Neyðarástand og handvömm í vanhæfu stjórnkerfi á öllum stigum

Nú er orðið óralangt síðan ég hef komið að blogginu mínu (frá því fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu) og þá er bara dálítið erfitt að koma sér af stað á ný þó svo að tilefnin og uppákomurnar sem mig langar að blogga um séu bæði margar og þarfar og því veit ég vart hvar ég á að byrja en eins og máltækið segir þá er hálfnað verk þá hafið er og því byrja ég bara svona smátt og smátt.

Ég var svo yfir mig ánægð í fyrrasumar þegar ég var komin með alveg frábæran skurðlækni sem gerði mjög vel heppnaða aðgerð á mér og fékk þá tilfinningu að nú væri ég komin í örugga höfn og ég myndi eiga hann að til frambúðar enda ungur velmenntaður og metnaðargjarn maður sem var búinn að sérfræði mennta sig mikið erlendis og ná sér í víðtæka reynslu sem hann ætlaði að láta okkur hér heima á Fróni njóta.

Síðan núna í byrjun þessa mánaðar var því miður komið að aðgerð hjá mér enn á ný svo ég hringdi til að fá hjá honum tíma og þá var mér tjáð að hann væri hættur störfum hér og fluttur erlendis, mér lá við gráti og sá fyrir mér enn á ný leit að öðrum jafn hæfum. þar sem ég hef því miður alltof oft lent í slæmum uppákomum og hreinlega mistökum í gegnum áratuga veikindi mín og er því orðin dálítið hvekkt og á þannig nú orðið erfitt með að treysta alltaf  nýjum og nýjum læknum. 

En samt var auðvitað ekkert annað í boði þannig að nýr læknir gerði aðgerðina sem var sögð hafa gengið vel,  og vissulega vona ég að svo sé en það tekur nú samt einhverjar vikur að koma í ljós hvernig til tókst. 

Ástæða þess að ég er að væla þetta er nú ekki sú að ég sé að leita eftir vorkunn (þó svo að hlýhugur frá ykkur sé ætíð styrkur :) heldur er ég að benda á þá staðreynd að við séum að missa úr landi það fólk sem er okkar verðmætasti auður. Hverjir eiga að borga samneysluna, erlendu skuldirnar, mennta börnin okkar, halda uppi heilbrigðiskerfinu sem gæti og ætti að vera eitt það besta í heimi, hverjir eiga að hugsa um og annast gamla fólkið og svo mætti lengi telja.

Kæra þjóð við náðum með hjálp forseta okkar að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi icsave en betur má ef duga skal, það er að mínu mati útséð með að núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert ennþá og mun ekki heldur gera neitt að viti, til að spyrna við fólksflóttanum frekar en neinu öðru, allt frá því þessi stjórn tók við völdum hafa einungis tvö mál verið í forgangi hjá þeim, þ.e. icsave og Evrópusambandið og endalausum fléttum í kringum þau nema ef frá er skilið, að hafa  orðið þjóðinni til þvílíkrar skammar á erlendri grund og vinna okkur ómælandi skaða.

Gott fólk ég get ekki séð annað í stöðu okkar en að við hreinlega gerum byltingu, við erum með handónýta og gloppótta stjórnarskrá, gjörónýtt dómskerfi, óþarfa þingmenn, óþarfa embættismenn og nefnamenn sem eru bara afætur á ríkisjötunni og svo mætti lengi telja. Læt þetta gott í bili og megi dagurinn verða ykkur góður með vorangan í lofti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Hulda mín þetta er mikil hryggðarsaga.  Það er alveg skelfilegt að hugsa til alls þess flótta ungs fólks sem nú stendur yfir.  Sonur minn yngsti fer eftir tvær vikur til Noregs.  Og það virðist vera svo að stjórnvöld hreinlega hafi engar áhyggjur af þessu.  Þau halda sínu striki við að gera allof lítið of seint, og leggjast svo í verkefni eins og tónlistarhús og hátæknisjúkrahús.  Meðan ekki er hægt að manna stöður lækna og hjúkrunarfólks svo vel sé.  Það er eitthvað mikið að.  Ég er alveg til í byltingu.  Ég ætla á landsfund Frjálslynda flokksins á morgun, ég hef fylgt þeim flokki lengi og trúi því að þar sé fólk sem getur tekið fast á ýmsum hlutum, fái þeir til þess styrk.  ALlt sem þeir sögðu okkur fyrir kosningarnar hefur komið illilega fram.  En það var ekki hlustað. 
Knús á þig elskuleg og vonandi hefur aðgerðin heppnast vel og allt í fína lagi hjá þér.  Sendi þér risaknús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2010 kl. 08:58

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl Hulda mín. Ég deili svo sannarlega áhyggjum þínum vegna fólksflótta, hvernig endar þetta allt saman? ég vildi að ég væri yngri og frískari þá mundi ég gera byltingu með góðu fólki, hér er allt í klessu.  Vona svo sannarlega að þér skáni við þessa aðgerð, vona að hlýjar hugsanir vermi þér. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Hulda.Taktu nú lífinu með ró.Láttu ekki ruglið í þjóðfélaginu angra þig,það tefur fyrir bata þínum.Finndu eitthvað jákvætt í lífinu,svo að heilsan þín glæðist.Því öflugri verður þú,þegar vorið og sumarið með blóm í haga,biður þér velkomna til leiks.

Kv.Ingvi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.3.2010 kl. 13:52

4 Smámynd: Ómar Ingi

Batakveðjur á þig Hulda

Ómar Ingi, 18.3.2010 kl. 18:17

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi batnar þér vel.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2010 kl. 19:53

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Mundu að hugsanir þínar stjórna viðhorfi þínu og heilsu.

Eitt ljós kviknaði í gær,þegar frétt var lesin í" Íslandi í dag".

Rebekka 23 ára sigraði í kerfinu.Hún fekk forræði yfir systkinum sínum.Guð styrki hana við það hlutverk,sem hún barðist fyrir að fá.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.3.2010 kl. 22:02

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Elsku Ásthildur mín, þú ert nú alltaf jafn yndisleg. Ég verð nú að viðurkenna að ég þekki sáralítið til Frjálslynda flokksins. Málið hjá mér er að ég hef enga trú á þessu flokka kerfi sem við búum við, ég vil geta kosið fólk en ekki flokka. Svona margra flokka kerfi eins og við erum með hentar engan veginn svona fámennri þjóð, þar sem enginn flokkur hefur nægilegt fylgi til þess að hann geti myndað stjórn og staðið og fallið með fulla ábyrgð gagnvart þjóðinni. Við erum alltaf með samsteypustjórnir þar sem aldrei er einhugur um málefni og aðgerðir, allir vilja eigna sér það sem vel er gert en kenna alltaf hinum um það sem miður fer og svo nýta þeir sér aðstæðurnar til þess að brjóta kosningaloforðin. En segðu mér hvar verður landsfundurinn (hjá Frjálsa) haldinn ?  Þakka þér kæra vina hlýhuginn 

Hulda Haraldsdóttir, 19.3.2010 kl. 06:31

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæru vinir Ásdís, Ingvi, Ómar og Jóna ég þakka ykkur öllum góðar óskir og hlýhug, það er mér mikils virði.

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og ykkar ástvinum.     

Hulda Haraldsdóttir, 19.3.2010 kl. 06:37

9 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hugur okkur stendur saman um þetta allt sem afvega fer/kveðju og ósk um allt gott til þín vinkona/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2010 kl. 07:59

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Góðan bata.

Guðmundur St Ragnarsson, 19.3.2010 kl. 11:32

11 identicon

Sæl Hulda takk fyrir vináttu þína, þú ert ein af þessum dugnaðar forkum sem þjóðin á.  Las á  Vísi í dag og haft  er eftir Álfheiði Ingadóttur heilbrygðisráðherra að framhaldið vegna niðurskurðar í heilbrygðiskerfinu verði miklu erfiðara en það sem við höfum séð hingað til.  Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans,segir að niðurskurður af sömu stærðargráðu og á fjárlögum2010 gæti þýtt fjöldauppsagnirá LSH eða að þjónusta sem nú þykir sjálfsögð verði aflögð.  Til þess að vera sanngjarn vitum við að niðurskurður er óumflýanlegur, hver svo sem er við stjórvölinn, en þessu fólki sem nú situr í aftakasveitinni treysti ég einfaldlega ekki til þess að bjarga því sem bjarga verður svo þjóðin geti staðið upprétt. Hulda mín, sendi þér baráttu kveðjur mig langar til þess að trúa því að fljótlega komi skinsamt fólk til valda, við þurfum hvorki byltingu né valdarán, þjóðin hefur fengið sig fullsadda af þeim sem nú sitja við völd  Þjóðin hefur talað það verða þessir þöngulhausa að skilja.  

GN (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 17:41

12 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Áhugavert að lesa þinn pistil,gángi þér vel.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 19.3.2010 kl. 21:52

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Halli minn kæri, mikið finnst mér nú gott að þú sért kominn á bloggið á ný. Ég er búin að sakna þín og hef reynt að senda þér góða strauma, takk fyrir innlitið og vonandi hafa þú og þínir það gott.

Hulda Haraldsdóttir, 21.3.2010 kl. 22:41

14 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Guðmundur og bestu þakkir til þín

Hulda Haraldsdóttir, 21.3.2010 kl. 22:43

15 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heil og sæl kæra Guðrún, og takk sömuleiðis fyrir vináttuna.  Það virðist því miður vera svo djúpstæð spilling í öllu stjórnkerfi okkar sem ekki má hreyfa við. Auðvita væri  það óskandi að þessi ríkisstjórn pakkaði saman og af eigin frumkvæði en ég held því miður  að það sé orðið útséð með það og eins og stjórnmálastéttin hefur starfað hingað til (sama hvaða flokki þeir tilheyra) þá gefur heiðarlegt hugsjónafólk sem ekki er rekið áfram af eintómri valda o.e. féræðgi hreinlega ekki kost á sér til starfa. En vonandi skjátlast mér og vissulega heldur maður alltaf í vonina um batnandi tíð og blóm í haga  . Þakka þér innilega gott innlegg og álit. 

Hulda Haraldsdóttir, 22.3.2010 kl. 05:06

16 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Sigubjörg, þakka innlitið og góðar óskir 

Hulda Haraldsdóttir, 22.3.2010 kl. 05:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband