27.11.2009 | 03:31
Hetjudáðir og hörmungar fyrr og nú
Bæði þegar ég var í barna og síðan unglingaskóla var hluti af kennsluefninu í Íslensku að lesa fornbókmenntir s.s Njálu, Hrafnkelssögu og Egilssögu ofl. bæði þá og raunar enn í dag undraðist ég hvað þetta þóttu/þykja miklar hetjur, hraust og mikilmenni eins og t.d. Egill Skallagrímsson sem framdi sitt fyrsta morð aðeins fjögurra ára gamall og fyrir mér voru þetta bara hálfgerðar hrollvekjur en ekki hetjudáðir og mér þótti verst hvað þessir lærifeður mínir litu upp til þessara manna og lofuðu snilld þeirra í hástert því þetta voru bara ótýndir glæpamenn og morðingjar og myndu sennilega allir sitja inn í fangelsi eða öðrum stofnunum ef þeir væru uppi í dag.
En kannski eymir nú eitthvað eftir af þessari hugsun ennþann dag í dag.
Og því var þetta það fyrsta sem kom upp í hugann þegar fréttamaður tók tal á rjúpnaveiðiskyttu nú í vikunni, ég man ekki nöfn þeirra en viðmælandi var inntur eftir því hvað væri svona heillandi við veiðarnar og þá svaraði hann á þennan veg, að hann vildi sanna fyrir börnunum sínum að hann væri ekki kaffi drekkandi, reykjandi aumingi, heldur væru þeir vormenn Íslands.
Ég var nú bara að velta því fyrir mér hvað það kæmi hetjudáðum við, að elta uppi smáfugla og drepa þá.
Hins vegar skil ég vel að menn skuli vilja veiða sér til matar og hreyfingin og útiveran góð en veiðin sem slík ekki hetjudáð. Sjálfsagt mun mörgum finnast þetta bara vera leiðinda nöldur í mér, en ég á því miður mjög slæmar minningar varðandi byssur og notkun þeirra frá barnsaldri og er mikið á móti byssueign inni á heimilum nema þá í sérstökum þar til gerðum viðurkenndum skápum og helst myndi ég vilja að allar byssur yrðu geymdar á vegum lögreglu eða innan annarra ábyrgra stofnanna á milli þess sem þær væru í notkun.
En samt má nú ekki ganga svo langt að saklaus gutti í leik með leikfangabyssu sé yfirbugaður af sérsveit lögreglunnar með þeim hætti sem þeir gerðu í gær og algerlega óskiljanlegt hvernig því fór fram.
Það er alveg með ólíkindum hvað þjóðmálin koma manni alveg endalaust á óvart þegar maður heldur að nú sé búið að toppa allt varðandi sukk, spillingu og undirlægjuhátt þá kemur endalaust meir og meir í ljós.
Mér þótti t.d. afar leitt að heyra í Birgittu Jónsdóttur lýsa því hvernig viðtökur og viðhorf Íslenskar sendinefndir í alþjóðasamfélaginu eru og hversu illa og jafnvel alls ekki, bæði stjórnvöld og ekki síður fjölmiðlar hafa kynnt okkar málstað á erlendum vettvangi, enda virðast allir halda að við getum alveg borgað og að okkur beri lagaleg skylda til þess, en séum bara með leiðindi og málþóf, enda kannski ekki nema von þar sem enginn er til að tala okkar málum og kynna þau.
Mig myndi langa til þess, að við hinn almenni borgari tækjum okkur saman (því fleiri því betra) söfnum saman sögum okkar og hvernig kreppan og bankahrunið hefur leikið okkur og hvaða þýðingu það muni hafa fyrir okkur ef við göngumst undir nauðungasamninga varðandi Isesave, og komum sögum okkar á framfæri bæði við erlenda fjölmiðla sem og erlenda ráðamenn.
Við þurfum svo nauðsynlega að koma á framfæri OKKAR málstað og megum ekki fyrir nokkurn mun gefast upp og verðum að halda áfram baráttunni við báknið.
'Eg læt staðar numið nú og hér og gaman væri að vita ykkar hug í þessum efnum og megi dagurinn verða ykkur ljúfur og léttur.
Athugasemdir
Mjög góð færsla hjá þér Hulda mín. Sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 10:09
Sammála og takk fyrir mig.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.11.2009 kl. 11:02
Kæru vinur mínar Ásthildur og Ásdís þakka ykkur stuðninginn
Hulda Haraldsdóttir, 27.11.2009 kl. 11:57
Hulda.Við að lesa pistil þinn,um rjúpuskyttuna,sem var að sanna mátt sinn fyrir börnum sínum.
Þá hugsa til þeirra útrásarvíkingana.Skýldu þeir hafa verið að sanna fyrir börnum sínum,mátt sinn að græða peninga.Þó þeir væru að ræna saklaust fólk,af aleigu sinni.
Stærilæti manna,er felst eingöngu því,að lítillækka náungann og leggja hann í einelti.
Kærar þakkir fyrir skrif þín.
Ingvi Rúnar Einarsson, 27.11.2009 kl. 15:26
Þakka þér fyrir Hulda og sendi þér heillaóskir lika.
Jón Magnússon, 27.11.2009 kl. 16:51
sammála .þessu Hulda vinkona kveðja og þakklæti/bloggvinur Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 27.11.2009 kl. 23:51
Skrifaði fyrir nokkru bloggfærsu um að sportveiðar væru morð. Sammála þér þar. Varðandi fornsögurnar geri ég skýran greinarmun á sögunuum sjálfum og þeim sem þær fjalla um. Mælikvarðar dagsins í dag eru ekki endilega réttir gagnvart söguhetjunum.
Sæmundur Bjarnason, 29.11.2009 kl. 08:35
Heill og sæll Yngvi, já þú hefur svo sannarlega á réttu róli varðandi stærilæti manna, þakka innlitið og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 30.11.2009 kl. 12:50
Sæll vertu Jón, og takk sömuleiðis
Hulda Haraldsdóttir, 30.11.2009 kl. 12:52
Takk ævinlega kæri Halli
Hulda Haraldsdóttir, 30.11.2009 kl. 12:52
Heill og sæll Sæmundur, Takk fyrir að benda mér á færsluna þína og einnig varðandi fornbækurnar þá hafði ég ekki horft á þær á þann hátt sem þú gerir en auðvita er það rétt hjá þér að gera greinarmun á sögunum annars vegar og hins vegar persónurnar þetta er nú það góða við bloggið það víkkar sjóndeildarhringinn þegar fólk deilir skoðunum sínum á þennan hátt, svo takk fyrir mig.
Hulda Haraldsdóttir, 30.11.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.