Svei sé Norðmönnum hvað gengur þeim til ???

Ég er svo yfirmáta hneyksluð,  (og þarf þó mikið nokkuð mikið til)  að 'eg á varla til orð í eigu minni.  Hvernig í ósköpunum datt Norðmönnum í hug að veita Obama friðarverðlaun Nóbels ??

Hann er forseti þjóðar sem á í blóðugu stríði við tvær þjóðir og hergagna rekstur einn sá mesti á meðal vestrænna þjóða.

Svo maður tali nú ekki um að hann er ekki einu sinni búinn að ná 1 ári í embætti sínu og hefur ennþá ekkert gert í þágu friðar sem gæti réttlætt þennan gjörning.

Mér finnst þetta alveg óheyrilega fáránlegt að það tekur engu tali og auðvitað hlýtur eitthvað að hanga á spýtunni og manni finnst nú hálfgerð skítalykt af þessu og maður spyr sig að því hverjir hafi hag af þessari verðlaunaveitingu ?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hulda,

Allt er afstætt, Obama fékk verðlaunin einfaldlega af því að hann er ekki George Bush.

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.10.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband