Hvað er í gangi ?? tekur þetta engann enda eru stjórnvöld vita gagnlaus til allra verka???

  • Góðan dag allir mínir kæru vinir, eið sjáið nú þá dettur út 1 og 1 dagur hjá mér og því vil ég biðjast afsökunar á því að hafa ekki svarað ykkur vegna athugasemda ykkar.  Woundering

Nú er þessi vika senn á enda og enn er okkar guðsvolaða ríkisstjórn að pukrast undir borðum, og sitja á svikaráðum gegn þjóðinni. Maður er búinn að fá svoleiðis upp í kok af þessum vinnubrögðum og maður vaknar hvern morgunn með hnút í maganum og langar einna helst að breiða upp fyrir haus og svífa enn á ný inn í draumaheiminn.

En ekki tjóir það nú til lengdar því miður, ég var nú að hugsa um Múmínsnáðann og hversu gott það væri að geta gert eins og hann, bara fyllt magann af barrnálum og sofa síðan veturinn af sér, nú eða þá gert eins og Bísamrottan (úr sömu sögu) farið með hengirúm upp i helli með aðeins eina bók, en bókin sem hún tók með sér er hvergi hér að finna en hún hét því skemmtilega nafni ,,Tilgangsleysi allra hluta,,nú eða þá að svífa um á dúnmjúku skýi um himingeiminn eins of Múmínsnáðinn og Snorkstelpan gerðu.En því miður þá er sú persóna úr hinum einstöku bókum Tove Janson um íbúana í Múmíndal sem maður mögulega getur samsamað sig við núna er hún Mía litla sem alltaf var öskureið(að vísu ekki alveg alltaf en mjög oft) og því miður er eins komið fyrir mér ég er alveg öskureið og þó að fólk segi við mig að reiði sé aldrei af hinu góða og að reiðin sé ein af lægri hvötum mannsins þá svara ég því til að jú kannski sé það nú rétt, en ég telji að þó reiðin sé af lægri hvötum okkar þá sé hægt að nýta hana á jákvæðan hátt og réttlát reiði  geti verið nauðsynleg til þess að við getum risið upp geng yfirboðurum okkar, sem vilja kúga okkur og svívirða.

Ef engin væri reiðin þá myndum við láta valta yfir okkur endalaust og trúa því að best sé að sætta sig við orðinn hlut, en því miður NEI það get ég ekki fyrir nokkurn mun og vil ekki heldur.

Það er svo svívirðilega verið að misbjóða okkur,við erum  hreinlega tekin og berstrípuð allt hirt af okkur og skilin eftir blásnauð og ekki nóg með það heldur er eins farið með börnin okkar það er búið að hengja slíkan skuldabagga um háls þeirra að Guð má vita hvort þeim endist ævin til að losna undan þeim klafa sem þeim er ætlað að bera og jafnvel barnabörnin og barnabarnabörnin gætu þurft að axla ábyrgð líka.    

En ég verð nú samt að viðurkenna það líka að ég hef virkilega áhyggjur af því hvað mér finnst fólk vera að gefast upp og allur vindur úr fólki.

Við íslendingar erum því miður ekki dugleg að standa saman og við erum oft ekki nægilega úthaldsgóð, og höfum alveg gríðarlega mikla aðlögunarhæfileika og mjög fljót að gleyma  og sætta sig við orðinn hlut. 

 Eins og t.d. þið munið þegar olíufélögin voru tekin vegna samráðs, þá var mikill hugur í fólki en það varði bara í svo stuttan tíma því  u.þ.b.  rúmlega þrem mánuðum seinna var gerð könnun þar sem fólk var beðið að velja það fyrirtæki sem veitti bestu þjónustuna og væri vinsælast hjá þjóðinni og þá var niðurstaðan eitt af olíufélögunum.   

Þetta megum við ekki fyrir NOKKURN MUN  láta gerast aftur.  Það er allt lagt undir núna landið okkar, miðin,allar okkar auðlindir og svo náttúrlega mannauðurinn. Þetta er allt að veði í þeirri rússnesku rúllettu sem stjórnvöld eru að spila núna.  Þetta spil verður að stoppa við getum ekki látið það viðgangast að stjórnvöld sem sitja á svikráðum í skjóli næturs  ofurselja þjóðina hrægömmum og mafíum í líki AGS eða ESB.

því bið ég ykkur öll mín ástkæra þjóð að gefast ekki upp ef við stöndum saman getum við flutt fjöll, bæði með AÐGERÐUM og BÆNUM til æðri máttarvalda.

Við eigum eitt fegursta og gjöfulasta land í heimi og við verðum að BERJAST fyrir því    hvert og eitt og einasta okkar á allan þann hátt sem hvert okkar ræður við, til þess að verja landið okkar með öllum ráðum og dáðum sem til eru.  Svo  við getum staðið keik og  bein í baki og horft óhikað í augu gamla fólksins okkar sem gerðu þetta land eitt það besta í heimi og sagt,  við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna gegn því að landið verði sett í hendur  gróðabröskurum hvar í heimi  sem er, og sömuleiðis er það skylda okkar gagnvart afkomendum okkar að skila til þeirra sambærilegu eða helst betra þjóðfélagi heldur en við ólumst upp í. 

Já mínir kæru landar við verðum að heyja baráttuna og treysta hug okkar og hjarta og bera út boðskapinn um betri heim sem er laus við græðgi, illsku, sviksemi og siðblindu  og öllum þeim slæmu löstum sem einkennir því miður alltof marga þegar peningar og eða völd sitja við stýrið.

Mig langar að hvetja ykkur öll til þess að taka þátt í greiðsluverkfalli því sem Hagsmunasamtök heimillanna hafa skipulagt, hvort sem þið getið greitt ykkar reikninga eður ei, við gætum vissulega staðið frammi fyrir því að þurfa að greiða einhverja auka vexti eða smá kostnað vegna þátttökunnar en trúið mér ég held svo vissulega að það sé lítill fórnarkostnaður miðað við það sem við gætum áorkað með því að taka þátt og sýna þannig samstöðu okkar svo á okkur verði hlustað af þeim vanhæfu stjórnendum SEM VIRÐAST TILBÚIN AÐ SELJA OKKUR Í ÆVILANGAR ÞRÆLABÚÐIR.

Ég ætla nú að enda þetta með heilræðum frá álfunum og þau hljóða svo :

Every major achievement began with a small thought.

Megi helgin verða ykkur öllum uppspretta hamingju og ljóss og munið það að enginn er fátækari en svo að hann hafi ekki efni á gefa hlýtt handtak, klapp á bakið eða bara bjart bros.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hulda við gætum ekki verið meira sammála um þetta allt,er að reina að blogga um svipað en gengur ekki alveg nógu vel/en þakka fyrir þennan pistil sem er sannur og vel skifaður!!! og vona  sem flestir lesi/Baráttukveðja/Halli gamli bloggvinur

Haraldur Haraldsson, 3.10.2009 kl. 10:53

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég er svo óheppinn að skulda engum neitt.  Þess vegna get ég ekki tekið þátt í greiðsluverkfallinu. 

Jens Guð, 3.10.2009 kl. 21:28

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 14:59

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

 Halli minn við erum nú bara ansi oft sammála, og ég þakka þér innlitið

Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband