Hver er forgangsröð þjóðarinnar, ég bara spyr í forundran

Ekki fyrir löngu síðan skrifaði ég pistil varðandi forgangsröð Jóhönnu Sig og hennar stjórn en nú spyr ég hvað er eiginlega í gangi í höfðinu hjá þjóðinni hver er forgangsröð þjóðarinnar ??

Þegar maður les bloggin og hlustar á fólk almennt þá eru þjóðmálin efst í huga flestra og þau rædd af mikilli tilfinningu og á flestum kaffistofum, eldhúsum og öllum öðrum þeim stöðum sem fólk kemur saman lætur fólk móðan mása og flestir eru bæði reiðir og svekktir og finnst það bæði svívirt og gjörsamlega misboðið (réttilega) en þar lætur fólk við sitja og ætla svo öðrum að gera eitthvað i málinu ekki ósvipað og í sögunni Litlu Gulu Hænunni eins og einn bloggvinur minn vitnaði í um daginn.

Hvenær í ósköpunum ætlar mín blessaða þjóð að læra það að ekkert fæst baráttulaust í henni veröld og hvenær ætlar mín þjóð að læra að standa saman og styðja hvert annað og ýta til hliðar hugsuninni ég um mig frá mér til mín, hætta að hugsa á þann hátt að þó það gangi ágætlega hjá mér þá þarf að sýna hinum sem ekki gengur eins vel stuðning og hjálp.

Það sem ég ætlaði nú að koma á framfæri var varðandi mótmælin á laugardaginn var,  það mættu örfáar hræður, ég veit ekki hversu mörg við vorum en það hefur í besta falli verið 200 manns en ég efast nú samt um að það hafi verið það margir.

Á sama tíma voru allar verslunarmiðstöðvar fullar út úr dyrum og eftir því sem mér var tjáð þá er jólasalan góð og ekkert slegið af í verslun enda kvarta kaupmenn ekki.

Þetta er svo gjörsamlega ofar mínum skilningi, þjóðin virðist bera hag kaupmanna sem eru að stærstum hluta í eigu útrásarvíkinganna (sem bera stærstu sök á því hvernig komið er) fyrir brjósti umfram hag barna sinna og allra hinna sem þurfa að axla ábyrgð á gjörðum þessara manna.

Kannski eigum við þetta bara skilið, allavega þá held ég því miður að þetta komi til með að ýta undir það að ennþá fleiri muni gefast upp og flytja úr landi.

Svo elsku vinir endurskoðið forgangsröðina og reynum að standa saman, hugsum um hvar við viljum versla og gefum góðan hug, náungakærleik, og deilum gæðastundum með öllum þeim sem okkur eru kærir (þó við þekkjum þá ekki) og verum hógvær í innkaupum.

Megi allar góðar vættir fylgja ykkur inn í nýja viku og munið að bros eða hlýtt handtak getur breytt deginum hjá einhverjum og auðgað hann hjá þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vel mælt Hulda mín.  Ég hefði mætt ef ég hefði verið í Reykjavík.  Við verðum að fara að taka okkur saman og láta í okkur heyra.  Það gerist ekkert meðan við bara bíðum og vonum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

algjörlega sammála þessu Hulda það þarf að standa saman/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.11.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ásthildur mín kær, já ég veit að þú ert baráttukona af lífi og sál, mér þóttu fréttirnar af þinni heimaslóð alveg skelfilegar. Atvinnuleysi er ein versta meinsemd þjóða og ber með sér tortímingu og vonleysi og grefur undan sjálfsvirðingu og hefur víðtækar afleiðingar. Þakka þér mín vina 

Hulda Haraldsdóttir, 1.12.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Eins með þig Halli minn kær, þakka innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 1.12.2009 kl. 12:41

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sameinaðir stöndum vér,sundraðir föllum vér.Þinn hugur Hulda er svo sannanlega hjá fólkinu.En er það ekki vonleysið,sem segir ef ég ekki eyði því sem ég á,hirðir skatturinn það.Ef ég á eitthvað,þá fæ ég ekki lífeyrir.Það er kannske þetta,sem stýrir eyðslunni.Ævinleg blessuð.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.12.2009 kl. 20:46

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:45

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll ævinlega Ingvi, góður punktur hjá þér þessi hugsun skýrir örugglega margt. Þakka álitið  

Hulda Haraldsdóttir, 3.12.2009 kl. 04:14

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þakka þér Ásdís                   

Hulda Haraldsdóttir, 3.12.2009 kl. 04:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín fréttirnar eru alls ekki góðar héðan.  Mér finnst stefna í að ríkisstjórnin ætli sér að setja á stofn borgríki og þar með verði engin landsbyggð lengur.  Þá er komin tími á að við hér á Vestfjörðum stofnum sjálfstætt ríki.  Ég hef rætt um það lengi og vil einmitt og tel að okkur sé betur borgið sem sjálfstæðu ríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 19:40

10 Smámynd: Ómar Ingi

Innlitskvitt

Ómar Ingi, 14.12.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Skil alveg hvað þú átt við með þessu bloggi né í sambandi við hvern maður verslar þá fer það allt eftir verðlagi hjá mér er einn af tugum íslendinga sem hafa misst vinnuna og ekkert að glæðast á þeim vettvangi Þess vegna elti ég bestu verðinn . Ríki og borg hafa ákveðið að ganga af verktakastettini dauðri og ekkert við því að gera nema að pakka saman og yfirgefa land hef hafið atvinnuleit erlendis og mun fara af landi brott en og þegar það gerist þá mun ég aldrei koma aftur hingað . Það viðist vera markmið margra að hrekja eins marga í burtu og hægt er

Jón Rúnar Ipsen, 12.1.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband