík öllum hljóum sem ég hef áður heyrt frá henni. 

Hún er að vísu mjög ræðinn köttur og meira að segja talar hún oft mikið upp úr svefni (sem fær mig nú til að velta því fyrir mér hvort ketti dreymi, sem ég held að hljóti nú að vera miðað við hana sorry enn á ný komin út fyrir málefnið) svo að ég fór fram til þess að athuga hvað væri að og sá hana þá í hnipri undir litlu borði  í stofunni og  hélt helst að hún væri eitthvað slösuð blessunin eða þá að eldri bróðir hennar hefði verið að hrella hana eða að hann hefði komið inn með fugl (sem því miður er búinn að koma með 2 fugla í sumar) og kallaði því í bóndann og bað hann að koma og skoða málið með mér þar sem það er ekki mín sterkasta hlið að glíma við svoleiðis aðstæður, hann kemur og segir strax við mig sérðu ekki músina þarna og benti mér á mús sem lá rétt hjá Dimmalimm sem leit nú út alveg eins og leikfangamýsnar á heimilinu og ég gat ekki séð betur en að hún væri steindauð,  bóndinn náði í kúst og fægiskóflu og sópaði músinni upp í skófluna og þá kom í ljós að hún var sprelllifandi og miðað við óhljóðin mátti ekki á milli sjá hvor væri óttaslegnari kötturinn eða músin.

Og eins og allar góðar sögur þá fékk hún farsælan endi músin komst hin sprækasta út í haga aftur og kisa fékk kakómjólk og fékk sér svo góðan lúr.


Óábyrg eða bara heimsk ???

Ég hafði nú hugsað mér að reyna að vera á jákvæðari nótunum þessa dagana, en þá kemur  náttúrlega eitthvað uppá sem verður til þess að ég verð að blása dálítið út.

Ég var t.d. að velta fyrir mér hvaða viðbrögð ég myndi fá hjá útibústjóra þess banka sem ég er í viðskiptum við ef ég færi fram á að hann myndi afskrifa stærsta hluta skuldar minnar við bankann og jafnframt tjá honum að það væri náttúrlega algerlega ÓÁBYRGT af minni hálfu að ætla að borga þessar skuldir sem ég stofnaði þó til.

Ég er nú ansi hrædd um að mér yrði nú ekki vel tekið, allavegana ekki eins vel og Bjarna nokkrum Ármannssyni enda svo óralangt frá því að ég geti talist hálfdrættingur á við hann.  

Mér þykir bara verst að ég skyldi ekki hafa verið búin að átta mig á því fyrir bankahrunið og kreppuna að í staðinn fyrir að taka nokkrar milljónir að láni til íbúðakaupa hefði ég átt að biðja um í ALLRA minnsta lagi um nokkur hundruð milljónir,  eða það sem virðist hafa verið langbest nokkra milljarða. 

Já það er gott að vera vitur eftir á því svona aular eins og ég fá bara hótanir, ef ekki er greitt á gjalddaga, þó að afborganir hafi tvöfaldast og vel það og það er ekki einu sinni hægt að komast undan því að greiða himinháa dráttarvexti svo ég tali nú ekki um að greiða lögfræðikostnað sem oft er nánast jafnhár (eða hærri) og skuldin sjálf.

Já mikil er nú heimska okkar smælingjanna, eða hverjir sögðu annars þessi frómu orð ,,fólk er fífl ????

Jú mikið rétt þá var verið að tala um samráð olíufélaganna en hvað um samráð bankanna ???

Hvernig í ósköpunum vinna skilanefndir bankanna og fyrir hverja vinna þær ???   Fyrir svikula auðmenn, spillta stjórnmálamenn, fyrir vini og venslamenn, eða erlenda hrægamma sem húka yfir tilbúnir að grípa hverja þá bráð sem þeir komast yfir ??? 

já mér er bara spurn


STEINGRÍMUR ER OG VAR EÐA VAR OG ER ????

Ég eins og sjálfsagt stærsti hluti þjóðarinnar las drottningarviðtal við fjármálaráðherra í helgarblaði moggans, svo ég ætla nú ekki að hrella ykkur lesendur kæru með miklum skrifum um það.  En það vakti athygli mína og er í fullu samræmi við fyrri skrif mín varðandi stökkbreyttan persónuleika Steingríms. þar var hann spurður meðal annars þeirrar spurningar hvort Steingrímur J.  ráðherra væri sami maðurinn  og Steingrímur stjórnarandstöðuþingmaður og hann svarar orðrétt ,, Auðvitað hafa einhverjir gaman að því að spá í hamskipti stjórnmálamanns, eins og þú orðar það. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því en FULLYRÐI að ég er nákvæmlega sami maðurinn og ég hef verið  í LANGAN tíma,,..  já svo var nú það,  flestir aðrir hefðu nú sennilega svarað á þá leið að þeir væru sami maðurinn og þeir hefðu ALLTAF verið, en nei ekki Steingrímur hann er bara heiðarlegur og segir bara satt, svei mér þá ég held nú bara að hann hafi náð í nokkur prik hjá mér við þessa yfirlýsingu sína.  Ójá batnandi mönnum er best að lifa og svona geta menn nú komið manni á óvart.

Jú eitt annað sem þessi öðlingur sagði og það var nú í raun fyrirsögn viðtalsins þar sem hann segir ,,við erum ein fjölskylda þegar á bjátar,, ég velti þessu nú dálítið fyrir mér og verð nú bara að segja það að ef hans skilningur á samhentri fjölskyldu er á þann veg sem stjórnvöld meðhöndla hinn almenna borgara í voru landi núna að þá myndi ég slíta tengslin við þá fjölskyldu.

Enda minnir það mig einna helst á sögu Georg´s Orwell  í bók sinni Animal Farm að allir skulu vera jafnir , en sem breyttist síðan í allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir.

Læt þetta nú duga í bili og óska ykkur öllum alls hins besta.  W00t


Hverjir eiga að borga ??? Hverjir verða eftir ???

Heil og sæl bloggvinir,

Lítill sem enginn tími hefur gefist við tölvuna síðustu dagana en kannski bara eins gott þar sem lítið jákvætt er til að segja en þessu vil ég nú samt koma frá mér

Ég satt best að segja finn varla orð til að lýsa líðan minni núna,þó svo að okkar ástkæra ylhýra búi nú yfir nokkuð góðum orðaforða en ég ætla nú samt að reyna.

Mér líður eins og ég hafi verið svívirt, og verið svipt bæði sjálfræði, og  fjárræði. Mér finnst ég hafa verið höfð að fífli frammi fyrir þjóðum heims.

Mér finnst að búið sé að úthrópa mig sem  fjárglæfrakvendi, sem búið er að setja á alþjóðlega vanskilaskrá.

Það er búið að gera mig að algerum öreiga,  svipta grunninum gjörsamlega undan afkomu heimilisins og með öllu óvíst hvort börnin mín geti haldið námi sínu áfram,  vegna skerðingu námslána hækkandi afborgunum af eldri lánum og vegna hækkunnar skólagjalda,bóka og annarra námsgagna, á meðan möguleikar á vinnu með skóla eru að engu að verða og sá sparnaður sem við foreldarnir ætluðum til þess að styrkja þau í námi er að engu orðinn.

Svo hlustar maður á þessa fígúru sem á að heita fjármálaráðherra lýsa því yfir að okkur sé ENGIN vorkunn að borga icesave reikninginn þvílíkur drullusokkur og landráðamaður sem hann er og ekki er nú betra að hlusta á Jóhönnu sem reynst hefur bæði lævís og svikul og leikið sveimum skjöldum þóst vera talsmaður þeirra sem minna meiga sín en um leið og hún komst yfir völd og að kjötkötlunum þá var öllu slíku hent fyrir róða, hugsjónin og heilindin, (sem sennilega voru bara í orði en ekki borði) horfin eins og dögg fyrir sólu og sá hópur fólks sem kaus hana vegna þessa gefur hún bara puttann enda stendur henni nákvæmlega á sama um smælingjana enda var það eitt hennar fyrsta verk að ráðast gegn þeim. 

Mér finnst þetta lið ekki vera í neinum tengslum við þjóð sína, enda reyna þau ekkert til þess og er auðsjáanlega líka alveg sama, enda enda sitja þau við góða og gjöfula jötu og ég leyfi mér að efast um að þeirra börn eða barnabörn standi frammi fyrir því að verða að hverfa frá námi vegna fátæktar og að öllum líkindum sitja þau auk þess í skuldlausu húsnæði.

Eintómir innihaldslausir frasar og fagurgalar.

Aftur að Steingrími eftir að hann gaf þá yfirlýsinu að okkur væri engin vorkunn að borga fyrir fjárglæframenn og þjófagengi að hann hefði engar áhyggjur við ættum svo gífurlegan mannauð, fólk sem drifið er áfram af dug og dáðum, sem vissulega er rétt en málið er bara það að þetta dugmikla fólk er að stóruum hluta á leið úr landi og hverjir eru þá eftir til að borga brúsann ????  mér er spurn.

Sem dæmi get ég sagt ykkur vinir mínir að um helgina var ég í 50 ára, 40 ára, 20 ára og einu brúðkaupsafmæli já mikil veisluhöld á einni helgi en það merkilega var að svona í fljótu bragði myndi ég giska á að 10% væru búin að taka þá ákvörðun að fara og gera ráðstafanir i þá veru 15-20% væru á fullu við að leita fyrir sér erlendis og munu fara um leið og færi gefst og þar á meðal ég og mín fjölskylda og svo 10-12% sem ætla að sjá til eitthv. lengur.

Þannig að mér er spurn HVERJIR VERÐA EFTIR TIL AÐ BORGA ???????


Nýju fötin forsetans,,,,

Af gefnu tilefni  vegna pistils Jakobínu bloggvini langaði mig að segja nokkur orð um forsetann. Ég fyrir mína parta er mjög vonsvikin og svekkt yfir Ólafi og frú, það er eins og hann hafi bara gufað upp eftir hrunið hérna.  Þegar að mínu viti þjóðin hefur haft sem mesta þörf fyrir sterkan leiðtoga til að tala kjark í þjóð sem er bæði þjáð og hrædd.

Hvar er hann núna ?? Hvernig stendur á því að meðan góðæri (eða tilbúið góðæri) ríkti að þá gátu þau hjón ferðast með og í boði útrásarvíkinganna  og  komið fram með þeim og lofað fjármálasnilli þeirra út um allan heim og héldu vart vatni af hrifningu yfir  öllum ósköpunum, en sitja svo bara með hendur í skauti á meðan þjóðinni er að blæða út.

Hvar eru nú öll samböndin við háttsetta og moldríka vini forsetahjónanna. Væri nú ekki ráð að reyna að gera eitthvað gagn fyrir land og þjóð. Drífa sig að pressa sparibuxurnar, setja upp hattinn  og banka uppá hjá voldugum vinum sínum ásamt því að kynna okkar málstað bæði í erlendum fjölmiðlum sem og meðal annarra þjóðhöfðingja.

Eru þau ekki í vinnu hjá okkur ?

Erum það ekki við sem borgum þeim launin ??


Verðhækkun eður ei

Í dag datt inn um bréfalúguna nýi Ikea vörulistann svo sem ekkert merkilegt við það. mál.

En nú í fyrsta sinn segir í formála vörulistans að því miður verði nú ekki hægt að lofa því að verðið muni halda út árið í þetta sinn,  en svo heldur  áfram eitthvað á þá leið að  þó að til hækanna komi þá munu þeir lækka verðið um leið og svigrúm gæfi.

Hvenær í ósköpunum hafa verslunareigendur hér á landi lækkað vöruverð sitt þó það væri svigrúm til þess mér er spurn ??

Allavegana þá hefur það ekki gerst eins langt aftur og minni mitt nær.

Hins vegar held ég að þorri þjóðarinnar myndi ekkert verða fyrir neinum óþægindum þó að öllum innflutningi á til að mynda, á húsgögnum, fatnaði, gjafavörum, skrautmunum, leikföngum, bifreiðum, og skartgripum svo eitthvað sé nefnt yrði hætt um alllangt skeið kannski svona 6-20 mánuði.

Ég held að flestir myndu vilja færa slíka fórn og meira til, ef komið yrði til móts við og gert eitthvað til þess að bæta hina skelfilegu stöðu sem heimilin í landinu búa við heimili sem komin eru á gjörgæsludeild og þurfa aðstoð ekki seinna en NÚNA.

Einu aðgerðir núverandi ríkisstjórnar virðast vera þær að moka út af gjörgæslunni og urða í næsta moldarhaug,

 Svei níðingum og landráðamönnum sem halda hlífiskildi yfir glæpamönnum og beygja sig í duftið fyrir Evrópuafætum.  já svo voru þau orð í það minnsta í bili    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband