Alltaf jafn frumlegt hér, bara smá speki

Mér hefur alltaf gott að byrja daginn á jákvæðum nótum og þess vegna er ég nú að þessu brölti með spilin hennar Sulamith því ef maður fer með jákvæða hugsun inn í daginn þá setur maður sér jákvæð markmið og fer í svona nokkurs konar Pollýönnuleik það getur gjörsamlega breytt deginum bæði  fyrir þér og þeim sem þú ert í samskiptum við og þess vegna vil ég deila þessu með ykkur, og munið að kærleikurinn er öflugasta vopnið í heimi. 

En þetta er það sem ég dró fyrir daginn í dag :

 Say little, love much, give everything, and continue walking. S.W.  (segðu lítið, elskaðu mikið, gefðu allt sem í þínu valdi stendur og haltu ótrauð(ugur)  áfram veginn  Is) 

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur í dag og farið varlega í  vonsku veðrinu og ekki að  vera meira á ferðinni en þið nauðsynlega þurfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er sátt við þessa speki, hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.10.2009 kl. 13:23

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 kvitt og kveðjur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.10.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband