5.11.2009 | 13:31
Hugleiðingar vegna Lilju Móse, og örstutt speki
Enn fljúga vikurnar áfram á eldingarhraða, og jólin verða kominn áður en maður snýr sér við.
Ég hef verið að hugsa um hvort ég eigi að hrósa henni Lilju Mósesdóttur fyrir þá ákvörðun sína að ætla ekki að kjósa með Icesave samningnum en svo fór ég að hugsa málið og mér finnst ég ekki geta það allavega ekki að svo stöddu vegna þess að mér finnst hún í rauninni ekki taka afstöðu ef hún situr hjá.
Mér finnst það bara ekki nóg og mér finnst að ef hún er á móti þessum nauðasamningum sem á að beita okkur þá verði hún og vissulega þingheimur allur menn bæði innan stjórnar sem og utan AÐ STANDA MEÐ SANNFÆRINGU SINNI, TAKA AFTÖÐU OG KJÓSA EFTIR HENNI.
Það að sitja hjá er ekki að taka afstöðu auðvita veit ég það er ekki auðvelt að standa á móti straumnum og gegn vinum sínum en ég held að það hljóti og valda meira hugarangri að lifa við það með sjálfum sér að maður hefði mögulega getað afstýrt því að þjóðin yrði seld í nauðungarvinnu og að sameiginlegar auðlindir okkar verði notaðar sem skiptimynt. þeir sem leggja blessun sína yfir þessa nauðungarsamninga koma til þess með tíð og tíma með að horfast í augu við börnin sín og barnabörn og jafnvel barnabarnabörn og segja ég gerði ALLT sem í mínu valdi stóð til þess að spyrna í mót þessari vá. Spurningin er bara sú HVERJIR geti sagt það verður Lilja Móse. ein af þeim eða ekki ? Svo allavega ætla ég að bíða með allar yfirlýsingar en hvetja alla þá SEM VETTLINGI geta valdið í þessu máli að hugsa vel sinn gang og ÞINGHEIM ALLAN BIÐ ÉG AÐ HUGSA ÞETTA TIL ENDA.
Og að lokum smá speki sem hljóðar svo : HLUSTAÐU Á RÖDD ÞAGNARINNAR S.W.
Athugasemdir
Kvitt og kveðja /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 5.11.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.