REI EÐUR EI ?????

Sala HS orku til Magma veldur bæði sorg og réttmætri reiði hjá stórum hluta þjóðarinnar að minnsta kosti þeirra sem eiga ekki  hagsmuna að gæta á beinan eða um óbeinan hátt.

 En eins og svo oft áður þá mun þetta nú koma mest niður á þeim sem minnst mega sín, þeirra sem þurfa að borga brúsanna. Fólkið sem nú þegar berst í bökkum og þarf svo að auki að glíma við óvissu um það hvað það verði neytt til að greiða fyrir þessa þjónustu  bæði í nánustu framtíð og einnig til frambúðar þar sem verðið mun verða ákveðið af misvitrum skrif(Finnum) sem sitja á skrifstofum úti í heimi og stendur slétt á sama um skrælingjana hér.  

Ég  hafði nú ekki hugsað mér að reifa þetta mál hér  vegna þess að ég hef ekki kynnt mér málið nægilega vel, enda hefur ekki verið á mörgu að byggja í þeim efnum svona almennt séð í fjölmiðlum. 

Því finnst  mér svo sláandi að allar þær helstu og bestu upplýsingar sem hægt er að nálgast um málið séu  hérna á bloggsíðunum og er ég mjög þakklát ykkur fjölmörgu vinum mínum hér fyrir gott og óbilgjarnt rannsóknarstarf í okkar þágu launalaust og af hugsjón og mættu alþingismenn og raunar allir opinberir starfsmenn þ.m.t. ríkisstjórnin taka sér ykkur til fyrirmyndar, þá yrði  nú betur fyrir okkur komið og það er ástæða  þess að ég ákvað nú að skrifa þennan pistil minn.

Hvað hangir á spýtunni ? Hvað er hvers, ,hvurs er hvað og hver er hvað??  Það sem mér þykir alverst í þessu máli  eins og reyndar  í mörgum málum sem skekja þjóðfélagið í dag og það er skortur á gagnsæi þ.e. hverjir stand raunverulega að baki og tengsl  hverra við hvaða og hvað er viðeigandi eður ei.

Manni líður orðið eins og maður sé staddur í miðri mafíósamynd af verra taginu þar sem maður veit ekki lengur hver er góði gæinn og hver er ljóti karlinn og það er enginn þarna úti sem getur sagt manni satt og enginn sem maður getur treyst. Spillingin er slík og óþverrinn orðinn sem mikill  og í ofanálag þá er fólk orðið hrætt við á tjá sig bæði hérna á bloggsíðum sem og öllum öðrum fjölmiðlum.

Við búum við ástand sem ég hefði aldrei trúað að gæti orðið hér á landi, fólk er að bugast og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér hvað þá næstu vikurnar, mánuðina eða árin.

Sjálf er ég hálf óttaslegin hvað verður t.d. upp á teningnum hjá okkur þegar frysting lána okkar fellur úr gildi á allra næstu mánuðum og afkoma heimilis míns brostin og lánin hafa þrefaldast á húsinu og þó ég sé nú ekki þekkt af því að gefast upp þó að á móti blási þá hriktir illilega í stoðum hjá mér núna eins og því miður alltof mörgum hér í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árelíus Örn Þórðarson

Ég sem einn af þjóðfélagsþegnum þessarar þjóðar stend með þér.

Við erum alltaf að bætast í hópinn sem berjumst gegn spillingu stjórnvalda og viljum að hún stjórni hér sem stjórnvald þjóðar en ekki sem stjórnvald einhverra útvalina.

En gangi þér vel.

Árelíus Örn Þórðarson, 16.9.2009 kl. 04:13

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sé ekkert í spilunum sem boðar betri tíma,þessi vinstri stjórn gerir ekkert,sé ekki annað en önnur bylting muni verða óhjákvæmilega,Halli gamli er friðsemdarmaður en sé ekki annað í spilunum/kveðja

Haraldur Haraldsson, 16.9.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Árelíus og þakka hlýleg orð og stuðninginn 

Hulda Haraldsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:13

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Halli minn kæri,  því miður þá held ég að þú hafir rétt fyrir þér nú eins og svo oft áður varðandi hvað sé til ráða ég held að þetta endi með byltingu vegna þess að stjórnvöld hafa ekki hreyft á sér rassgatið í þágu heimilanna í landinu, þetta eru allt saman tómar liðleskjur, svikarar og heiglar og það mun koma að því að fólk fái nóg og þá brýst út bylting. 

Hulda Haraldsdóttir, 16.9.2009 kl. 22:27

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nefnilega málið Hulda, það er ekki skrítið að þér finnist þú vera stödd í miðri mafíósamynd þú ERT stödd í einni slíkri og hún er frekar léleg B eða C mynd.

Jóhann Elíasson, 17.9.2009 kl. 09:29

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Jóhann,  já og sem betur fer er fólk farið að gera sér grein fyrir því hversu djúpur skítahaugurinn er og víðfeminn og að stjórnvöld muni ekki gera neitt til þess að varna því að við drukknum í þeim haug.

þakka þér innlitið 

Hulda Haraldsdóttir, 17.9.2009 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband