24.8.2009 | 18:15
Virðing og virðingaleysi
Mig langar að tala við ykkur um virðinguna eða kannski öllu heldur um skort á henni. Hugtakið þekkjum við öll en hefur inntakið einhverja merkingu fyrir þorra okkur lengur ??
Ég hef áhyggjur af því hvað virðingaleysið hjá okkur vex stöðugt og alltaf á fleiri og fleiri sviðum og stigum þjóðfélagsins og sama á reyndar við um aga o.e. agaleysi.
Að vísu finnst mér agaleysið eiga sér lengri sögu heldur en virðingarleysið hjá okkur og hefur það endurspeglast í flestum okkar gjörðum um langt skeið.
Aftur á móti held ég að virðingarleysið hafi siglt hraðbyri inn í þjófélagið síðustu misserin ásamt jafnvel enn verri fylginaut sem er siðblinda og síðast en ekki síst spillingin og græðgin sem virðist hafa náð heljargripi innan flestra þjóðfélagshópa.
En aftur að virðingarleysinu sem ég ætlaði nú fyrst og fremst að reifa í þessum pistli mínum. Þegar ég var að alast upp var mér kennt að bera virðingu fyrir t.d. öðrum börnum, öllum dýrum, kennurum, náttúrunni, eigum annarra og okkar sjálfra og þar á meðal eigum ríkisins og síðast en alls ekki síst virðingu fyrir okkur eldra fólki og þeim mun meiri eftir því sem eldri voru.
Í dag finnst mér nánast engin virðing borin fyrir gamla fólkinu sem þrælaði sér út og háði erfiðari lífsbaráttu en okkar kynslóð (svo ég tali nú ekki um yngri kynslóðir) getur ímyndað sér, eingöngu til að við komandi kynslóðir gætum haft það betra. Hvar er nú okkar þakklæti ?? og hvernig sýnum við það í verki ??
Hvílík skömm hvernig við komum fram við þessa kynslóð, fólk upp til hópa lítur á gamla fólkið sem bagga á þjóðfélaginu og hefur jafnvel háð og spott í frammi og finnst að það eigi bara heima inni á stofnunum, en sem betur fer eru vissulega undartekningar á þessu en því miður held ég að þær séu færri en ekki.
Ég tel það minn mesta fjársjóð í lífinu hafa verið þann að alast upp á fjölmennu sveitaheimili þar sem 3 kynslóðir bjuggu saman og þar sem gamla fólkið hafði alltaf tíma til að sinna okkur börnunum,og tel ég það vera eitt það albesta og verðmætasta vegnesti sem ég lagði upp með út í lífsbaráttuna og fæ þessu yndislega fólki aldrei fullþakkað enda voru foreldrarnir störfum hlaðnir rétt eins og í dag (þótt þau væru annars eðlis en í dag)
Þennan fjársjóð er einfaldlega ekki hægt að öðlast á annan hátt, hvorki í ræðu né riti og aðeins með samvistum við gamla fólkið okkar. Mér þótti og þykir ennþá alveg grátlegt að börnin mín skyldu ekki hafa haft sömu möguleika og ég hafði í þessum efnum.
Það situr alltaf í mér viðtal sem ég heyrði tekið við Jóhönnu Kristjónsdóttur þar sem hún var að fræða spyrjanda um líf kvenna í arabalöndunum og sagði meðal annars eftirfarandi : okkur konum á vesturlöndum þykir það alveg agalegt að múslimakonur skulu þurfa að hylja andlit sín (sem að vísu er í mörgum tilfellum val hjá konum) en þegar þær heyrðu hvernig við komum fram við gamla fólkið okkar og að við skulum henda þeim inná elliheimili þá hrylltu þær sig og áttu ekki til nægilega sterk orð til að lýsa viðbjóði sínum og sögðu svo ,,og ykkur þykir agalegt að við skulum hylja andlit okkar.
Já hver er að dæma hvern mér er spurn ??
Það er eins og við séum búin að gleyma því að það á fyrir öllum okkar að liggja að eldast og hvað við erum að kalla yfir okkur sjálf, því jú meðalaldur fer hækkandi og við verðum að spyrja okkur sjálf hvernig líf bíði okkar þá.
En ég missi mig nú út um allan völl þegar ég byrja á annað borð en það sem ég er nú að reyna að koma á framfæri er hversu virðingarleysið er orðið algert og komið út yfir allan þjófabálk þegar ráðherrar þessa lands bera ekki lengur virðingu fyrir sjálfum sér, þjóðinni sem kaus þá, né starfi sínu eða því landi sem þeir voru kosnir til að þjóna af alúð,heilindum og umhyggju.
Mér þykir dapurt upp á að horfa æðstu ráðamenn þjóðarinnar fótum troða öll þau gömlu gildi sem áður voru í hávegum höfð. Mér til að mynda finnst að þetta fólk ætti til dæmis að geta sýnt sóma sinn í því að klæða sig snyrtilega á meðan það sinnir starfi sinu opinberlega (allavegana) og komi kurteisilega fram en flest þessi gömlu og góðu gildi virðast gjörsamlega vera að hverfa og hvað skal þá segja um virðingu fyrir alþingi sem ætti að vera virðingarverðasti starfsvettvangur þjóðarinnar þar sem menn geta ekki einu sinni sýnt sóma sinn í því að mæta allsgáðir til starfa.
Æi mín ástkæra þjóð hvernig fyrir okkur er komið nú þurfum við öll að leita til æðri mætta hvert okkar á þann hátt sem við kunnum og getum og leita inná við í okkar innsta kjarna hvaða nöfnum sem við viljum nefna hann.
Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
23.8.2009 | 21:50
Sorg eða gleði hjartans
Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn eftir rúma viku án nokkurs netsambands, og ekkert blogg, engin dagblöð og ekkert sjónvarp bara á ferð um okkar yndislega, fallega og gjöfula land okkar. Það er hrein unun að sjá og finna hversu stórkostlegt fólk byggir þetta land, þvílík sköpunargleði, frjósemi og dugnaður í hvívetna.
Það er bara ekki hægt annað en fyllast stolti og það virkilega hreyfir við hjarta manns, þvílíkur er mannauðurinn og skaparinn var svo sannarlega gjafmildur þegar hann skóp þetta stórbrotna og ótrúlega fagra og fjölbreytta land.
Þvílíkur fjársjóður sem við getum unnið úr þ.e. ef að hrægammar ESB o.e. AGS fái ekki landið afhent á silfurfati og geri alla þjóðina að leiguliði nema kannski þá sem verða búnir að flýja land áður en til þess kemur.
En allt gott tekur enda og um leið og maður kom aftur heim í þéttbýlið þá þyrmdi yfir mann, og aftur var hreyft við hjarta manns en nú af allt öðrum toga ekki af stolti heldur af skömm og sorg og ekki laust við að maður felli tár yfir því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Á hverjum einasta degi (og stundum oft á degi) kemur meiri og meiri skítur upp á yfirborðið að með ólíkundum er og maður veit hreinlega ekki hvar maður á að byrja eða enda í öllum þessum óþverra og það undarlega er að það er ennþá að koma manni á óvart hversu spillingin er víðfeðm og á öllum stigum þjóðfélagsins.
Það sló mig t.d. illa að heyra háttvirtan þingmann framsóknarflokksins Vigdísi Hauksdóttur lýsa því yfir bæði í pontu alþingis sem og í viðtali á útvarpsstöðinni Sögu að allt þetta málþóf og allur sá tími sem búið er að eyða í ''fyrirvara'' í icesave samningnum hafi enga þýðingu og hafi haft þann tilgang einan að blekkja bæði okkur sauðsvartan almúgann sem og óreynda alþingismenn ég á bara ekki til orð yfir þennan ófögnuð.
Er ég ein um það að finnast fjölmiðlarnir alls ekki vera að standa sig í stykkinu ??
Finnst ykkur ekki bagalegt að við skulum fá betri upplýsingar um stöðu okkar í erlendum fréttamiðlum heldur en okkar fjölmiðlum hérna heima ??
En sem betur fer eruð þið ágætu bloggvinir mínir duglegir við að upplýsa okkur hin og mörg ykkar leggja auðsjáanlega mikla vinnu í pistlana ykkar og kann ég ykkur öllum bestu þakkir fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
14.8.2009 | 04:52
Það ætti að skjóta þessa bölv. tík
Hér sit ég full andagiftar og horfi á eldgamla James Bond mynd, þá reikar hugurinn til baka til þess tíma sem hlutirnir voru mun einfaldari.
Þá var ekki verið neitt að velta sér upp úr neinum viðbjóði eða blóðsúthellingum. Til dæmis gat 007 bara tekið vasaklút og troðið upp í glæponinn sem náttúrlega steinþagnaði og varð ljúfur sem lamb fyrir vikið en samt tókst að byggja upp spennu sem hélt athygli manns fólginni.
Já hlutirnir voru einfaldari í þá daga og maður saknar þessa tíma. Hugsið ykkur bara hvað þetta væri nú mikill munur að geta með vasaklútinn einan að vopni þaggað niður í til að mynda, ráðamönnum þessara fyrrum heimsvalda og nýlenduþjóða sem í dag vilja valta yfir okkur og kremja okkur sem skordýr undir skósóla sínum til þess að komast yfir þær auðlindir sem þeir girnast alveg á sama hátt og þeir gerðu hér áður fyrr, gagnvart þeim þjóðum og auðlindium þeirra sem þeir girntust til þess á ná heimsyfirráðum
Sömu aðferð væri líka hægt að nota t.d. þegar okkar hæstvirti utanríkisráðherra væri að tjá sig um málefni þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og forða honum frá því að vera sjálfum sér (sem væri nú svo sem í lagi) og allri þjóðinni til þvílíkrar skammar og sama á við um forsætisráðherra, fjármálaráðherra, settan saksóknara og svo mætti lengi telja.
Hvenær í ósköpunum ætla íslenskir ráðamenn að hætta að elta rófu þeirra sem vilja kúga, og svívirða og þvinga okkur til að játa á okkur glæp sem við höfum ekki framið og berum ekki ábyrgð á, nema ef vera skyldi að litlu leyti.
Af hverju í ósköpunum láta þeir erlendu kröfuhafa stjórna því hverjir skuli sitja í skilanefnd ???
Af hverju eru menn sem eiga beinna hagsmuna að gæta og voru lykilmenn innan bankanna að sitja í skilanefnd ???
Er það til þess að gefa hlutaðeigendum tækifæri til þess að hylja slóðina ennþá betur ???
Hver skuldar hverjum greiða í þessum hildarleik ???
Hvað varð um fyrirheit þess efnis að engir ríkisstarfsmenn skyldu hafa hærri laun en forsætisráðherra??? Hún sjálf ekki satt ???
Hvers vegna eru þá ennþá greidd ofurlaun innan bankanna sem eru jú komnir í ríkiseigu ???
Hvenær varð það góð pólitík að taka endalaus lán ?? ég er nú ekki hagfræðingur en ég get ekki skilið af hverju það er svo nauðsynlegt fyrir okkur að taka svimandi há gjaldeyrislán til að geyma undir koddanum svo hægt sé grípa til ef að þörf krefur, á það að auka trúverðuleika okkar og lánshæfi og borga svo til baka með okurvöxtum ??? 'I það minnsta hefði þetta ekki þótt gott samkvæmt mínum kokkabókum og þeim uppskriftum sem mér voru kenndar.
Að lokum vil ég spyrja ykkur kæru (blogg) vinir hversu lengi eigum VIÐ að láta bjóða okkur þetta ???
Svo að lokum aðeins á léttari nótunum. Eitt sinn lá ég á spítala með konu sem var komin vel á aldur lá ekkert á skoðunum sínum, það var stutt í kosningar og allir fjölmiðlar uppfullir af umræðum um þær og frambjóðendur hinna ýmsu flokka kepptust um útlista sín helsu gylliboð og úthúða keppinautum annarra flokka, eins og gengur, eitt kvöldið rétt eftir fréttir kom sonur gömlu konunnar í heimsókn og eins og oft er með fólk sem heyrir orðið illa þá talar það sjálft mjög hátt þannig að ég komst ekki hjá því að heyra í kellu og ég heyri hana segja ,,það ætti bara að skjóta þessa helvítis tík og sonurinn svarar og segir hvaða tík ertu að tala um mamma mín og sú gamla svaraði nú þessa helvítis pólutík.
Óska ykkur öluum gæfu, gengis og gleði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.8.2009 | 05:25
Uppgjöf og sorg
Í bloggi mínu í gær talaði ég um vissan Þingeying, og í framhaldi af því langaði mig að halda örlítið áfram með það. Ég sjálf er alin upp í norður þingeyjarsýslu, þar sem stuðningur við vinstri öflin í pólitík voru mikil og þar unnu menn af mikilli elju, hugsjón og heilindum ,óbilgjarnt og fornfúst starf án þess að krefjast nokkurs til baka nema þess að skila okkur sem á eftir komum gjöfulli jörð og bættu þjóðfélagi okkur til handa og stóðu vörð um auðlindir okkar. Margir þessara góðu manna eru farnir yfir móðuna miklu í dag en þó ekki allir,
Fyrir stuttu hitti ég einn þessara manna og sjaldan eða aldrei hef ég fundið til annarrar eins skammar fyrir kynslóð mína og þá. Að horfa í augu þessa gamla manns augu sem alltaf höfðu geislað af lífi, eldmóð og kærleika, en voru nú full depurðar og sársauka og allur glampi horfinn. Þessi mæti maður var einn af stofnendum framboðs vinstri grænna og hann horfði þessum augum á mig og sagði ég bara veit ekki hvað kom fyrir hann Steingrím (Sigfússon).
Þessi maður er sko alls ekki einn því mjög mörgum kjósendum vinstri grænna (og bara vinstri aflanna yfir höfuð) finnast þeir hafa verið sviknir illilega. Vissulega eiga aðrir flokkar og stjórnmálamenn líka sök á því hvernig komið er fyrir okkur þessari ástkæru fósturjörð og mannauði hennar og bið hér með alla lesendur þessa pistils að biðja Guð og alla góða vætti um hjálp, því ALDREI hefur að mínu mati verið meiri nauðsyn að við stöndum saman sem þjóð og hreinlega tökum stjórnina í okkar hendur og stöndum vörð um hagsmuni okkar jafnvel þó að þurfi byltingu til.
Megið þið öll eiga yndislega dag og glæsta framtíð í okkar fagra landi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.8.2009 | 02:57
Steingrímur og leiklistin og Jóhanna fýlupúki
Bæði ég aðrir bloggarar sem og pistlahöfundar og fjölmiðlafólk okkur hefur öllum verið tíðrætt um Steingrím nokkurn Sigfússon sem ku vera fjármálaráðherra íslands um þessar mundir eins undarlegt sem það nú er því maðurinn hefur hvorki menntun, reynslu né getu til þess eins og kemur æ betur og betur í ljós með hverjum deginum hversu vanhæfur hann er.
Eins og allir vita er hann þingeyingur (þó að mér þyki það mjög miður) og hafa þeir það orð á sér að hafa meira loft í sér en gengur og gerist meðal landans.
Á meðan hann var í stjórnarandstöðu sá maður oft takta í þá áttina og gat hann oft á tíðum þrumað yfir þingheim og meira að segja slá í púltið endrum og eins.
En eftir að hann varð lykilmaður í sitjandi stjórn er bara eins og allt loft sé úr honum eins og blaðra sem búið er að stinga á og öll vitum við nú hvernig þær líta út þegar allt loft er farið og sprungnar í þokkabót
Eins og hann Sigurður bloggvinur minn benti réttilega á að þá hefði hann kæmi Steingrímur mikla leiklistarhæfileika og þá fékk ég þá hugmynd að það kannski ættum við að koma Steingrími í samband við t.d. Tarantino ég er alveg viss um að hann kæmi vel út í hrollvekju í anda Hostel eða hvar sem þörf er fyrir óhugnanlegan umskipting sem getur auðveldlega skipt á milli hlutverka hægri vinstri, og að auki er komið framað hann er líka hlýðinn rakki og ekki bara að hann hlýði húsbónda sínum, eins og góðir hundar gera heldur hlýðir hann öllum sem klappa honum á bakið eða toga í rófuna á honum.
Einhver þingmaður stjórnarandstöðunnar komst þannig að orði að Steingrímur ,,færi út með ruslið fyrir samfylkinguna, er ekki dálítið til því ??
Jaa fussum svei ja fussum svei eins og hún Soffía í Kardimommubænum í fyrstu hugsaði ég sem svo að háttvirt Jóhanna Sig. minnti mig dálítið á þá frómu konu en svo hefur það bara komið í ljós að þær eiga ekkert sameiginlegt nema fýlusvipinn og skammirnar, en kannski væri hægt að fá einhverja til að ræna henni Jóhönnu og koma henni fyrir hjá vinum sínum í Brussel og mætti þá Össur fylgja með, í það minnsta yrði það allavegana mikil landhreinsun af ekki satt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.8.2009 | 05:57
Bankaleynd í hverra þágu ??
Alveg finnst manni það ótrúlegt að önnur eins bábilja skuli borin fyrir alþjóð, að þessir aumu menn skuli geta borið fyrir sig bankaleynd.
Þetta er svipað og að ég myndi senda óskilgreindan svimandi háan reikning á einhvern góðborgarann og þegar viðkomandi myndi óska eftir skýringu myndi ég bara segja honum að éta skít og honum kæmi ekkert við fyrir hvað eða hvers vegna hann skyldi bara borga og brosa.
Hver myndi gera það mér er spurn, það er að segja að borga ??
Eitt enn Eva Joly er sem vin í eyðimörkinni fyrir vora þjóð heill sé henni hún á stuðning okkar skilið en ekki svívirðilegt skítkast eins og frá aðstoðarmanni forsætisráðherra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
2.8.2009 | 06:24
ER RÍKINU LEYFILEGT AÐ RUKKA FYRIR ÓUNNIÐ VERK ?? EÐA ER ÞETTA BARA MILLIFÆRSLA ÚR EINUM VASA YFIR Í ANNAN ???
Eigi veit ég úr hvaða vasa eða í hvern, en undarlega kom mér eftirfarandi fyrir sjónir en hvað finnst ykkur ??
Fyrir stuttu þurfti ég að fara í rannsókn á lsp við Hringbraut (ekkert merkilegt við það) það sem átti að rannsaka voru bláæðar í brjóstholi einhverskonar þræðing með litarefnum en til þess þurfti náttúrlega að komast í bláæð og voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að koma nál upp en því miður gekk það ekki svo ég varð bara að fara heim að svo stöddu en kom við hjá gjaldkera á leiðinni út og gaf hún mér upp að reikningurinn hljóðaði uppá rúmlega 90.000 (að vísu ekki minn hlutur heldur heildarverð) mig rak í rogastand og hafði á orði við hana að þetta væri nú ótrúlega dýrt miðað við það að rannsóknin hefði ekki verið framkvæmd og sagði hún mér þá að rukkað væri fyrir fulla rannsókn, okkur kom saman um það að best væri að ég borgaði ekki allavegana ekki að svo stöddu og skyldum við láta á það reyna og láta senda mér gíróseðil sem ég myndi svo gera athugasemd við hann þá. Svo núna bíð ég eftir reikningnum sem mér finnst ekki að eigi að verða greiddur(ekki að fullu í það minnsta,) hvorki af mér né tryggingastofnun.
Ég veit að vísu ekki úr hvaða vasa er tekið eða í hvaða vasa er sett en ég veit það eitt að ef ég fengi smið til að smíða sólpall í garðinn hjá mér og myndi síðan koma og mæla fyrir honum og segði síðan að það væri ekki hægt setja hann, en myndi síðan senda mér reikning fyrir pallinum að þá myndi ég ekki borga, en þið ?????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
1.8.2009 | 06:37
SVEI HRÆGÖMMUM LÍFEYRISSJÓÐANNA, GLÆPIR Í SKJÓLI STJÓRNVALDA.
Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig ráðamenn lífeyrissjóðanna hafa tekið sér vald til að spila glæfraleg fjárhættuspil með fjármuni félagsmanna, í það minnsta veit ég ekki um nokkurn einstakling sem hefur gefið leyfi fyrir slíkri spilamennsku og ennþá síður veit ég um nokkurn lífeyrisfélaga sem naut góðs af því braski hvorki í fyrir né eftir góðæri á nokkurn hátt .
Vinur minn fékk bréf frá lífeyrissjóði sínum um daginn, nánar tiltekið frá lífeyrissjóði Eimskipafélags íslands þar sem honum var tilkynnt að á stjórnarfundi hafi verið kynnt sú tillaga af lækka greiðslur til sjóðsfélaga um 25%, en hafi stjórnarmenn fellt hana, virkaði jákvætt á þeim tímapunkti en svo hélt lesturinn áfram, í framhaldi þess hafi undirritaður sem efsti maður í koppi tekið þá ákvörðun upp á sitt eindæmi að lækka BARA UM 19% núna (hugulsemi af hans hálfu finnst ykkur ekki ?) og eitthvað meira seinna, en hvorki var tekið fram hvenær eða hversu mikið þá.
Ekki veit ég nú af hverju en einhvern veginn laumaðist sú hugsun að manni að með þessu væri verið að búa til svigrúm til að lækka um önnur 19% fljótlega aftur.
Þvílík svívirða við fólk sem alltaf hefur greitt sína tíund til slíkra glæpastofnana og ekki að eigin vali heldur skyldað til þess af stjórnvöldum, gaman þætti mér að vita hvað þessi sami maður væri að bera úr býtum ef hann hefði greitt þessa peninga inn á bók, eða einfaldlega fjárfest í gulli. Þetta fyrirkomulag er smánarblettur á íslensku samfélagi, en hvern undrar svo sem nokkuð lengur þjóð okkar er að komast á lista með þjóðum eins og Simbabve, Haíti og Kúbu.
Já sú var tíðin að maður var stoltur af þjóðerni sínu en í dag ó nei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2009 | 05:10
Blessunarlega er þjóðin vonandi laus við undirokun AGS
Ekki hefur nú fréttaflutningur síðustu mánaða eða vikna verið til að gleðja mann eða hvetja til bjartsýnis og dáða.
Því var það mér mjög kærkomin frétt að heyra að AGS hafi ekki vilja greiða út meira af fyrirhöguðu láni til okkar, það gladdi mitt litla hjarta því fátt hef ég óttast meira en að verða undirokuð þeirra yfirvaldi.
'Ég hef í það minnsta ekki ennþá séð neina sönnun þess að það hafi komið nokkru þjóðlandi til góða að hafa þegið lán frá þeim, ef þú lesandi góður getur bent mér á vitnisburð um annað er það vel þegið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 03:57
Ráðamenn selja skrattanum sálu sína, og þjóðin fylgir með í kaupbæti
Jæja þá er maður sestur við tölvuna aftur, eftir stutta glímu við þá grænklæddu á lsp.
Kannski bara eins gott því maður er nánast kjaftstopp yfir yfir öllum þeim óþverra sem enn er að koma uppá yfirborðið meira og meira með hverjum deginum sem líður, það veldur mér mikið meiri velgju heldur hin römmu lyf svæfingarlækna.
Ég vissi nú t.d. að við værum að selja orkuna til stóriðju mjög ódýrt miðað við aðrar þjóðir en að munurinn væri svona rosalegur grunaði mig nú ekki enda hefur verið farið með allar slíkar upplýsingar og tölur sem mannsmorð, nokkuð sem maður skilur núna því þetta er bara einfaldlega nauðgun sem hefur átt sér stað, í skjóli ráðamanna sem eru bara melludólgar af verstu gerð, og ekki hefur ástandið batnað í stjórnartíð núverandi stjórnar, nema að vera skyldi ennþá svívirðilegri melludólgar á ferð, því þessir eru að setja alla þjóðina (nema náttúrlega auðmenn, útrásarvíkinga og hvítflibbaglæpamenn) á hnén og bjóða uppá hverja þá misnotkun og vændi sem viðsemjendur óska eftir frítt og að auki eru í boði hinar ýmsu auðlindir sem þessir háu herrum gæti hugnast.
Annars hélt ég nú að bannað væri með lögum að kaupa vændi og einnig að reka vændishús. En eg er nú bara fávís kona úr sveit og kann ekki klæki svona kumpána.
Áður en ég hætti nú að tala um raforkuna okkar þá verð ég nú að minnast á þá snilld sem átti sér stað gagnvart íslenskum grænmetisbændum, í staðinn fyrir að hlú að ísl framleiðslu eins og svo fjálglega var nú talað um í kostningabaráttunni að þá reyna þeir að ganga endanlega frá þessum bændum með því að hækka raforkuverð til þeirra um 25% ég endurtek 25%, hvað varð um það markmið að spara gjaldeyri, og styrkja innlenda framleiðslu.
Ég lýsi hér með eftir því mæta fólki, eða ætli sé það kannski bara farið af landi brott, mér er spurn ???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)