16.10.2009 | 05:10
Framhald nornaveiðar, fordómar, einelti
Eins og ég sagði um daginn þá að þá myndi ég að halda áfram með umræðuna um reykingar og fleiri fordóma sem viðgangast í okkar þjóðfélagi.
Eins og allir vita þá er sjúklingum á spítölum gert að fara út að reykja sem væri svo sem allt í lagi ef þannig væri búið um að það væri einhvers konar skyggni eða skjól fyrir ofankomu og vindi, en svo er nú ekki. Fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég með sjúkl þar fyrir utan í hjólastól sem var að reykja (sem ert raunar bannað líka þó svo bæði sjúkl.og starfsmenn geri það) og var þetta í portinu við kjallarann, og út af spítalanum komu eldri hjón konan átti mjög erfitt með gang og gekk við 2 hækjur karlinn stormað á undan bölvandi og ragnandi og talaði hátt svo að allir myndu nú örugglega heyra, ég vil helst ekki hafa orð hans eftir hér en þau voru andsk... djö...sóðas.. og óge.. á meðan hann strunsaði stórum út á bílaplan settist upp í stóra fína jeppann sinn og setti í gang og beið síðan góða stund með bílinn í gangi (í stað þess að styðja konuna eða að keyra á móts við hana) á meðan hann beið eftir konunni. Mér er nú bara spurn hver mengaði meira maðurinn sem reykti sígarettuna sína eða jeppaeigandinn ??
Vissulega veit ég sumir reykingamenn eru sóðar og ganga illa um en það er fleiri sem gera það ekki. Ef við tökum til dæmis spítalalóðirnar þá eru engir öskubakkar eða tunnur fyrir stubba (því það er bannað að reykja þar) en allflestir sjúklingar sem fara út að reykja taka með sér flösku eða bréf til að setja stubbana í.
En þá aftur að kostnaðinum sem var nú búið að finna útúr hvað reykingamenn kosti heilbrigðiskerfið þá myndi ég gjarnan vilja sjá sambærilegar tölur fyrir t.d. offitusjúklinga, fyrir fólk með áunna sykursýki, fyrir útbrunna íþróttamenn sem eru búnir að ofbjóða líkama sínum svo að þeir eru orðnir farlama löngu áður en miðjum aldri er náð og svo ég tali nú ekki um þá sem hafa valið að fylgja Bakkusi. Eru til samsvarandi útreikningar um það ?? hversu mörg mannslíf hafa tapast í þeirri baráttu, ?? hversu mörg börn eru brotin eftir að hafa alist upp á heimilum alkaholista og bera ör þess alla ævi ?? hversu margar fjölskyldur hafa sundrast vegna Bakkusar ?? og hvað kostar það heilbrigðis, félagsmála og tryggingakerfið ??
Nei ég neita því alfarið að það eigi að fara í mannágreiningsálit þegar það kemur að því að fólk sem reykir eða hefur reykt sitji ekki við sama borð og aðrir sjúklingar þessa lands.
Hver er dómbær um það hvaða sjúkdómar eða heilsubrestir eru áunnir eður ei ??
Áróðurinn er svo mikill að meira að segja um daginn fór nú einn ágætur bloggari rangt með þegar hann fjallaði um þekktan leikara sem kvaddi um daginn og sagði eitthvað í þá veru, að nú hafi enn einn reykingamaðurinn fallið í valinn og dáið úr lungnakrabba þegar rétt var að sá ágæti maður dó úr krabbameini í brisi.
Að lokum eins og ég vakti máls á síðast þá voru reiknimeistarar búnir að finna út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta 3000 kr. til þess að dekka kostnað í heilbrigðiskerfinu (hvernig ósköpunum sem sá reikningur nú er) og best væri að hætta helst öllum innflutningi á tóbaki til landsins, og því spyr ég hvað þyrfti bjórkassinn eða vodkaflaskan að kosta til þess að standa undir öllum þeim kostnaði sem ríkið ber vegna þess ??? Það væri mér t.d. algerlega að sársaukalausu þótt landið yrði frítt við allt sem inniheldur alkahól, eða ef að bjórdósin kostaði 5000 kr eða vodkaflaskan myndi kosta 40.000
Það er bara staðreynd að ef áfengi væri að koma fyrsta sinn fram í dag að þá myndi það lenda í flokki með hörðum eiturlyfjum.
Ég er vissulega ekki að mæla reykingum bót með þessum skrifum heldur bara benda á hversu rangt það er að flokka sjúklinga eftir eðli sjúkdóma og minna á dæmisöguna um flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í sínu eigin auga.
Ég mun halda áfram á þessum nótum fljótlega þar sem tek fyrir annarskonar fordóma og flokkadráttar á ýmsum sviðum.
Óska ykkur öllum gæfu og gengis
Athugasemdir
Ég hef reykt lengi. Ég veit að það er ekki heilsusamlegt. En mér finnst ég ekki vera glæpamaður vegna þess. Eða hryðjuverkamaður gegn heilbrigðiskerfinu. Ég fékk slæma pest s.l. sumar og leitaði læknis. Hann sagði mig hafa langa reykingasögu. Það var rétt hjá honum. Hann lét mig hafa sýklalyf en ég lagaðist ekkert. Ég fór aftur á sömu stofnun og hitti á ungan afleysingalækni. Hann hafði alla hluti á hreinu. Hættu að reykja og farðu heim til þín og slappaðu af.Hótaði mér lungnakrabbameini, lungnaþembu, heilablóðfalli og kransæðastíflu. Það væri mjög stutt í súrefniskútinn.Þetta treysti hann sér til að fullyrða með því einu að horfa á mig. Þegar ég vildi ræða við hann um þessa illkynjuðu og guðsvelsignuðu pest tjáði hann mér að það væri fullt af fólki sem biði eftir sér og ég skyldi bara pilla mér heim í bæli. Ég sat á mér og yfirgaf þessa heilbrigðisstofnun. Ég átti ekki rétt á lögbundinni læknisþjónustu af því ég er reykingamaður. Réttlaus þriðjaflokks borgari. Ég vona að þessi ungi læknir eigi farsæla framtíð í starfi. Enn hann á margt ólært til að svo megi verða. Ofstækið spillir mjög fyrir í baráttunni gegn reykingum. Tóbaksvarnarnefnd sannar það best.
Sigurður Sveinsson, 16.10.2009 kl. 06:42
Þú ætti að nefna nafn læknisins. Þeir eru alltaf friðhelgir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 08:03
Ég á við hann nafna minn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.10.2009 kl. 08:04
Hulda mín fordómar af hverju tagi sem þeir eru, eru alltaf andstyggilegir og sagan hér að ofan frá Sigurði er hræðileg. Læknar undirrita eið um það að bjarga lífum, auðvitað eru þeir mannlegir, en svona uppfullir af fordómum út í hluta fólks er skelfilegt og þeir sem þannig hugsa ættur að huga að því að skipta um starf.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2009 kl. 09:32
Sárt þótti mér að heyra sögu þína Sigurður Sveinss. Mikil er skömm þessa læknis sem kemur svona fram og auðvitað veltir maður því fyrir sér af hvaða hvötum þessi maður fór læknisfræði því hann getur auðsjáanlega ekki starfað eftir þeim eið sem honum ber skylda að vinna eftir. Því hljóta að standa aðrar hvatir að baki þessu vali hans sem eiga ekkert skylt við mannkærleika eða umburðalyndi, en lýsa betur hroka, drambi og drottnunargirni.
Þakka þér fyrir að deila sögu þinni með okkur og vonandi verður þetta til þess að einhverjir læknar (þó ekki væri nema einn) hugsi aðeins sinn gang og vonandi nær þetta líka eyrum þeirra sem hafa lent í sömu aðstöðu og þú, því vissulega eigum við ekki að þola það að sjúklingar séu flokkaðir eftir geðþátta ákvörðunum geðvondra og sálarlausra lækna. Því þeirra er öll skömmin
Hulda Haraldsdóttir, 16.10.2009 kl. 15:53
Sæll Sigurður, já það er mikið rétt hjá þér, friðhelgi lækna er alger og þeir standa alltaf saman (sennilega eina stétt landsins sem gerir það) og því miður eru afar fáir sem hafa kjark til að nafngreina þá vegna ótta við að enginn læknir fáist þá til að sinna þeim.Þakka innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 16.10.2009 kl. 16:01
Heil og sæl Ásthildur, já ef einhver hefur upplifað fordóma, innan og utan kerfisins þá ert það þú. Vissulega eru læknar mannlegir en stundum efast maður nú samt um það, eins og þú veist nú best sjálf.
Þakka þér innleggið og allan kærleikann sem þú deilir meðal okkur alla daga
Hulda Haraldsdóttir, 16.10.2009 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.