7.10.2009 | 05:31
Nornaveiðar, Einelti, Ofsóknir og Fordómar
Ég get nú ekki orða bundist lengur, þessar ofsóknir sem reykingamenn mega sæta eru komnar langt útfyrir það sem eðlilegt getur talist.
Einhver reiknimeistari hérna um daginn var búinn að finna það út að til þess að heilbrigðiskerfið standi undir kostnaði sem reykingar valda þá þyrfti sígarettupakkinn að kosta 3ooo kr.
Mér þætti nú gaman að sjá slíka útreikninga, er búið að draga frá þær tekjur sem ríkið hefur af tóbakssölu ??
Það rifjaðist upp fyrir mér fréttaþáttur fyrir ca 3 árum síðan þar sem fjallað var um mengun.
Ég man ekki hvort það var eðlis eða efnafræðingur sem var talað við en þeir voru staddir á miðjum Laugaveginum og viðmælandinn dró höndina eftir kantsteininum við gangstéttina og tók upp lófafylli af tjöru og sagði svo ,,þetta fer beint innan á lungun,, og hverju yrði kennt um ???
Annað dæmi sem var líka fyrir nokkrum árum síðan en þá bjó vinkona mín í háu blokkunum í Engihjalla á sjöttu hæð. Hún var nýlega búin að eiga barn 3-4 mán. og gerði eins og hefð er fyrir hér að láta litla prinsinn sofa úti í vagni. Honum var pakkað inn og drifinn í vagninn og út á svalir. Guttinn svaf í rúma 2 klst. en vinkonan fékk algert sjokk þegar hún tók guttann inn því hann var svartur kringum munn og nef, að vísu er bílaplanið þarna mjög stórt enda sameiginlegt fyrir 4 svona risa blokkir og það er alveg með ólíkindum hvað fólk lætur bílana ganga í lausagangi af algerum óþarfa.
Eins og gefur að skilja þá svaf þessi gutti aldrei í vagninum sínum aftur á svölunum heima hjá sér.
Auðvitað vil ég ekki vera að mæla bót fyrir reykingum en mér finnst öll umræða og fordómarnir vera komnir langt útfyrir öll velsæmismörk ef að fólk sem reykir eða hefur reykt fái ekki sömu læknishjálp og aðrir þjóðfélagsþegnar.
Ég ætla að stoppa núna en ég mun halda áfram næstu daga á þessum nótum, þ.e. hvernig er verið að mismuna fólki eftir því hvaða sjúkdómum þeir eru haldnir, vegna þess að fólki er gróflega mismunað útí þjóðfélaginu bæði innan heilbrigðiskerfisins og meðal almennings.
En að lokum smá speki frá Sulamith og hljóðar svo :
IF YOU WANT TO REALLY CHANGE SOMETHING YOU MUST WALK A NEW PATH. (ef þú virkilega vilt breyta einhverju, þá verður þú að feta nýjar brautir. is)
Megi dagurinn verða ykkur hvatning til náungakærleiks og umburðarlyndis og munið að allt gott sem þið gefið kemur alltaf margfalt til baka.
Athugasemdir
Takk fyrir þessa færslu
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:53
Góð gein og þörf,en það eru forvarnirnar sem eiga að hafa þarna forgang,sjálfur hefi eg aldrei reykt en hefi á þessu fullan skilning/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 7.10.2009 kl. 15:32
Góð færsla. Reykingar eru versti sóðaskapur. Ég reykti sjálfur í 20 ár, en það eru nú bráðum 25 ár síðan ég komst til vits á því sviði og lagði ósiðinn af. Tekjur ríkisins af tóbakssölu eru meiri en svo að þeir væru til í að banna tóbak. Ég ætla samt alls ekki að mæla með slíku banni, því að allt slíkt styrkir neðanjarðarstarfsemi og lögbrot.
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.10.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.