29.9.2009 | 20:19
Vangaveltur um vanhæfa stjórnendur og af Álfum
Ágætu vinir speki dagsins er óvenju sein þennan daginn en ég læt slag standa og hér kemur hún nú samt :
It´s an old ironic habit of human beings, to run faster when we have lost our way.
Kannski er þetta málið með Jóhönnu og co, þau hlaupa sem hraðast burt frá bæði frétta og fjölmiðlafólki og ekki síður frá þeim vandamálum sem hún og hennar lið voru kosin til og þau eru svo rammvillt þrátt fyrir að þau hafi aðgang að öllum hugsanlegum áttavitum og GPS tækjum sem sem ættu að auðvelda þeim að finna leiðina að áfangastað. Jafnvel þó að þau kunni nú ekki á slík tæki sjálf þá hefðu þau nú átt að sýna sóma sinn í því að fá aðstoð frá einhverjum þeirra sem kunna á slíkt, en nei það mátti nú ekki. En kannski er það nú bara hið besta mál ef þau villst það illa að þau komi ekki aftur og vissulega held ég nú að væru ekki margir sem myndu leggja það á sig að leita þeirra.
Ég er nú bara gráti næst hérna yfir kvöldfréttunum, hér er verið að tala við minnislausan og heimskulegan félagsmálaráðherra, alveg með eindæmum hann var spurður útí það vegna fyrirhugaðra aðgerða Íslandsbanka um að færa höfuðstól lána í sömu fjárhæð og þau voru fyrir hrunið hvort það væri ekki verið að mismuna fólk eftir því í hvaða það banka það væri með lánin sín og hann svaraði því á þann veg að hann réði þessu ekki heldur BANKASTJÓRAR viðkomandi banka.
Hef ég misskilið allt þetta mál ? ég hélt í einfeldni minni að VIÐ ÞJÓÐIN ættum þessa banka og að rekstur þeirra væri í höndum ríkisins, en mér hefur greinilega skjátlast.
Þetta hefur semsagt ekkert breyst það eru ennþá ofurlauna, skúrkar og gróða braskarar við stjórnvöl í bönkunum.
Mér er svo ÓGLATT að ég held ég verði bara að leggja mig, en samt ætla ég að passa uppá á ég sofni ekki því ég veit að ég myndi vakna upp með skelfilega martröð.
Óska ykkur öllum hlýlegu kvöldi við kertaljós með þeim sem eru ykkur kærir.
Athugasemdir
það eru mörg lömuð hné allsstaðra. sendi þér kæra kveðju með fullt að Ljósi !
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.9.2009 kl. 20:26
sama her maður horfði og varð klumsa og þetta prestssonurinn sem þetta sagði og fór létt með það/en Forstýran er ekki betri heilög Jóhanna mikið finnur hún til með lítilmagnanum nú um þessar mundir!!!Kertaljósið lifir hjá oss/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.9.2009 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.