Blessuð jól um

Heil og sæl öllsömul, Þá eru nú blessuð jólin að mestu búin og vona að þið hafið öll átt ánægjulega og kærleiksríka hátíð með fjölskyldu o.e. annarra ástvina. Því miður hef ég ekki komið að bloggsíðunni minni síðan þann 21 des. þar sem ég náði mér í svo slæma sýkingu í augun þannig að ég er búin að vera nánast blind yfir jólin, en nú horfir það til hins betra í orðsins fyllstu merkingu.

Svona á síðasta degi þessa árs er mér vissulega efst í huga umræður og afgreiðsla hins há Alþingi í gær og ef satt skal segja er ég alveg miður mín, þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð eru fyrir neðan allar hellur. Nú er mín eina von sú að forseti okkar neiti að skrifa undir þennan svika og nauðungasamning sem um ræðir þó ég sé nú hóflega bjartsýn á að Ólafur muni neita þá er það mín helsta bæn fyrir mina þjóð.

Að vísu langar mig nú að minnast á eina erlenda frétt sem var rétt  fyrir jól,og það var ránið á skilti sem var í útrýmingarbúðum þjóðverja í síðari heimstyrjöldinni, það kom ekki fram hvort vitað væri hverjir hafi verið þar á ferð, en það sem mér fannst nú algerlega fráleitt og það voru viðbrögð Ísraela, þar sem þeir sögðust líta á þetta sem stríðsyfirlýsingu  ?? stríð gegn hverjum mér er spurn ?? það læddist nú að mér spurning hvort þeir hafi sjálfir staðið fyrir þessum stuldi til að afla sér smúðar eða til að þeir geti réttlætt sinn málstað og þeirra framkomu og glæpi gagnvart Palestínumönnum ??

Síðan langar mig að senda hlýjar kveðjur öllum þeim sem eiga um sárt að binda,sem og til ykkar allra að nýtt ár muni færa gæfu, gleði, gengi og góða heilsu.

Vonandi verð ég svo ötulli hérna á blogginu á nýju ári 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Gleðilegt ár bloggvinur

Ómar Ingi, 1.1.2010 kl. 15:39

2 identicon

Gleðilegt ár Hulda

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:47

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gleðilegt ár bloggvinkona og þakka það sem er liðið/vonandi að þetta nýja ár verði þér og þinum gott og skrif þin sem eru svo góða og eftirtektaverð komi til með að vera áfram/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.1.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Gleðilegt ár Hulda.Megi nýja árið gefa þér gleði og hamingju,svo blogg þín sem og annara,bera keim af því,en ekki svartsýni og niðursveiflu.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.1.2010 kl. 23:19

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég trúi öllu upp á Ísraela, þ.e. þá sem eru strangtrúaðir og innmúraðir.  Ég er líka sammála því að vona innilega að forsetinn neiti að skrifa undir þetta plagg, sem hefur verið þvingað upp á íslenskan almenning.   Ég vil líka óska þér gleðilegs árs og vona að nýja árið verði þér og þínum gleðiríkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2010 kl. 13:26

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðilegt ár Hulda og bestu þakkir fyrir nýliðið ár.  Vonandi verður nýja árið þér og fjölskyldu þinni gott og færir þér hamingju og gæfu.  Ég tek undir allt sem hann Halli bloggvinur minn segir og þakka góð og uppbyggileg skrif á árinu sem var að líða.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband