Nú er okkar tækifæri til þess að sýna heimsbyggðinni hvernig þjóð byggir þetta land......

Þá er þessi stórmerkilegi og sögulegi dagur að runninn upp. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er búin að vera alveg logandi hrædd alveg  fram að þessum degi að stjórnvöldum myndi takast að flauta þjóðaratkvæðsluna af.  

 Þetta er mjög stórt skref í sögu lýðveldisins og raunar heimsbyggðarinnar allrar og afar góð auglýsing og kynning á landi þjóð á jákvæðan hátt. Eins og við munum öll þá er sami söngurinn og áróðurinn hjá ríkisstjórninni og þeirra leppum  búinn að vera allur á sömu leið lon og don alveg frá fyrsta degi. Ef við ekki borgum Icsave þá munum við hverfa aftur til tíma víkinganna og einangrast, að enginn muni vilji eiga viðskipti við okkur orðspor okkar verði svo slæmt að okkur verði gjörsamlega útskúfað af heimsbyggðinni allri.

 Í þessum töluðum orðum hefur verið slæm kjörsókn nánast um allt land. Ég neita að trúa því að nokkur kosningabær maður sýni ekki þá lágmarks virðingu að mæta á kjörstað og ef fólk er í vafa að mæta þá samt og skila auðu, þó svo ég eigi nú erfitt með að skilja að einhver vilji sitja hjá.  Svo allir saman nú 1,2,3...... því við ætlum að kjósa og sýna samstöðu okkar og styrk og sýna heimsbyggðinni að hér býr þjóð sem ekki lætur kúga sig til undirgefni, og þrátt fyrir smæð sína stendur keik og stolt byrginn hverjum sem reyna það.

Að lokum TIL HAMINGJU íSLAND góðar stundir mínir kæru vinir og heillaríkan kosningadag. 

    



























« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 15:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis mín kæra.  Bóndinn fór og kaus áðan, ég aftur á móti fyrir tveimur vikum, vegna þess að ég var eins og þú dauðhrædd um að þau myndu blása þetta af á síðustu stundu.  Til hamingju Íslands.  Þeir sem sitja heima eiga eftir að sjá eftir því síðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:25

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

   Mín kæra Ásdís, baráttan er okkar, takk fyrir innlitið 

Hulda Haraldsdóttir, 6.3.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Skakklappaðist á hækjunum og kaus. Sagði að sjálfsögðu nei.

Lét ekki þetta sögulega tækifæri fara fram hjá mér.

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 17:57

5 identicon

Sæl Hulda.

Ég kaus árla morguns og það var stór stund

Til hamingju með daginn.

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 18:01

6 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Til hamingju með kosningaþátttökuna. 50% er ekki lítið.Þar sem að Jóhanna lagði til með fordæmi sínu,að flokkur hennar mætti ekki á kjörstað.

Ingvi Rúnar Einarsson, 6.3.2010 kl. 21:23

7 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Stuðningsmenn samfó og vg sátu heima, þannig að yfir 50% þáttaka segir okkur að stjórnin njóti ekki stuðnings meirihluta þjóðarinnar.

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 21:52

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með daginn, ég kaus líkt og Ásthildlur fyrir tveimur vikum síðan, bara til öryggis.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:15

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Mínir kæru vinir, já nú er vert að fagna, þakka ykkur öllum fyrir innlitið. 

Hulda Haraldsdóttir, 7.3.2010 kl. 21:14

10 Smámynd: Ómar Ingi

Innlitskvitt

Ómar Ingi, 15.3.2010 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband