21.2.2010 | 22:36
Mjá mjá mjá mjá ekki kattardúettinn heldur bara
Þá er komið að því að gleðigjafarnir fari til nýrra heimkynna og þessa vegna leita ég nú til ykkar kæru vinir. Þetta eru alveg ómótstæðilegir gullmolar sem munu færa eigendum sínum ómælda gleði og gæðastundir og þar sem ég er nú búin að grufla upp hvernig setja á myndir inn (sem auðvita er svo sára einfalt eins og alltaf þegar maður kann það) Ég er kallaður Klói vegna þess að þegar lítill (enn minni) þá var ég alltaf að festa klærnar í öllu og mamma (sú tvífætta) þurfti alltaf að vera að hjálpa mér að losna. Ég er lang rólegastur af systkynunum og alger ljúflingur.
Hér er ég ásamt Perlu systur og Káts bróður, ég man nú ekki á hvað við vorum að horfa en það hlýtur að hafa verið eitthvað afar merkilegt.
Þá er komið að mér, ég er kallaður Kátur enda er ég alveg ótrúlega kátur og skemmtilegur eins og við raunar öll systkynin, á þessari mynd er ég að gera tilraun til að vera á maganum og bakinu bæði í einu.
Hérna er ég aftur á móti að æfa feluleik sem fellst í því að halda fyrir annað augað í von um að þá sjái mig enginn en ég held að það sé ekki alveg að virka eða hvað?
Þó ég sé minnstur(eða kannski þess vegna) þá er ég samt mesta matargatið og er alltaf í matarleit og stundum ef þjónustan er slök þá reyni ég bara að redda mér sjálfur eins þið sjáið hér.
Þá er komið að mér, ég er eina stelpan í hópnum og er afar sérstök og mér er sagt að ég minni dálítið á mink eða ref, ég er líka með afar sérstakan snöggan feld og er mikill spekingur og alveg gullfalleg og afar sjálfstæð og bauka mikið ein.
Og svo að lokum þá er það ég og ég er kallaður Keli og ber það nafn með rentu enda afar kelinn þegar ég vil svo við láta. Ég þyki einstaklega fallegur afar sjaldgæf litablanda og ég heilla alla upp úr skónum
Hér flatmaga ég á bakinu mér finnst það voða gott ef einhver nennir að klóra mér eða leika við mig.
Ég er líka mjög glúrinn á tölvu (eins og Kátur bróðir líka) og við höfum afrekað það tvisar sinnum að setja bloggfærslu í birtingu sem var bara uppkast og ég veit að með meiri æfingu getum við gert ýmis stórvirki í tölvuheimi, það versta er að við fáum svo lítið að æfa okkur, það eru nefnilega ekki allir alveg sáttir við okkar störf.
Athugasemdir
Ég er með tvo yndislega ketti, þá Brand og Snúð. Þessir eru líka mjög flottir. Knús á þig Hulda mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2010 kl. 12:06
Þau eru öll yndisleg en ég má því miður ekki vera með kisur í blokkinni, sakna þess óskaplega, var með kisur áður. Ég vona að þú finnir þeim góð heimili.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 12:37
Flottir feldir.
Kv. Jón klæðskeri
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 12:49
Ég er með þrjár kisur núna og einn hund. Ekki get ég fjölgað í liðinu mínu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.2.2010 kl. 16:18
Takk Áshildur mín, já ég hef einmitt skoðað myndirnar af þínum krúttum, þeir eru gullfallegir.
Hulda Haraldsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:26
Ásdís mín kær, já það er leitt að heyra þessi blessuðu dýr eru svo ótrúlega gefandi og mér finnst fólk sem getur ekki haft dýr missa af svo miklu og alveg sérstaklega börn. Og takk ég vona líka að guttarnir mínir fái góð heimili.
Hulda Haraldsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:32
Heil og sæl Jóna, já það er nú dágóður slatti hjá þér, ég er sjálf með 4 fullorðna ketti svo við erum á sama báti varðandi það fjölga þeim, þó svo mig langi til. Þakka þér innlitið mín kæra.
Hulda Haraldsdóttir, 23.2.2010 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.