Lítið spekibrot á laugardegi

Enn á ný kominn laugardagur og einhvern veginn þá hef ég verið að reyna að hægja aðeins á tímanum því ég er með u.þ.b. 1500 mál sem ég þarf að afgreiða fyrir jól.

En án árangurs og einhvern veginn finnst mér tíminn líða enn hraðar þegar maður vill reyna að halda í hann, svo núna er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi ekki bara að auglýsa Því dáist ég líka að öllum þeim duglegu bloggurum sem komast yfir að vinna gott og fræðandi blogg á hverjum einasta degi svo ekki sé nú minnst á alla þá vinnu sem margir leggja í rannsóknir  tengdar efninu.

Jæja en í dag hljómar spekin hennar Sulamith svo :

IT IS MUCH EASIER TO BE CRITICAL, THAN TO BE CORRECT (það er svo mikið auðveldara að gagnrýna heldur en að breyta rétt. is)

Já það er mikið til í þessu og ég allavegana tek þetta til mín og vonandi mun ég muna þetta þegar mig langar að hrauna yfir einhvern, án þess  þó að hætta við heldur frekar kannski til að hugsa sem svo hvað gæti ég eða hvernig ég myndi gera hlutina áður.

Megi kærleikur og ljós umlykja ykkur öll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Bjarni Theodór Rögnvaldsson

Þakka kveðjur, og mun senda fleiri ljóð inn á vefinn fljótlega.

Kæra vinkona gættu heilsunnar! Þetta er frábært, sem þú ert að skrifa á vefinn og uppsetningin er með eindæmum falleg og góð.

Bjarni Theodór Rögnvaldsson, 18.10.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Kæra Ásdís, þakka þér innlitið þú ert allltaf jafn ljúf 

Hulda Haraldsdóttir, 18.10.2009 kl. 22:32

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heilll og sæll Bjarni og þakka þín hlýlegu orð, og þið Ásdís bæði eruð nú ótrúlega umburðarlynd því auðsjáanlega var þessi færsla algert klúður, en svona verður þetta nú stundum þegar ég fer að leiðrétta eitthvað svona inn á milli þá vilja línur víxlast og innskotin lenda röngum stað. sorry

Hulda Haraldsdóttir, 18.10.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 kvitt og kveðja /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband