Hvort eru íslendingar líkari hestum eða lamadýrum???

Ég annaðhvort las eða heyrði nokkuð góða samlíkingu nú fyrir stuttu. Þar var verið að bera saman hesta annars vegar og lamadýr annars vegar.

Hesturinn er það hollur eiganda sínum og hlýðinn að það er alveg sama hversu þungum byrðum er hlaðið  á hann þá heldur hann áfram alveg þangað til hann hnígur niður og getur sig ekki hreyft eða einfaldlega dettur niður dauður.

Lamadýrin hins vegar sem víða eru notuð í sama tilgangi þ.e. sem burðar og vinnudýr og láta einfaldlega ekki kúga sig á sama hátt og hestarnir.  Þegar búið er hlaða á þau meiri byrðum en þeim hugnast að bera þá einfaldlega leggjast þau niður og mótmæla og láta ekki misbjóða sér, en eru samt trygg húsbónda sínum svo framalega að hann sé þeim góður húsbóndi og meðhöndli þau af virðingu og kunni að meta vinnu þeirra.

Svo mér er spurn hvort ætlum við íslendingar að vera sem hrossin og láta kúga okkur og taka sífellt þyngri og þyngri byrðar á okkar herðar alveg þar til við örmögnumst o.e. deyjum eða ætlum við  að vera eins og lamadýrin og láta yfirboðara okkar vita það og skilja, að NÚ sé komið að því að við segjum hingað og ekki lengra, mælirinn sé fullur og við krefjumst þess að hlustað sé á okkur, við krefjumst úrbóta fyrir heimilin í landinu, við krefjumst þess að ráðamenn axli ábyrgð á gjörðum sínum bæði fyrir og eftir hrun og eins krefjumst við þess að þeir sem rændu bæði bankana, fólkið í landinu og auðlindir okkar ásamt ímynd okkar og heiðurs verði látnir svara til saka og refsað á viðeigandi hátt ef þeir á annað borð vilji halda byggð hér í þessu stórkostlega landi okkar sem ég held að hjarta okkar flestra slái til. Við verðum að standa upp úr hægindastólnum og mótmæla á sýnilegan hátt, það er auðvita gott að blogga um málin og ræða málin en það bara dugar einfaldlega ekki til, SVO BETUR MÁ EF DUGA SKAL kæru landsmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Íslendingar eru hestar.  Þegar íslensku jólasveinarnir segja:  "Hó, hó hó!"  hljómar það mjög líkt hneggi hesta.

Jens Guð, 23.4.2010 kl. 23:17

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Já við erum hestar, en þurfum að verða lamadýr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.4.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hulda.Dæmisaga þín er góð og gild til hvatninga á fólki til að mótmæla.

Ingvi Rúnar Einarsson, 24.4.2010 kl. 10:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð, takk fyrir og góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.4.2010 kl. 11:13

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæl öll mín kær hér að  ofan. Já mér sýnist að við séum öll sammála um það að ísl. séu hestar í samlíkingunni hér að ofan og eins og hún Jóna mín segir hér að ofan þá þurfum við að reyna að draga fram lamadýrin í okkur og verða sem þau. Minn kæri Jens, Þú ert nú alltaf sér á báti og sérð hlutina á annan hátt en við hin, Kæri Ingvi ævinlega takk  og Ásdís mín elskuldeg  

Hulda Haraldsdóttir, 25.4.2010 kl. 19:13

6 Smámynd: Páll Eyþór Jóhannsson

Sniðug samlíking og býsna sönn.

Páll Eyþór Jóhannsson, 26.4.2010 kl. 07:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottur pistill, ég vil frekar vera lamadýr en hestur í þessu samhengi.  Við verðum að fara að standa saman ef við viljum vernda börnin okkar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2010 kl. 18:09

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Páll og takk fyrir innlitið og innleggið  

Hulda Haraldsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:55

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ásthildur mín yndisleg, takk fyrir mig og bestu kveðjur í Kúlu

Hulda Haraldsdóttir, 28.4.2010 kl. 01:57

10 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Já við erum lúbarðir jálkar enda stefnir í metlandflótta. Þetta bréf til þingmanna er ég að safna undirskriftum á. Ég skora á alla sem þetta lesa að skrá sig hér í stuðningshóp við frumvarp Lilju og áframsenda á vini og kunningja sömu beiðni. Bendi einnig á þessa hópa:  Mótmælendur Íslandi, Samtök lánþega,  Lántakendur Avant, Lýsingar og SP Fjármögnunar

Ævar Rafn Kjartansson, 28.4.2010 kl. 15:48

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ævar kær, Því miður þá hefur þú rétt fyrir þér varðandi landflótta, innan minnar fjölskyldu og vina eru þó nokkrir sem eru farnir nú þegar, aðrir eru búnir að taka ákvörðun og eru að fara og síðan eru enn fleiri (þar á meðal við)að leita fyrir sér og munum fara ef allt annað bregst  

Hulda Haraldsdóttir, 29.4.2010 kl. 05:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband