17.9.2009 | 18:47
FORGANGSRÖÐ JÓHÖNNU OG CO
Ég get nú ekki orða bundist varðandi Jóhönnu nokkra sem er víst sitjandi forsætisráðherra sem að vísu manni þykir frekar ótrúlegt vegna þess hversu lítið hefur borið á henni eða réttara sagt hefur manni fundist hún fara huldu höfði og verið á flótta undan fréttamönnumaðilinn ísl. sem og erl. og raunar undan allri þjóðinni og ég held að það sé álit meirihluta þjóðarinnar,
Það er gjörsamlega ólíðandi að sú manneskja sem gegnir æðsta embætti lýðveldisins hagi sér á þennan veg og minnir einna helst á framferði strútsins að því leytinu til að strúturinn stingur höfðinu í sandinn og heldur að enginn sjái hann ekki þar sem hann sjái engan en Jóhanna aftur á móti grefur sig alla í sandinn og treystir því að ef hún sjáist ekki þá muni fólk gleyma aðgerðarleysi hennar.
Þessi fróma kona svaraði fréttamann því í gær er hann spurði hana beint út hvort hún væri á flótta undan erlendum fréttamönnum (sem hafa kvartað opinberlega undan því að ekki væri hægt að fá hana í viðtöl) og svar hennar var að hún eins og allir aðrir hefði bara 24 tíma í sólarhringnum (sem kannski er það eina sanna sem komið hefur frá henni lengi) og því verði hún að forgangsraða hlutunum.
Mér er spurn hvað ætti að vera MIKILVÆGARA en að koma fram og skýra stöðuna, koma fram sem leiðtogi sem ber hag landssmanna fyrir brjósti, vera sýnileg og kynna stefnu stjórnarinnar og blása landanum kjark í bjóst.
Það eina sem hefur komið frá henni er endalaus söngur Evrópusamsvikamyllu. Hugsið ykkur bara nú þarf að fjölga starfsmönnum innan sennilega nokkurra ráðuneyta til þess að lesa yfir og svara yfir 2000 spurningum varðandi ESB umsóknina fyrir 16 nóv.(ég held ég fari rétt með)
Já það þarf auðsjáanlega ekki að spara innan stjórnsýslunnar það á bara spara útgjöld sem snúa að smælingjunum í þessu landi og þeir ásamt millistéttinni eiga síðan að borga og blæða.
Jóhanna sem alla sína tíð í pólitík hefur þóst bera hag litla mannsins fyrir brjósti og með slíkum lygum komst hún á þann stað sem hún er í dag hefur reynst lítilmaganum ver en nokkur annar þjóðarleiðtogi í sögu lýðveldisins.
Ég segi nú ekki annað en það að Guði sé lof að frú Jóhanna hefur ekki fleiri en 24 tíma í sólarhringnum því það takmarkar þá allavegana þann tíma sem hún og hennar lið allt innan stjórnarinnar hafa til að vinna þjóðinni tjón.
Svei svikurum og landráðamönnum sem eru í forsvari fyrir þjóð sem er að bugast og ráðaleysi stjórnvalda algert
Athugasemdir
hefði ekki getað orðað þetta betur/kveðja/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 17.9.2009 kl. 21:51
Og svo er óhætt að bæta því við að Heilög Jóhanna "strunsar" um með vanþóknunarsvip og illskuglotti um leið og hún plægir gangstéttina með hökunni og hreitir út úr sér við fréttamenn "no comment" sem er það eina sem hún kann í ensku.
Jóhann Elíasson, 17.9.2009 kl. 22:34
Þakka þér fyrir stuðninginn og álitið kæri Halli
Hulda Haraldsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:08
Heill og sæll Jóhann,
Já það virðist sem vanþóknunarsvipurinn ásamt illsku og heimskuglottinu og fýlusvipnum sem er nú orðinn þekktur um allan heim séu einu verkfærin sem hún notar sem stjórntæki því hún kann ekkert annað.
Þakka þér innleggið
Hulda Haraldsdóttir, 18.9.2009 kl. 00:45
Heyr, heyr.
Brynja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 13:26
Ég lít á þetta sem mikinn löst útávið því núna þurfum við fyrst virkilega á því að halda að selja.....Það er annars nokkuð ljóst að herða Jóhönnu valda ekki embættinu því tenging hennar við þjóðina er rofin. Jóhanna er ekki leiðtoginn sem við þurfum.
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:52
Sammála öllu að ofan. Er virkilega enginn til sem ræður við þetta?
Villi Asgeirsson, 24.9.2009 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.