Hvers eiga kýrnar að gjalda

Ég hef nú alltaf borið sterkar taugar til bændastéttarinnar enda sjálf alin upp í sveit og alltaf tekið upp hanskann fyrir þá þegar mér hefur fundist illa að þeim vegið.

 Því varð  mér hálf hvekkt við þegar ég hlustaði á eina útvarpsstöðina dag, þar sem fram kom meðal annars að hver einasta kýr á landinu væri með 1,5 milljóna skuld á bakinu (og þetta er algerlega fyrir utan icesave, kreppu og ríkisskuldir)  ´Eg spyr nú bara hvernig í ósköpunum stendur á því ?? 

 Hvernig varð þessi stétt svona óheyrilega skuldsett eða að vísu var bara verið að tala um kúabúskapinn en ég leyfi mér að efast um að aðrar búgreinar standi neitt betur. Ég held nú að það hljóti að vera eitthvað að rekstrinum þarna og sennilega offjárfestingar þar (eins og svo sem víðar) sem hafa ekki skilað sér í aukinni hagræðingu sem hefur sennilega verið tilgangurinn í upphafi.

Mér þótti þessar fréttir afar sláandi og þess verðar að skoða betur ofan í kjölinn.

Kannski er einhver hér í bloggheimi sem veit meira um þessi mál og getur miðlað því til okkar hinna í.þ.m. þætti mér það áhugavert.


Bara spekin hennar Sulamith

Góðan og blessaðan  daginn, enn á ný kominn nýr dagur sem ég vona að verði ykkur öllum gæfu og gleðiríkur.  Nú svo eins og venjulega þá er það spekin hennar Sulamith og hún hljómar svo :

YOU CANNOT GIVE MORE DAYS TO LIFE,                                                                                      BUT YOU CAN GIVE MORE LIFE TO YOUR DAYS.   (þú getur ekki bætt dögum við líf þitt en þú getur auðgað  dagana meira lífi )                                                                              


Nornaveiðar, Einelti, Ofsóknir og Fordómar

Ég get nú ekki orða bundist lengur,  þessar ofsóknir sem reykingamenn mega sæta eru komnar langt útfyrir það sem eðlilegt getur talist.

Einhver reiknimeistari hérna um daginn var búinn að finna það út að til þess að heilbrigðiskerfið standi undir kostnaði sem reykingar valda þá þyrfti sígarettupakkinn að kosta 3ooo kr.

Mér þætti nú gaman að sjá slíka útreikninga, er búið að draga frá þær tekjur sem ríkið hefur af tóbakssölu ??

Það rifjaðist upp fyrir mér fréttaþáttur fyrir ca 3 árum síðan þar sem fjallað var um mengun.

Ég man ekki hvort það var eðlis eða efnafræðingur sem var talað við en þeir voru staddir á miðjum Laugaveginum og viðmælandinn dró höndina eftir kantsteininum við gangstéttina og tók upp lófafylli af tjöru og sagði svo ,,þetta fer beint innan á lungun,,  og hverju yrði kennt um ???

Annað dæmi sem var líka fyrir nokkrum árum síðan en þá bjó vinkona mín í háu blokkunum í Engihjalla á sjöttu hæð. Hún var nýlega búin að eiga barn 3-4 mán. og gerði eins og hefð er fyrir hér að láta litla prinsinn sofa úti í vagni.  Honum var pakkað inn og drifinn í vagninn og út á svalir. Guttinn svaf í rúma 2 klst. en vinkonan fékk algert sjokk þegar hún tók guttann inn því hann var svartur kringum munn og nef, að vísu er bílaplanið þarna mjög stórt enda sameiginlegt fyrir 4 svona risa blokkir og það er alveg með ólíkindum hvað fólk lætur bílana ganga í lausagangi af algerum óþarfa.

Eins og gefur að skilja þá svaf þessi gutti aldrei í vagninum sínum aftur á svölunum heima hjá sér.

Auðvitað vil ég ekki vera að mæla bót fyrir reykingum en mér finnst öll umræða og fordómarnir vera komnir langt útfyrir öll velsæmismörk ef að fólk sem reykir eða hefur reykt fái ekki sömu læknishjálp og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Ég ætla að stoppa núna en ég mun halda áfram næstu daga á þessum nótum, þ.e. hvernig er verið að mismuna fólki eftir því hvaða sjúkdómum þeir eru haldnir, vegna þess að fólki er gróflega mismunað útí þjóðfélaginu bæði innan heilbrigðiskerfisins og meðal almennings.

En að lokum smá speki frá Sulamith og hljóðar svo : 

 IF YOU  WANT TO REALLY CHANGE SOMETHING  YOU MUST WALK A NEW PATH.                                  (ef þú virkilega vilt breyta einhverju, þá verður þú að feta nýjar brautir. is)                                         

Megi dagurinn verða ykkur hvatning til náungakærleiks og umburðarlyndis og munið að allt gott sem þið gefið kemur alltaf margfalt til baka.


Örlítil speki í morgunsárið

Mikið skelfing eru dagarnir fljótir að líða og vikurnar veifa manni og orðnir að mánuðum áður en maður getur snúið sér við.  Já tímaskynið hefur nú aldeilis breyst frá því maður var barn, þá var maður yfirleitt að bíða eftir einhverju svo kannski er það rétta leiðin til þess að halda í tímann að vera alltaf að bíða eftir einhverju eða hlakka til einhvers.

En ég vil bara byrja þennan fallega dag með smá speki frá Álfonum hennar Sulumith og hún hljóðar svo :  When you gaze upon a rose, enjo her beauty don´t count her petals.

(þegar þú horfir á rós njóttu þá fegurðar hennar í stað þess að telja þyrnana, is)

Guð gefi ykkur öllum gjöfulan og glaðan dag.


Hvað er í gangi ?? tekur þetta engann enda eru stjórnvöld vita gagnlaus til allra verka???

  • Góðan dag allir mínir kæru vinir, eið sjáið nú þá dettur út 1 og 1 dagur hjá mér og því vil ég biðjast afsökunar á því að hafa ekki svarað ykkur vegna athugasemda ykkar.  Woundering

Nú er þessi vika senn á enda og enn er okkar guðsvolaða ríkisstjórn að pukrast undir borðum, og sitja á svikaráðum gegn þjóðinni. Maður er búinn að fá svoleiðis upp í kok af þessum vinnubrögðum og maður vaknar hvern morgunn með hnút í maganum og langar einna helst að breiða upp fyrir haus og svífa enn á ný inn í draumaheiminn.

En ekki tjóir það nú til lengdar því miður, ég var nú að hugsa um Múmínsnáðann og hversu gott það væri að geta gert eins og hann, bara fyllt magann af barrnálum og sofa síðan veturinn af sér, nú eða þá gert eins og Bísamrottan (úr sömu sögu) farið með hengirúm upp i helli með aðeins eina bók, en bókin sem hún tók með sér er hvergi hér að finna en hún hét því skemmtilega nafni ,,Tilgangsleysi allra hluta,,nú eða þá að svífa um á dúnmjúku skýi um himingeiminn eins of Múmínsnáðinn og Snorkstelpan gerðu.En því miður þá er sú persóna úr hinum einstöku bókum Tove Janson um íbúana í Múmíndal sem maður mögulega getur samsamað sig við núna er hún Mía litla sem alltaf var öskureið(að vísu ekki alveg alltaf en mjög oft) og því miður er eins komið fyrir mér ég er alveg öskureið og þó að fólk segi við mig að reiði sé aldrei af hinu góða og að reiðin sé ein af lægri hvötum mannsins þá svara ég því til að jú kannski sé það nú rétt, en ég telji að þó reiðin sé af lægri hvötum okkar þá sé hægt að nýta hana á jákvæðan hátt og réttlát reiði  geti verið nauðsynleg til þess að við getum risið upp geng yfirboðurum okkar, sem vilja kúga okkur og svívirða.

Ef engin væri reiðin þá myndum við láta valta yfir okkur endalaust og trúa því að best sé að sætta sig við orðinn hlut, en því miður NEI það get ég ekki fyrir nokkurn mun og vil ekki heldur.

Það er svo svívirðilega verið að misbjóða okkur,við erum  hreinlega tekin og berstrípuð allt hirt af okkur og skilin eftir blásnauð og ekki nóg með það heldur er eins farið með börnin okkar það er búið að hengja slíkan skuldabagga um háls þeirra að Guð má vita hvort þeim endist ævin til að losna undan þeim klafa sem þeim er ætlað að bera og jafnvel barnabörnin og barnabarnabörnin gætu þurft að axla ábyrgð líka.    

En ég verð nú samt að viðurkenna það líka að ég hef virkilega áhyggjur af því hvað mér finnst fólk vera að gefast upp og allur vindur úr fólki.

Við íslendingar erum því miður ekki dugleg að standa saman og við erum oft ekki nægilega úthaldsgóð, og höfum alveg gríðarlega mikla aðlögunarhæfileika og mjög fljót að gleyma  og sætta sig við orðinn hlut. 

 Eins og t.d. þið munið þegar olíufélögin voru tekin vegna samráðs, þá var mikill hugur í fólki en það varði bara í svo stuttan tíma því  u.þ.b.  rúmlega þrem mánuðum seinna var gerð könnun þar sem fólk var beðið að velja það fyrirtæki sem veitti bestu þjónustuna og væri vinsælast hjá þjóðinni og þá var niðurstaðan eitt af olíufélögunum.   

Þetta megum við ekki fyrir NOKKURN MUN  láta gerast aftur.  Það er allt lagt undir núna landið okkar, miðin,allar okkar auðlindir og svo náttúrlega mannauðurinn. Þetta er allt að veði í þeirri rússnesku rúllettu sem stjórnvöld eru að spila núna.  Þetta spil verður að stoppa við getum ekki látið það viðgangast að stjórnvöld sem sitja á svikráðum í skjóli næturs  ofurselja þjóðina hrægömmum og mafíum í líki AGS eða ESB.

því bið ég ykkur öll mín ástkæra þjóð að gefast ekki upp ef við stöndum saman getum við flutt fjöll, bæði með AÐGERÐUM og BÆNUM til æðri máttarvalda.

Við eigum eitt fegursta og gjöfulasta land í heimi og við verðum að BERJAST fyrir því    hvert og eitt og einasta okkar á allan þann hátt sem hvert okkar ræður við, til þess að verja landið okkar með öllum ráðum og dáðum sem til eru.  Svo  við getum staðið keik og  bein í baki og horft óhikað í augu gamla fólksins okkar sem gerðu þetta land eitt það besta í heimi og sagt,  við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn því að landið verði sett í hendur  gróðabröskurum hvar í heimi  sem er, og sömuleiðis er það skylda okkar gagnvart afkomendum okkar að skila til þeirra sambærilegu eða helst betra þjóðfélagi heldur en við ólumst upp í. 

Já mínir kæru landar við verðum að heyja baráttuna og treysta hug okkar og hjarta og bera út boðskapinn um betri heim sem er laus við græðgi, illsku, sviksemi og siðblindu  og öllum þeim slæmu löstum sem einkennir því miður alltof marga þegar peningar og eða völd sitja við stýrið.

Mig langar að hvetja ykkur öll til þess að taka þátt í greiðsluverkfalli því sem Hagsmunasamtök heimillanna hafa skipulagt, hvort sem þið getið greitt ykkar reikninga eður ei, við gætum vissulega staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða einhverja auka vexti eða smá kostnað vegna þátttökunnar en trúið mér ég held svo vissulega að það sé lítill fórnarkostnaður miðað við það sem við gætum áorkað með því að taka þátt og sýna þannig samstöðu okkar svo á okkur verði hlustað af þeim vanhæfu stjórnendum SEM VIRÐAST TILBÚIN AÐ SELJA OKKUR Í ÆVILANGAR ÞRÆLABÚÐIR.

Ég ætla nú að enda þetta með heilræðum frá álfunum og þau hljóða svo :

Every major achievement began with a small thought.

Megi helgin verða ykkur öllum uppspretta hamingju og ljóss og munið það að enginn er fátækari en svo að hann hafi ekki efni á gefa hlýtt handtak, klapp á bakið eða bara bjart bros.

  


Álfaboðskapur

Ég vil byrja á því að votta Ögmundi virðingu mína.

Það færir von 'i hug og hjarta að það skuli ennþá vera til menn sem eru ekki tilbúnir að fórna bæði hugsjón og æru og fylgja skoðunum sínum þó að það þýði að hann þurfi að standa upp úr sínum þægindastól og gjöfula jötu, betur að fleiri ráðherrar og alþingismenn tækju hann til fyrirmyndar, þá væri þjóðin ekki í þeirri stöðu sem hún er dag.

Svo gott að vita allir stjórnmálamenn séu ekki falir fyrir mútur í einhverri mynd.

En álfaspeki dagsins hjá mér hljóðar svo í dag :

IF YOUR HEART AND YOUR MIND LEAD YOU IN DIFFERENT DIRECTIONS, FOLLOW YOUR HEART. S.W.

Megi dagurinn verða ykkur hvatning til dáða og gleðja í.þ.m. einn í dag með breiðu brosi.


Vangaveltur um vanhæfa stjórnendur og af Álfum

Ágætu vinir speki dagsins er óvenju sein þennan daginn en ég læt slag standa og hér kemur hún nú samt :

It´s an old ironic habit of human beings, to run faster when we have lost our way.

Kannski er þetta málið með Jóhönnu og co, þau hlaupa sem hraðast burt frá bæði frétta og fjölmiðlafólki og ekki síður frá þeim vandamálum sem hún og hennar lið voru kosin til og þau eru svo rammvillt þrátt fyrir að þau hafi aðgang að öllum hugsanlegum áttavitum og GPS tækjum sem sem ættu að auðvelda þeim að finna leiðina að áfangastað. Jafnvel þó að þau kunni nú ekki á slík tæki sjálf þá hefðu þau nú átt að sýna sóma sinn í því að fá aðstoð frá einhverjum þeirra sem kunna á slíkt, en nei það mátti nú ekki.  En kannski er það nú bara hið besta mál ef þau villst  það illa að þau komi ekki aftur og vissulega held ég nú að væru ekki margir sem myndu leggja það á sig að leita þeirra.

Ég er nú bara  gráti næst hérna yfir kvöldfréttunum, hér er verið að tala við minnislausan og heimskulegan félagsmálaráðherra, alveg með eindæmum hann var spurður útí það vegna fyrirhugaðra aðgerða Íslandsbanka um að færa höfuðstól lána í sömu fjárhæð og þau voru fyrir hrunið  hvort það væri ekki verið að mismuna fólk eftir því í hvaða það banka það væri með lánin sín og hann svaraði því á þann veg að hann réði þessu ekki heldur BANKASTJÓRAR viðkomandi banka.

Hef ég misskilið allt þetta mál ?  ég hélt í einfeldni minni að VIÐ ÞJÓÐIN ættum þessa banka og að rekstur þeirra væri í höndum ríkisins, en mér hefur greinilega skjátlast. Errm

Þetta hefur semsagt ekkert breyst það eru ennþá ofurlauna, skúrkar og  gróða braskarar við stjórnvöl í bönkunum.

Mér er svo ÓGLATT að ég held ég verði bara að leggja mig, en samt ætla ég að passa uppá á ég sofni ekki því ég veit að ég myndi vakna upp með skelfilega martröð.Sick

Óska ykkur öllum hlýlegu kvöldi  við kertaljós með þeim sem eru ykkur kærir. Joyful  


Enn og aftur smá speki,

Góðan og blessaðan daginn kæru vinir, það er stutt og laggott í dag. Kominn mánudagur enn á ný og byrjuð ný vinnuvika hjá þeim sem hafa þá ennþá vinnu.

Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða áhrif það muni hafa á bloggið okkar að vera búin að fá svona umdeildan ritstjóra til starfa.

Mér finnst afar sorglegt að fá kveðjur frá vinum sem eru farnir með bloggin sin annað en að öðru leyti ég ekki hvar ég á að skilgreina mig og mitt blogg svo allavegana nú fyrst um sinn ætla ég að bíða og sjá hvað ég geri.

En spekin sem ég dró fyrir þennan dag hljómar svo :

 Hands that touch gently, don´t ever go stiff. S.W.

Megi dagurinn færa ykkur öllum bjarsýni í hug og von í hjarta. Smile


Spjall um Álfa og Engla speki

Góðan og blessaðan daginn vinir kærir,

Bara örstutt svona í morgun sárið speki dagsins, sem hljóðar svo :   

As many souls, as many pathways to God

Megi spor ykkar í dag verða vörðuð gæfu og gleði  GetLost


Enn og aftur frá Álfum

Jæja þá er það enn á ný nokkur orð frá Álfum og Englum.

 Ég veit hreinlega ekki hvort mér er óhætt að tala um þetta sem  SPEKI lengur þar sem að það hefur  greinilega farið fyrir brjóstið á sumum hér eða í það minnsta einum sem hafði mikið það að athuga að ég skyldi leyfa mér að kalla það speki og átti þá við það sem égkallaði speki dagsins ( fyrir fimmtudaginn) þar sem boðskapurinn var eins og þið allavegana sum hver ykkar munið eftir um að fylgja og leita sannleikans. Þessi ágæti bloggari hafði mikið við þetta að athuga þar sem hann sagðist fylgja Kristi og að þetta samræmdist ekki hans trú. Ég segi nú ekki annað en HVÍLÍKUR HEILAGLEIKI, en þetta er einmitt ástæða þess að maður eigi að að leita sannleikans innávið en ekki í orð eða kenningar annarra og skiptir þá engu máli í  mínum huga hvaðan þau orð koma.

Ég held að einmitt viðhorf eins og  þessi ágæti maður setti fram séu einmitt ástæða þess hversu trúarbrögð og stofnanir á borð við kirkjuna fæli fólk frá hinni raunverulegu trú sem er okkar innsti kjarni og hin eilífa uppspretta kærleikans sem í mínum huga er Guð, ekki sá Guð sem er stöðugt að refsa og hegna fólki með hótunum um helvíti og brennandi loga.

Já svo voru nú mörg þessi orð mín í bili og vissulega stoppa svona athugasemdir mig ekki í því að kalla þetta réttu nafni sem er í.þ.m. í mínum huga speki og meira að segja góð speki, og án fordóma.  Svo þá er það SPEKI DAGSINS í dag og hún hljóðar svo :   The only importand things in life,                                                                                                   are the traces of love we leave behind.  

Kæru vinir ég sleppi því nú að þýða þetta enda eruð þið sennilega flest ykkar færari í því en ég. Óska ykkur góðs dags og gangið á Guðs vegum....                                      

           


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband