STEINGRÍMUR ER OG VAR EÐA VAR OG ER ????

Ég eins og sjálfsagt stærsti hluti þjóðarinnar las drottningarviðtal við fjármálaráðherra í helgarblaði moggans, svo ég ætla nú ekki að hrella ykkur lesendur kæru með miklum skrifum um það.  En það vakti athygli mína og er í fullu samræmi við fyrri skrif mín varðandi stökkbreyttan persónuleika Steingríms. þar var hann spurður meðal annars þeirrar spurningar hvort Steingrímur J.  ráðherra væri sami maðurinn  og Steingrímur stjórnarandstöðuþingmaður og hann svarar orðrétt ,, Auðvitað hafa einhverjir gaman að því að spá í hamskipti stjórnmálamanns, eins og þú orðar það. Ég er ekkert viðkvæmur fyrir því en FULLYRÐI að ég er nákvæmlega sami maðurinn og ég hef verið  í LANGAN tíma,,..  já svo var nú það,  flestir aðrir hefðu nú sennilega svarað á þá leið að þeir væru sami maðurinn og þeir hefðu ALLTAF verið, en nei ekki Steingrímur hann er bara heiðarlegur og segir bara satt, svei mér þá ég held nú bara að hann hafi náð í nokkur prik hjá mér við þessa yfirlýsingu sína.  Ójá batnandi mönnum er best að lifa og svona geta menn nú komið manni á óvart.

Jú eitt annað sem þessi öðlingur sagði og það var nú í raun fyrirsögn viðtalsins þar sem hann segir ,,við erum ein fjölskylda þegar á bjátar,, ég velti þessu nú dálítið fyrir mér og verð nú bara að segja það að ef hans skilningur á samhentri fjölskyldu er á þann veg sem stjórnvöld meðhöndla hinn almenna borgara í voru landi núna að þá myndi ég slíta tengslin við þá fjölskyldu.

Enda minnir það mig einna helst á sögu Georg´s Orwell  í bók sinni Animal Farm að allir skulu vera jafnir , en sem breyttist síðan í allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir.

Læt þetta nú duga í bili og óska ykkur öllum alls hins besta.  W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er langur tími hjá Steingrími. Hann hlýtur að vera styttri en aldrei hjá honum.

Aldrei hjá honum varaði nú ekki lengi. Það voru nú engin ljósár.

Hann sagði Vinstri Græna aldrei samþykkja Icesave og aldrei styðja inngöngu í Evrópusambandið.

Hvað varð. 

Kári H. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 08:51

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæl Hulda Bloggvinur,ég hefi ekki lesið þetta hefði verið lasin kallin en eins og þú sér er maður samt duglegur að blogga,en mín sín +a Steingrím og fl. þarna hjá V.G. eru 180' snúningur á flestu ef ekki öllu,það duggar ekki lengur að segja eg vara  við og gera svo allt öfugt/Verðum i sambandi /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.9.2009 kl. 08:59

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Las þetta ekki og nenni því ekki. Kær kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband