Hvers eiga kýrnar að gjalda

Ég hef nú alltaf borið sterkar taugar til bændastéttarinnar enda sjálf alin upp í sveit og alltaf tekið upp hanskann fyrir þá þegar mér hefur fundist illa að þeim vegið.

 Því varð  mér hálf hvekkt við þegar ég hlustaði á eina útvarpsstöðina dag, þar sem fram kom meðal annars að hver einasta kýr á landinu væri með 1,5 milljóna skuld á bakinu (og þetta er algerlega fyrir utan icesave, kreppu og ríkisskuldir)  ´Eg spyr nú bara hvernig í ósköpunum stendur á því ?? 

 Hvernig varð þessi stétt svona óheyrilega skuldsett eða að vísu var bara verið að tala um kúabúskapinn en ég leyfi mér að efast um að aðrar búgreinar standi neitt betur. Ég held nú að það hljóti að vera eitthvað að rekstrinum þarna og sennilega offjárfestingar þar (eins og svo sem víðar) sem hafa ekki skilað sér í aukinni hagræðingu sem hefur sennilega verið tilgangurinn í upphafi.

Mér þótti þessar fréttir afar sláandi og þess verðar að skoða betur ofan í kjölinn.

Kannski er einhver hér í bloggheimi sem veit meira um þessi mál og getur miðlað því til okkar hinna í.þ.m. þætti mér það áhugavert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kunningi minn á og rekur jörð og er með svokallaðan blandaðan búskap, hann ber sig að sjálfsögðu illa (enda er enginn búmaður nema hann barmi sér) en hann segist ná endum saman aðallega vegna þess að hann fór EKKI út í viðamiklar fjárfestingar í "góðærinu" þegar fjármagn virtist vaxa á trjánum.  Helst dettur mér í hug að viðkomandi þáttastjórnandi hafi ekki hundsv... á því málefni sem hann var að fjalla um og hafi breitt yfir þá vanþekkingu með einhverju bulli um hluti sem einfaldlega komu umfjöllunarefninu ekki við.

Jóhann Elíasson, 8.10.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Samt heldur maður eða veit!! að þetta sé dálitið rétt,þessi alsjálvirku kúabú þar sem allt er sjálfvirkt hafa verið að  taka völdin siðastu ár og þar i liggur kostnaður sem voru lán uppá 50-200 miljóna og það af meira sem eru að borga og búin skuldsett fyrir,svo manni finnst þetta var alveg rétt því miður/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.10.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Jens Guð

  Ég er fæddur og uppalinn innan um beljur.  Hinsvegar veit ég ekkert hvernig þessi mál standa í dag:  Mjólkurkvóta og þess háttar.  Ég segi bara eins og beljurnar í gamla daga í útjaðri Hóla í Hjaltadal:  Muu! 

Jens Guð, 9.10.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Jóhann, Já ég veit svo sem ekki hversu vel upplýstir þessir menn voru sem ég hlustaði á en sennilega hafa einhverjir farið of geyst í þessari sétt sem og öðrum.

Þakka innlitið og álitið

Hulda Haraldsdóttir, 9.10.2009 kl. 21:42

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Alltaf gaman að fá heimsókn frá þér Halli minn og þú hefur senniega rétt fyrir þér eins og yfirleitt. Þakka innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 9.10.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Ævinlega sæll Jens, já og ég svar bara á svipuðum nótum muuuuuuu muuu muuuuuu mu   þakka gagnlegt innlegg muuuu

Hulda Haraldsdóttir, 9.10.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband