ÁBABA.,,,.

Hvernig leggst svo þetta nýja ár í ykkur ?? Ég get ekki sagt að það leggist vel mig . Á þessum fyrsta mánuði hafa nú þegar orðið 3 verulega slæmir atburðir átt sér stað innan fjölskyldunnar. Fyrst var það bruninn síðan slasaðist ungur frændi minn um borð á sjó þegar hann féll niður í lest með þeim afleiðingum að hann hálsbrotnaði og lamaðist mjög mikið en ekki er vitað að svo stöddu nákvæmlega hversu mikið og síðan er ung kona á gjörgæsludeild sem hreinlega gafst upp svo að bænaefnin eru mörg. 

Þá eru nú  blessuð þjóðmálin hvaða nafni sem þau nú nefnast ekki til að blása manni bjartsýni í brjóst  Stjórnarliðar flögra um eins og höfuðlausar hænur, sífellt meiri viðbjóður kemur upp á yfirborðið, jafnvel enn meiri en nokkurn hafi órað fyrir. Þúsundir heimila eru á leið í gjaldþrot og enn fleiri fyrirtæki eru á sömu leið.

 Því miður er erfitt að finna eitthvað jákvætt í þeim málum nema það þá helst að loksins er farið að handtaka menn, leggja fram kærur, ásamt húsleitum sem gefur manni smá von um að einhverjir af þeim glæpamönnum sem komu landinu okkar í þrot verði látnir svara til saka og allar þeirra eigur verði hundeltar og grafnar upp þannig að sem mest náist upp í skuldir þær sem þjóðinni er ætlað að borga fyrir með blóði sínu og svita á meðan þeir sjálfir spóka sig á sólarströndum, og skemmtisnekkjum í einhverjum skatta paradísum sem maður kann ekki einu sinna að nefna hvað þá meira.

Síðan að allt öðru, ég fer ekki oft í verslanir og enn sjaldnar í stórar verslunarmiðstöðvar á borð við Kringluna og Smáralindina og þá fyrrnefndu allra síst.  En fyrir jól fór ég að vísu í þær báðar aðallega til að skoða og spá í verð sem mér fundust nú alveg út úr kortinu fyrir utan kannski  örfáar undantekningar. Ég verslaði nú ekki mikið heldur eins og ég sagði hér að ofan aðallega að spekúlera verðin því ég reyni yfirleitt að fresta fatakaupum  fram að útsölum og ætlaði að gera slíkt hið sama núna, svo ég skellti mér í Kringluna (enda með gjafakort þar) og ætlaði mér að gera kostakaup þar.

En viti menn verðin höfðu í rauninni ekkert lækkað og í tvígang rak ég mig á flíkur sem var búið að breyta verðinu á sem sagt það var búið að hækka verðið og síðan gefinn 40% afsláttur og þá kostaði sú flík 230 kr meira en fyrir útsölu, þetta er sjálfsagt löglegt en er samt afar siðlaust finnst mér.

Það er nú varla hægt að ljúka þessari færslu hjá mér án þess að nefna STRÁKANA OKKAR í Vín. Þvílík frammistað hjá þessum strákum komnir á verðlaunapall BRONSIÐ Í HÖFN. Árangur þeirra hefur lyft upp huga og hjörtum þjóðarinnar og leikur þeirra fært ljós og von á annars erfiðum tímum  þeir eru landi og þjóð til sóma og standa sig frábærlega vel og minna bæði okkur sjálf og aðrar þjóðir á hversu stórkostlegt fólk byggir þetta land, og þrátt fyrir allt það mótlæti sem yfir okkur dynur, þá slær hjarta okkar í takt og ég veit í hjarta mér að ef við stöndum saman þá getur ekkert grandað okkur hvorki icesave, óprúttnir útrásarvíkingar, gírugar fyrrum nýlenduþjóðir, AGS, ESB né gjörspilltir stjórnmálamenn.

En til þess að við getum orðið sú þjóð sem ég veit að býr í hjarta okkar og að lifa því lífi sem þorri okkar þráir, þá þarf að stokka upp allt kerfið hérna og ég sé nú eiginlega enga aðra leið en að við tökum sjálf málin í okkar hendur með því hreinlega að gera byltingu og fá hag o.e. þjóðstjórn til valda. Tökum okkur til fyrirmyndar strákana okkar og stöndum saman, við höfum öll einhverja hæfileika og spilum mismunandi stöður á vellinum og bætum þannig hvort annað upp eins og einhver sagði svo réttilega ,, we might not have all together, but together we have it all,,

Megi nýbyrjuð vika verða okkur öllum til heilla og hamingju, mínir elskulegu landar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vonandi allt þegar þrennt  er og ekki komi meira fyrir bloggvinkona Hulda ,en seinni partur pistilsins er góður og orð i tíma töluð/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.1.2010 kl. 22:46

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég get lofað þér því að enginn af kók-sniffandi útrásarvillingum verði sóttir til saka.  Svo mikið veit ég og þekki "kerfið".  Örfáum peðum verður fórnað.  Hinir fá allt á silfurfati aftur.  Sannaðu til.

Jens Guð, 31.1.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Ómar Ingi

Keep on Trucking Hulda

Ómar Ingi, 31.1.2010 kl. 23:49

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hulda.Þó allt sé dökkt,sé ég að þú hefur séð ljós í myrkrinu.Verðum við ekki öll að lifa og vona,að breytingar verði á.Veturinn er á undanhaldi,og bjartir dagar framundan.Auðvitað verður uppgjör gærdagsins nauðsynlegt,til að hægt sé að sjá bjartari tíma,og forðast það,miður fór.

Eðlilega er hugur þinn harmi sleginn,vegna slysfara þinna nánustu.En lífið heldur áfram,því segi ég það Hulda.Haltu áfram að finna bjarta fleti í þínu lífi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.2.2010 kl. 10:56

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er ekkert skrítið að þér líð hálf illa Hulda mín, margt gerst á stuttum tíma. Ég sparaði helling á útsölunum, fór ekki á eina einustu, er alveg hætt að láta plata mig og reyndar mörg ár síðan.  Hafðu það sem best elskan, ég hugsa hlýlega til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:15

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hulda.Skoðaðu blogg-síðu Jóhönnu Magnúsdóttir(Naflaskoðun).Þar ræður hún um tilveru okkar.

Ingvi Rúnar Einarsson, 2.2.2010 kl. 15:20

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þakka þér innlitið og góðan hug Halli minn

Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 01:56

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Jens minn kæri, já því miður held ég að þú hafir rétt fyrir þér, það verða bara peðin sem borga fyrir raunverulegu skúrkana en ég er bara að reyna sannfæra sjálfa mig um að svo verði ekki. Þakka álitið 

Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 02:13

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk sömuleiðis Ómar

Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 02:20

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæri Ingvi, bestu þakkir fyrir uppörvun og ábendingar

Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 02:55

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Ásdís, mínar bestu þakkir fyrir stuðninginn og hlýhuginn þú ert alltaf jafn yndisleg

Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 03:02

12 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir boðið. Mér er ánægja að verða bloggvinur þinn.

Anna Guðný , 3.2.2010 kl. 22:42

13 identicon

Góð lesning frá þér að venju Hulda og megi fallið vera faraheill til afgangsins af árinu.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 17:07

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábær færsla hjá þér Hulda mín.  Má ég votta þér innilega samúð mína vegna fjölskyldumeðlima sem hafa lent í hremmingum.  Vona innilega að þau öll nái sér á strik aftur.

Þó ég horfi ekki á íþróttir, þá er samt sem áður ljós í myrkri góður árangur drengjanna okkar í Vín. 

Ég er sammála hverju orði hjá þér með hitt.  Við verðum að fara að standa saman og krefjast þess að her verði sett á fagleg utanþingsstjórn.  Það hlýtur að vera hægt í ljósi aðstæðna.  kjörnir ráðamenn ráða bara alls ekki við ástandið í þjóðfélaginu.  Hafa hvorki þekkingu, dug né hug til þess.  Sumir þeirra alveg á bólakafi í spillingunni sjálfir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2010 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband