Óábyrg eða bara heimsk ???

Ég hafði nú hugsað mér að reyna að vera á jákvæðari nótunum þessa dagana, en þá kemur  náttúrlega eitthvað uppá sem verður til þess að ég verð að blása dálítið út.

Ég var t.d. að velta fyrir mér hvaða viðbrögð ég myndi fá hjá útibústjóra þess banka sem ég er í viðskiptum við ef ég færi fram á að hann myndi afskrifa stærsta hluta skuldar minnar við bankann og jafnframt tjá honum að það væri náttúrlega algerlega ÓÁBYRGT af minni hálfu að ætla að borga þessar skuldir sem ég stofnaði þó til.

Ég er nú ansi hrædd um að mér yrði nú ekki vel tekið, allavegana ekki eins vel og Bjarna nokkrum Ármannssyni enda svo óralangt frá því að ég geti talist hálfdrættingur á við hann.  

Mér þykir bara verst að ég skyldi ekki hafa verið búin að átta mig á því fyrir bankahrunið og kreppuna að í staðinn fyrir að taka nokkrar milljónir að láni til íbúðakaupa hefði ég átt að biðja um í ALLRA minnsta lagi um nokkur hundruð milljónir,  eða það sem virðist hafa verið langbest nokkra milljarða. 

Já það er gott að vera vitur eftir á því svona aular eins og ég fá bara hótanir, ef ekki er greitt á gjalddaga, þó að afborganir hafi tvöfaldast og vel það og það er ekki einu sinni hægt að komast undan því að greiða himinháa dráttarvexti svo ég tali nú ekki um að greiða lögfræðikostnað sem oft er nánast jafnhár (eða hærri) og skuldin sjálf.

Já mikil er nú heimska okkar smælingjanna, eða hverjir sögðu annars þessi frómu orð ,,fólk er fífl ????

Jú mikið rétt þá var verið að tala um samráð olíufélaganna en hvað um samráð bankanna ???

Hvernig í ósköpunum vinna skilanefndir bankanna og fyrir hverja vinna þær ???   Fyrir svikula auðmenn, spillta stjórnmálamenn, fyrir vini og venslamenn, eða erlenda hrægamma sem húka yfir tilbúnir að grípa hverja þá bráð sem þeir komast yfir ??? 

já mér er bara spurn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segðu stelpa, maður spyr sig oft þessa dagana.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Já hann Bjarni minn Ármannsson! Engill í mannsmynd, eða þannig...  Hvernig skyldi honum lynda við tengdamóður sína, hana Guðrúnu Helgadóttur, þessa dagana?

Magnús Óskar Ingvarsson, 12.9.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

algjörlega samála þessu/kveðja úr sólinni á Akureyri/halligamli

Haraldur Haraldsson, 12.9.2009 kl. 16:52

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ó já Ásdís mín, takk fyrir innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 12.9.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Hæ Halli minn og þakka innlitið og njóttu nú þessa yndislega veðurs á norðurlandinu. Ferðu eitthvað lengra austur t.d. á mínar heimaslóðir í Kelduhverfið, Ásbyrgi og Hljóðakletta ??

Við eigum svo fjölbreytt og fallegt föðurland og ég tala nú ekki um þegar veðrið er yndislegt í ofanálag.  

Hulda Haraldsdóttir, 12.9.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Magnús, já það væri gaman vita hvernig því sambandi er háttað núna, en ef ég man rétt þá lýsti hún því yfir í þætti Jóns Ársæls. sjálfstæðu fólki að hann Bjarni væri  drengur góður. Annars hef ég alltaf litið upp til Ragnhildar sem rithöfundar en síður sem stjórnmálamanns.

Þakka þér álitið og innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 12.9.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband