19.10.2009 | 05:37
Bæði hvatning til ykkar og speki frá Sulamith
Enn á ný er komin ný vika.
Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg dauðhrædd um að stjórnvöld og hið háa alþingi muni gera þau stærstu mistök frá upphafi lýðveldisins en ég er ennþá hræddari við að þjóðin hinn almenni borgari eins og ég og þú ætli að láta þetta yfir sig ganga án þess að lyfta litla fingri til að stöðva þau afglöp sem allt stefnir í að verði samþykkt.
Eitt er undirlægjuháttur stjórnvalda gagnvart þeim þjóðum sem ætla að kúga og undiroka okkur í krafti stærðar og valda til þess að komast yfir auðlindir okkar og virðast stjórnvöld hér vera eins og smjör í höndum þessarra hrægamma .
En það sem skelfir mig samt mest,er hvað það er mikil uppgjöf í fólki og eins og það vilji helst stinga hausnum í sandinn og bíða bara eftir að þetta gangi yfir eins og hver önnur plága eða fellibylur.
Auðvita skil ég það að vissu leyti og dett stundum sjálf í þann gír en sem betur fer hrekk ég mjög fljótt til baka aftur, og þegar maður byrjar að ræða þessi mál við fólk þá bregst það svo oft þannig við, að það bara segir æi ég bara nenni ekki lengur að hlusta á þetta maður er bara kominn með upp í kok af þessu öllu saman og við fáum hvort sem er engu ráðið um þetta og best er bara að sætta sig við orðinn hlut og það er þetta og AKKÚRAT ÞETTA sem ég hræðist svo skelfilega að mér verður varla svefns auðið fyrir vikið., þess vegna mínir kæru vinir bið ég ykkur af öllu mínu hjarta EKKI GEFAST UPP og þó svo ykkur finnist þið tala fyrir daufum eyrum þá samt haldið áfram því nú er að DUGA eða DREPAST. Ég enda þetta nú svo með spekinni hennar Sulamith og hún hljómar svo : THE TRAGEDY OF LIFE IS WHAT DIES INSIDE OF US WHILE WE LIVE (harmleikur lífsins er það sem deyr innra með okkur á meðan við enn lifum. is.) Megi dagurinn verða ykkur heilla og hamingjuríkur.
Athugasemdir
Elsku Hulda mín það er steinn í maganum á mér út af þessu Icesavemáli og ég hef ekkert traust á ríkisstjórinni. Guð einn má vita hvað þau eru að hugsa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.10.2009 kl. 11:09
Takk og kveðja til baka til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2009 kl. 14:13
Elsku vinurnar mínar en það koma dagar þar sem ég kemst ekki í tölvuna og þess vegna bið ég ykkur velvirðingar á því að vera ekki búin að þakka ykkur og svara, en enn og aftur takk
Hulda Haraldsdóttir, 21.10.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.