22.4.2010 | 01:06
Fyrr má nú rota en dauðrota
Eins og allir vita þá eru skattahækkanir það eina sem hefur komið hefur frá þessu stjórnar og ráðamanna pakki sem situr nú. Það á endalaust að hlaða á okkur þegnana, sífellt þyngri og stærri klafa bæði í beinum og óbeinum sköttum, svo ekki sé nú minnst á skert lífeyrisréttindi ásamt gríðarlegum hækkunum á nauðþurftum heimilanna.
Það á að kreista til síðasta blóðdropa alla þá sem sem minnst meiga sín, það er búið svipta fólki vinnunni, búið að ræna það varasjóðum og ævisparnaði, svipta það eigum sínum,stolti sínu og æru og jafnvel lífsviljanum líka. Það er ekki spurt um hvort það séu börn á þeim heimilum þar sem sýslumannsembætti um allt land vaða inn og hreinsa út úr þeim þar eru ekki í gildi frasar eins og friðhelgi heimilanna og mér finnst það bera vott um hvaða mann þeir geyma sem skýla sér bak við saklaus börn.
En aftur að því sem ég ætlaði mér nú að benda á hér í upphafi en það var að segja sögu 82ja ára konu sem hefur verið að prjóna lopapeysur fyrir góðgerðarsamtök (þar sem allur ágóði fer til góðgerða) og hefur fengið smáaura fyrir sem eins og flest okkar vita er nú smánarlega lítið og varla teljandi, en kannski samt örsmá uppbót á ellilífeyririnn, sem hefur kannski dugað fyrir smágjöfum handa barnabörnunum.
Þessi fróma kona gerði samt stórmistök sem fólust í því að hún stofnaði sparisjóðsbók í bankanum sínum sem hún kallaði PRJÓNAPENIGA og þar lagði hún þessa aura sína inn. Nú fyrir skömmu fékk hún bréf frá skattinum þar sem henni var gert að gera grein fyrir þessum peningum með tilliti til þess hvort greiddur hafi verið skattur af þessum aurum og eins vegna þess hvort þessar tekjur gætu orðið til þess að skerða lífeyrisgreiðslur hennar. Ef þetta á að vera leið ríkisvaldsins til að rétta við ríkiskassann þá held ég að það sé eins gott að koma sér af landi brott. Það væri nú annars gaman að vita hversu margar lopapeysur þyrfti að prjóna til þess að greiða fyrir skuldir þó ekki væri nema fyrir einn útrásaróþverrann ?? Og reiknið nú.
Athugasemdir
það þarf ábyggilega að kæra þessa stjórn fyrir mismunun, allir sem minna mega sín fá skerðingar. Hinir sem eru vinir og vandamenn stjórnarinnar fá allt afskrifað og fyrirtækin sín til baka skuldlaus.. Þetta er algjör viðbjóður, eitthvað verður að gerast fljótt. Við megum ekki sætta okkur við það að borga IceSlave í topp, og skera niður í grundvallarþjónustu okkar fólksins.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2010 kl. 01:30
Það hefur alltaf viðgengist að þegar vinstri stjórn ríkir þá er skattheimtan mest. Það er staðreynd. Þegar forsetinn okkar ÓRG (vinstrisinnaður) var fjármálaráðherra hér áður fyrr þá var hann kallaður Skattmann. Það halda margir að þegar vinstri stjórn ríki þá verði hér : Aukið velferðarkerfi, þeir séu vinir "litla mannsins" og fl. en þetta er alrangt eins og þú ert að upplifa núna.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 22.4.2010 kl. 02:12
Þetta er ömurlegt, en ég get frætt þig á einu sem ég þekki gegnum aðstoð mína við pabba minn að allur peningur sem viðkomandi á inn á bók er skattlagður og skatturinn greiddur til ríkissjóðs af bankanum, það sést á yfirlitum, einnig koma bækur fram á yfirliti bankanna þannig að ekki getur verið að það eigi eftir að skattleggja konuna. Hitt er svo annað mál að þeir nota fjármagnstekjurnar til að lækka stofn til útreikn. á ellilífeyri, þar er glæpamennskan falin þetta er ekki nýtt, hefur verið til margra ára.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 11:21
satt er orðið Hulda bloggvinkona,þetta er svínarí vinstri mann að skattpína fólk/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.4.2010 kl. 12:04
Ég tek undir orð Ásdís af eigin raun.Og annað svínarí bætist þar við,er að það skiptir engu hvort fjármagngjöld eða húsaleigugjöld viðkomandi,séu jafn há og fjármagnstekjur,það er ekki jafnað út,líkt og er gert hjá lögaðilum.
Ingvi Rúnar Einarsson, 22.4.2010 kl. 16:20
Kæra Jóna, já nú er að duga eða drepast við verðum að fara að rísa upp á afturlappirnar og koma stjórnvöldum í skilning um það að við látum ekki bjóða þetta. Þakka þér innilega innlitð og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 23.4.2010 kl. 19:27
Heil og sæl Sólveig, gott hjá þér að minna mig á ÓRG skattmann, málið er að beinir skattar eru kannski ekkert rosalega háir í samanburði við t.d. hin norðurlöndin og vestur Evrópu en hérna eru það fyrst og fremst óbeinu skattarnir sem eru margfalt hærri en tíðkast annars staðar. Hér erum við að marg borga skatt af sömu krónunni. Það þyrfti að gjörbreyta öllu skattkerfinu alveg frá grunni. Þakka þér innleggið
Hulda Haraldsdóttir, 23.4.2010 kl. 19:56
Ásdís mín kær, ég þekki til margra mála eins og þeirra sem þú nefnir og er þér hjartanlega sammála varðandi hver glæpurinn er, en hins vegar er núna verið að bæði auka álög á fólk á meðan verið er að skerða kaupmátt, lækka lífeyrisgreiðslur, skerta félags og heilbrigðisþjónustu og stígandi verðbólgu. Þakka þér álitið og innleggið.
Hulda Haraldsdóttir, 23.4.2010 kl. 20:15
Mínir elskulegu vinir Halli og Ingvi, þakka ykkur ævinlega hin góðu innlegg ykkar,
Hulda Haraldsdóttir, 23.4.2010 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.