Hverjir eiga að borga ??? Hverjir verða eftir ???

Heil og sæl bloggvinir,

Lítill sem enginn tími hefur gefist við tölvuna síðustu dagana en kannski bara eins gott þar sem lítið jákvætt er til að segja en þessu vil ég nú samt koma frá mér

Ég satt best að segja finn varla orð til að lýsa líðan minni núna,þó svo að okkar ástkæra ylhýra búi nú yfir nokkuð góðum orðaforða en ég ætla nú samt að reyna.

Mér líður eins og ég hafi verið svívirt, og verið svipt bæði sjálfræði, og  fjárræði. Mér finnst ég hafa verið höfð að fífli frammi fyrir þjóðum heims.

Mér finnst að búið sé að úthrópa mig sem  fjárglæfrakvendi, sem búið er að setja á alþjóðlega vanskilaskrá.

Það er búið að gera mig að algerum öreiga,  svipta grunninum gjörsamlega undan afkomu heimilisins og með öllu óvíst hvort börnin mín geti haldið námi sínu áfram,  vegna skerðingu námslána hækkandi afborgunum af eldri lánum og vegna hækkunnar skólagjalda,bóka og annarra námsgagna, á meðan möguleikar á vinnu með skóla eru að engu að verða og sá sparnaður sem við foreldarnir ætluðum til þess að styrkja þau í námi er að engu orðinn.

Svo hlustar maður á þessa fígúru sem á að heita fjármálaráðherra lýsa því yfir að okkur sé ENGIN vorkunn að borga icesave reikninginn þvílíkur drullusokkur og landráðamaður sem hann er og ekki er nú betra að hlusta á Jóhönnu sem reynst hefur bæði lævís og svikul og leikið sveimum skjöldum þóst vera talsmaður þeirra sem minna meiga sín en um leið og hún komst yfir völd og að kjötkötlunum þá var öllu slíku hent fyrir róða, hugsjónin og heilindin, (sem sennilega voru bara í orði en ekki borði) horfin eins og dögg fyrir sólu og sá hópur fólks sem kaus hana vegna þessa gefur hún bara puttann enda stendur henni nákvæmlega á sama um smælingjana enda var það eitt hennar fyrsta verk að ráðast gegn þeim. 

Mér finnst þetta lið ekki vera í neinum tengslum við þjóð sína, enda reyna þau ekkert til þess og er auðsjáanlega líka alveg sama, enda enda sitja þau við góða og gjöfula jötu og ég leyfi mér að efast um að þeirra börn eða barnabörn standi frammi fyrir því að verða að hverfa frá námi vegna fátæktar og að öllum líkindum sitja þau auk þess í skuldlausu húsnæði.

Eintómir innihaldslausir frasar og fagurgalar.

Aftur að Steingrími eftir að hann gaf þá yfirlýsinu að okkur væri engin vorkunn að borga fyrir fjárglæframenn og þjófagengi að hann hefði engar áhyggjur við ættum svo gífurlegan mannauð, fólk sem drifið er áfram af dug og dáðum, sem vissulega er rétt en málið er bara það að þetta dugmikla fólk er að stóruum hluta á leið úr landi og hverjir eru þá eftir til að borga brúsann ????  mér er spurn.

Sem dæmi get ég sagt ykkur vinir mínir að um helgina var ég í 50 ára, 40 ára, 20 ára og einu brúðkaupsafmæli já mikil veisluhöld á einni helgi en það merkilega var að svona í fljótu bragði myndi ég giska á að 10% væru búin að taka þá ákvörðun að fara og gera ráðstafanir i þá veru 15-20% væru á fullu við að leita fyrir sér erlendis og munu fara um leið og færi gefst og þar á meðal ég og mín fjölskylda og svo 10-12% sem ætla að sjá til eitthv. lengur.

Þannig að mér er spurn HVERJIR VERÐA EFTIR TIL AÐ BORGA ???????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ætli skuldin verði ekki felld niður eftir 15 ár, enginn peningur til í landinu, ég er ánægð með þennan pistl þinn. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður pistill þetta mjög sammála þessu öllu og vel það/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.9.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Jón V. Þorsteinsson

Takk f. þetta, gott innlegg. Þetta er raunveruleiki, því miður og þeim leppalúðum að þakka sem hér hafa verið við völd, þeim sem eru lítið sem ekkert jarðtengdir nema við "bestu vini" sína - vanhæf ríkisstjórn fyrr og síðar. Kv. Nonni

Jón V. Þorsteinsson, 2.9.2009 kl. 21:02

4 identicon

Ég skil reiðina mjög vel og hvert þú beinir henni, ég tók djúpan og snarpan skell við upphaf kreppu en þetta tosast þó uppávið, og það myndast líka fullt af nýjum tækifærum í svona ástandi.

Sjáum bara til þess að næsta ríkisstjórn setji útrásarvíkingana í klefa með BirgisGumma, og vissulega án sleipiefnis sem var þú þeirra eigin aðferð gagnvart þjóðinni.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 23:02

5 identicon

Sæl Hulda.

 Mér finnst bara eðlilegt að fólk tjáí sig um hið brjálæðislega RÉTTLÆTI sem að Steingrímur og co, vinna eftir.

Þetta er til háborinnar skammar ,þó ekki sé meira sagt.

Ekki kemst ég af landi brott , en ég get ekkert borgað...og hvað þá ?

Kveðja.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 03:15

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Góð færsla sem lýsir þjóðarandanum vel, en við erum sigruð þjóð.  Það er aldrei vinsælt að vera ráðherra eftir tapað stríð. 

Við erum á milli skers og báru og ég get ekki séð að ástandið batnaði við að eitt að skipta um stýrimann.  Hver ætti að taka við af Steingrími?

Hver er þessi leiðtogi sem mun frelsa þjóðina úr ánauð?

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.9.2009 kl. 11:09

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

SÆL ÁSDÍS,  ÞAÐ VÆRI NÁTTÚRLEGA FRÁBÆRT EN ÉG LEYFI MÉR AÐ EFAST UM AÐ VIÐ VERÐUM SVO HEPPIN, LÍKLEGRA ÞYKIR MÉR NÚ AÐ VIÐ VERÐUM ORÐIN AÐ FANGANÝLENDU AGS OG ESB. EN ÞAKKA ÞÉR BJARTSÝNINA OG HÚN FLYTUR FJÖLL EKKI SATT   

Hulda Haraldsdóttir, 5.9.2009 kl. 06:32

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

ALLTAF GAMAN AÐ FÁ INNLEGG FRÁ ÞÉR hALLI MINN, VIÐ ERUM LÍKA SVO OFT SAMMÁLA, TAKK OG KÆR KVEÐJA

Hulda Haraldsdóttir, 5.9.2009 kl. 06:35

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

HEILL OG SÆLL NONNI, OG ÞAKKA ÞÉR ÁLITIÐ, OG ÉG HELD AÐ ÞAÐ SKIPTI ENGU MÁLI HVAÐ FLOKKURINN (EÐA FLOKKARNIR) HEITA VIÐ ÞURFUM AÐ RUSLA ÖLLU ÞESSU LIÐI  ÚT OG FÁ FAGSTJÓRN OG LEIÐTOGA SEM HEFUR BEIN Í NEFINU EN ÞVÍ MIÐUR VIRÐUMST VIÐ VERA AFAR FÁTÆK HVAÐ ÞAÐ VARÐAR OG ÞAR SEM VIÐ ERUM SVO FÁMENN ÞJÓÐ ÞÁ HELD ÉG AÐ VIÐ ÞURFUM STJÓRN OG LEIÐSÖGN HLUTLAUSRA AÐILA OKKUR TIL HJÁLPAR OG VIÐ ÞURFUM AÐ LEITA UTANLANDS TIL ÞESS. SPILLINGIN Á SÉR SVO DJÚPAR RÆTUR HÉR. BESU KVEÐJUR

Hulda Haraldsdóttir, 5.9.2009 kl. 06:48

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Blessaður Gylfi og þakka þér innlitið, málið er bara ég hef enga trú á stjórnsýslukerfinu sem við búum við, þannig að á meðan það er óbreytt þá held ég að ný margflokkaríkisstjórn skili okkur afskaplega litlu, nema þá kannski betri skilyrði fyrir atvinnulífið. Því miður er erfitt að vera bjartsýnn á ástandið í dag, en vissulega þurfum við á allri þeirri jákvæðni og bjartsýni sem hugsast getur,  takk fyrir það

Hulda Haraldsdóttir, 6.9.2009 kl. 02:52

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

SÆLL VERTU þÓRARINN, JÁ MAÐUR BARA GETUR EKKI ÞAGAÐ ENDA VÆRUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA OG SÆTTA OKKUR VIÐ ÁSTANDIÐ MEÐ ÞVÍ.

ÞVÍ MIÐUR HELD ÉG AÐ MJÖG MARGIR SÉU Í ÞEIRRI STÖÐU AÐ GETA EKKI FARIÐ OG GETI EKKI VERIÐ SVO HVAÐ GETUR MAÐUR SAGT VIÐ ÞAÐ FÓLK ?? ÉG VEIT VARLA HVAR ÉG SJÁLF ER STÖDD Í ÖLLU ÞESSU,, MEÐ KVEÐJU HH

Hulda Haraldsdóttir, 6.9.2009 kl. 02:59

12 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

HEILL OG SÆLL ANDRI,

JÁ BLESSAÐUR TÍÐARANDINN ER NÚ SVONA.

ÞAÐ ER MIKIÐ RÉTT AÐ SJÁLFSAGT MYNDI NÝ RÍKISSTJÓRN EKKI SKILA MIKLU EINS OG ÉG SAGÐI HÉR AÐ OFAN VIÐ GYLFA OG EINS DAPURLEGT OG ÞAÐ NÚ ER ÞÁ EIGUM VIÐ ENGANN STERKAN LEIÐTOGA SEM VIÐ GÆTUM TREYST TIL ÞESS AÐ LEIÐA OKKUR ÚT ÚR ÞVÍ ÁSTANDI SEM NÚ ER, OG ÞESS VEGNA ERUM VIРBLÁSNAUÐ ÞJÓÐ Í ÖLLUM MERKINGUM ÞESS ORÐS. þAKKA ÞÉR INNLITIРOG ÁLITIР

Hulda Haraldsdóttir, 6.9.2009 kl. 03:06

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir færsluna.  Nú er bara að taka upp veskið og borga.  Hver er upphæðin aftur?  10 milljónir á mann?  Góðu fréttirnar eru þær að Bakkabræður,  Magnús í Vestmannaeyjum og fleiri eru að fá felldar niður skuldir upp á hundruð milljóna og halda samtímis óskertum sínum ofurlaunum,  snekkju og þyrlu.  Mogginn er þegar búinn að fá felldar niður skuldir upp á 3000 milljónir og heldur áfram að safna skuldum.

  Hvað þýðir niðurfelling þessara skulda?  Hverjir borga þegar upp er staðið?  Jú,  landsmenn með bros á vör.

Jens Guð, 7.9.2009 kl. 23:07

14 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Jens,  þakka innlitið og álitið,  jú mikið rétt við eigum að borga  en  með bros á vör ég held  ekkkkkki nema þá svona öðlingar eins og þú, sem hafa breitt bak og húmorinn í lagi,,

Hulda Haraldsdóttir, 8.9.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband