17.12.2009 | 05:49
Er Bakkus jólalegur ???
Jæja þá er maður risinn upp á enn á ný. Ég verð nú bara að segja að ég hef saknað ykkar vinanna hér á blogginu enda margt búið að koma uppá í þjóðfélaginu frá því ég var hér síðast og eiginlega alltof margt því ef ég ætlaði mér að tjá mig um allt það sem ég myndi vilja þá yrði það nú sennilega í.þ.m. fjórðungur af einni jólabók eða svo, en ég hlífi ykkur nú við þeim ósköpum og tek bara lítið eitt í einu.
Ég veit ekki betur en að það sé bannað að auglýsa áfengi en er það virkilega svo ?? eða er búið að fella það úr gildi ??
Það hlýtur bara að vera því það eru allir fjölmiðlar að auglýsa áfengi á einn eða annan hátt og meira að segja eru verðkannanir á áfengi eins svo t.d. var fyrir verslunarmannahelgina s.l. sumar þá voru birtar kannanir á bragði og verði á bjór, hvaða bjór væri ódýrastur og bestur flokkast það ekki sem auglýsing ?? Nú um daginn í fréttatengdum þætti á stöð 2 var verið að verðlauna besta jólabjórinn og svo var klikkt út með því að segja ,,hvað er jólalegra en áfengi ,, Ég er enginn bindindismaður en mér finnst nákvæmlega ekkert jólalegt við áfengi en hins vegar veit ég um marga sem virkilega kvíða þessari hátíð vegna áfengisdrykkju foreldra, maka, eða barna sinna.
Þegar vinkona dóttur minnar var 17ára (fyrir nokkrum árum síðan)sagði hún mér frá því að frá því hún mundi fyrst eftir sér, að þá hafi mamma hennar aldrei náð því að sitja borðhald til enda á aðfangadagskvöld og hvað þá að opna pakkana með þeim, hún var alltaf sofnuð áfengisdauða áður.
ÉG veit því miður að þetta er ekkert eindæmi og því er ég að pára þetta því mér finnst alveg forkastanlegt að tengja saman áfengi og jól og mér finnst nú nægilega margt sem blessuð börnin í þessu brotna þjóðfélagi okkar þurfa að glíma við svo ekki sé nú bætandi gráu ofan í svart og eigi ekki að þurfa að bæta á sig enn meira álagi vegna áfengisneyslu inni á heimilinu og meðal ástvina.
Læt nú staðar numið í bili og og óska ykkur öllum heilla og hamingju um alla ókomna tíð og gaman væri að heyra hug ykkar um þetta mál.
Athugasemdir
sammála þessu Hulda þó ekki að öllu leyti,hefi ekki drukkið áfengi í 20 ár eða svo ,en gerði það her áður,þetta með boð og bönn finnst mer ekki ganga,við verðum að umgangast þetta ,og það er leyfilegt að drekka og kaupa eftir 20 ára aldur,við berum ábyrgð á börnum okkar til 18 ára,og þar við stendur,en svona er þetta !!!!,'Oska þér og þinum gleðilegara jóla og heilsu vinkona/vonandi að þú hressist og bloggir eitthvað ,það er gaman að lesa bloggið þitt/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.12.2009 kl. 08:20
Hulda.Velkomin aftur að tölvunni þinni.
Þessi hugleiðing þín,er ekki ný á nálinni.Einn af þeim árum,sem gera okkur lífið leitt,er Bakkus.Hann veit um veiklyndi fólksins,og því er tilbúinn að ná tökum á því,til þess að gera þeim lífið óbærilegt.En þetta er eitt af því,sem ber að varast.
Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta,segir máltækið,en því miður,er óhóf þess,sem og annara gerða, böl mannkynsins.En vín hefur verið bruggað í öræfu alda,og því verður ekki hætt.Því verður að kunna að umgangast það.
Af þeim sökum tel ég,líkt og Haraldur,að boð og bönn eru ekki til neins,heldur ber að kynna vín,bæði ágæti þess,sem og aðgæti við að njóta þess.
Hitt er svo annað mál,að foreldrar eða fullorðið fólk,sem getur ekki notið þess,án þess að vera drukkið,ber að varast að drekka í ásjár barna,heldur njóta samvistar með börnunum án drykkju,og velja þá annan tíma þess.
Ég tek undir allar óskir um gleðileg jól,og um jólin verði notuð til þess að finna sinn innri mann,og hefjast handa með að hugsa um ,að stuðla að því,að ást og hamingja,finni aftur leið að hjarta hvers og eins.Ekki veitir af.
Ingvi Rúnar Einarsson, 17.12.2009 kl. 15:38
Sæll minn kæri Halli þú ert allltaf jafn elskulegur, ég er alveg hjartanlega sammála þér um boð og bönn en afhverju í ósköpunum að setja lög til þess eins að brjóta þau. Hvaða skilaboð erum við að senda með því ?? þakka góða kveðju
Hulda Haraldsdóttir, 17.12.2009 kl. 16:57
Hulda.Ég gleymdi spurningu þinni.Það satt hjá þér,að auglýsingar,kynning á áfengi og smakk-skoðun er ekkert annað en brot á lögum.Lögin hafa greinilega verið sett sem atkvæðabeita.
Ingvi Rúnar Einarsson, 17.12.2009 kl. 18:22
Vissulega er bannað að auglýsa áfengi. Hinsvegar er óljóst hver á að fylgja banninu eftir. Ýmsir aðilar geta tekið málið upp. Til að mynda ríkissaksóknari eða ríkislögreglustjóri. Einnig getur hver sem er af götunni lagt fram kæru á næstu lögreglustöð.
Málið er að þetta er allt meira og minna á gráu og óljósu svæði. Vínbúðir eru reknar á undanþágu frá banni við sölu, varðveislu og neyslu vímuefna. Ef áfengi kæmi fram á sjónarsvið í dag kæmi ekki til umræðu að leyfilegt yrði að selja það. Hér spilar söguleg hefð inn í.
Skilgreint hlutverk vínbúða er að lágmarka áfengisneyslu, svo mótsagnarkennt sem það er. Þess vegna hefur ÁTVR einkaleyfi á sölu á áfengi. Veitingastaðir á undanþágu frá þessu einkaleyfi og sala þeirra er skilyrt því að áfengis sé neytt innan staðanna. Það má ekki fara út af veitingastað með áfengi.
Þessu hefur ekki verið fylgt eftir frá því reykingabann var sett á veitingastaði. Þar fyrir utan er ölvun á almannafæri bönnuð með lögum.
Vínbúðir eru með opinberan verðlista, m.a. á netinu og prentuðum bæklingi. Samkvæmt ströngustu skilgreiningu er þetta auglýsing. Á sama vettvangi má stundum finna kynningu á tilteknum vínum. Einnig upplýsingar um hvaða vín er heppilegast með hvaða mat.
Ef Séð & heyrt myndi birta sömu upplýsingar væri það auglýsing.
Verðlisti vínbúðanna er út af fyrir sig sami hlutur og það að allar vörur í búðunum eru verðmerktar. Upplýsingar í verðlistabæklingnum um hvaða vín henti tilteknum mat er sami hlutur og þegar starfsmaður vínbúðarinnar gefur þessar upplýsingar munnlega.
Þetta eru bara örfá dæmi til að sýna hvað mörkin eru óljós; hvar byrja á að taka á broti á banni við áfengisauglýsingum. Ef ég hefði meiri áhuga á að auglýsa áfengi en drekka það gæti ég auðveldlega auglýst það þvers og kruss án þess að hægt væri að beita lagabókstaf gegn því.
Jens Guð, 18.12.2009 kl. 08:26
Heill og sæll Ingvi, Já þetta er nú alveg rétt hjá þér þetta er ekkert nýtt á nálinni hjá mér en aldrei er góð vísa of oft kveðin stendur víst einhverstaðar, ég er nú eins og áður sagði hvorki bindindismaður né heldur er ég mikið fyrir boð og bönn, en mér finnst samt að það sé búið að lauma boðskap inná okkur sem fellst í því að það sé fínt að drekka áfengi, ekkert að því að fá sér nokkra bjóra fyrir svefninn, vín með hvunndagssmatnum, rauðvín með kvöldsnakkinu og auk þes á það að vera ómissandi í súpuna, sósuna, konfektið, kökurnar og desertinn svo fátt eitt sé nefnt. Ég veit að mörgum finnst þetta leiðindanöldur í mér og benda á t.d. Frakka og Ítala, sem drekka við öll áðurnefnd tækifæri en það er að mínu mati ekki sambærilegt vegna þess að þar eru aldargamlar hefðir og þeir kunna að fara með vín en aftur á móti eru er drykkjumynstur okkar svo langan veg frá þeirra mynstri og við viljum gera allt með miklum stæl og algerlega agalaus. Auðvita væri það óskastaða að allir kynnu með vín að fara og eins og þú segir sjálfur að hófleg drykkja gleður...en við þurfum að læra því hvernig getum við kennt börnum okkar að höndla áfengi og önnur fíkniefni ef við kunnum það eki sjálf ? Kær þökk fyrir innlitið álitið og hlýhug
Hulda Haraldsdóttir, 19.12.2009 kl. 17:11
Minn kæri Jens þú ert nú alveð stórkostlegur og það undrar mig nú alltaf hversu mikill hafsjór að margbreytilegri þekkingu þú býrð yfir um alla mögulega og ómögulega hluti. En hvernig er það nú gamli vin, þegar ég kynntist þér fyrst þá varst þú með 2ja bjóra reglu, getur verið að það hafi átt að vera 22ja bjóra regla eða týndist kannski eitt núll einhverstaðar ??? Þakka góðar upplýsingar og innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 19.12.2009 kl. 17:21
Það er mjög sorglegt þegar maður heyrir af fólki sem alkólismi hefur eyðilagt jólin fyrir. Veit um nokkur svoleiðis dæmi. Einn kunningi minn sem er komin yfir fimmtugt trúði mér fyrir því að enn þann dag í dag væri kvíði í huga hans fyrir jólin, vegna drykkju föður hans, þegar hann var barn. Fólk situr með ör í sálinni vegna þessa sjúklega ástands. Ég hugsa að áfengisauglýsingar auki á kvíðan og óöryggið hjá mörgum sálum. Þó það væri ekki nema bara þess vegna ætti að hætta að núa fólki upp úr áfengisauðlýsingum fyrir hátíðarnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 11:30
Hulda, ég kannast ekki við 2ja bjóra reglu eða aðra reglu í þá átt. Ef 1 bjór væri 5 lítra tunna kæmi þetta til greina. Hugsanlega hef ég einhvern tímann verið með 12 bjóra reglu. Minnist þess þó ekki. En gleðileg jól til þín og þinna.
Jens Guð, 25.12.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.