Enn og aftur frá Álfum

Jæja þá er það enn á ný nokkur orð frá Álfum og Englum.

 Ég veit hreinlega ekki hvort mér er óhætt að tala um þetta sem  SPEKI lengur þar sem að það hefur  greinilega farið fyrir brjóstið á sumum hér eða í það minnsta einum sem hafði mikið það að athuga að ég skyldi leyfa mér að kalla það speki og átti þá við það sem égkallaði speki dagsins ( fyrir fimmtudaginn) þar sem boðskapurinn var eins og þið allavegana sum hver ykkar munið eftir um að fylgja og leita sannleikans. Þessi ágæti bloggari hafði mikið við þetta að athuga þar sem hann sagðist fylgja Kristi og að þetta samræmdist ekki hans trú. Ég segi nú ekki annað en HVÍLÍKUR HEILAGLEIKI, en þetta er einmitt ástæða þess að maður eigi að að leita sannleikans innávið en ekki í orð eða kenningar annarra og skiptir þá engu máli í  mínum huga hvaðan þau orð koma.

Ég held að einmitt viðhorf eins og  þessi ágæti maður setti fram séu einmitt ástæða þess hversu trúarbrögð og stofnanir á borð við kirkjuna fæli fólk frá hinni raunverulegu trú sem er okkar innsti kjarni og hin eilífa uppspretta kærleikans sem í mínum huga er Guð, ekki sá Guð sem er stöðugt að refsa og hegna fólki með hótunum um helvíti og brennandi loga.

Já svo voru nú mörg þessi orð mín í bili og vissulega stoppa svona athugasemdir mig ekki í því að kalla þetta réttu nafni sem er í.þ.m. í mínum huga speki og meira að segja góð speki, og án fordóma.  Svo þá er það SPEKI DAGSINS í dag og hún hljóðar svo :   The only importand things in life,                                                                                                   are the traces of love we leave behind.  

Kæru vinir ég sleppi því nú að þýða þetta enda eruð þið sennilega flest ykkar færari í því en ég. Óska ykkur góðs dags og gangið á Guðs vegum....                                      

           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já, þú ferð bara stórum?!  Þú leggur mér líka margt í munn sem ég sagði alls ekki, ég læt þínum lesendum eftir að skoða muninn á því sem ég sagði og því sem þú segir (hegnandi Guð? - helvíti?).  Ég áttaði mig ekki á að þú vildir bara fá já-fólk til að kommenta hjá þér á blogginu.  Þegar ég las bloggin þitt sýndist mér einmitt að þú værir þessháttar manneskja sem vildir fá umræðu og ekki bara þessar einföldu kvitteringar sem flestir bjóða þér uppá í stað þess að sýna þér þá virðingu að bjóða uppá skoðanaskipti.  Bið þið velvirðingar að hafa lesið þig rangt og skal ekki trufla þig aftur.

Ragnar Kristján Gestsson, 26.9.2009 kl. 07:55

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég man eftir því sem barn og var í pössun hjá ömmu óskaði hún þess að englar myndu vaka yfir mér. Ég fékk þá hugmynd að englarnir væru góðar og vinsamlegar verur sem gerðu engum mein. Þegar ég varð fullorðinn las ég Biblíuna og komst að því að englarnir voru vopnaðir (allir nema Lúsifer)  og fóru um í herskörum og drápu t.d. Fidelumenn sem mér skilst að séu Palestínuarabar. Amma dó án þess að hafa lesið Biblíuna og ég var ekkert að segja henni frá þessu enda hefði það sjokkerað hana.

Sigurður Þórðarson, 26.9.2009 kl. 10:08

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Heill og sæll Ragnar,

Í fyrsta lagi vil ég leiðrétta þig varðandi það að ég vilji eingöngu jáara til að kommenta á skrif mín og skoðanir ef svo væri þá hefði ég ekki haft fyrir því að svara þér og hunsað athugasemdir þínar.  En þarna varst þú að leggja mér í munn nokkuð sem ég ekki sagði.

Síðan myndi ég gjarnan vilja að þú bentir mér á hvaða orð það eru sem ég á að hafa lagt þér í munn ???

Eins langar mig að vita hvernig þú skilgreinir það að vera Kristinn hvað fellst í því ?????

og líka hvað fellst í því  sem þú kallar að fylgja Kristi ???  snýst það um orð og kenningar eða er það Kristni í verki ???

Og að lokum spyr ég þig trúir þú á biblíuna og ef svo er trúir þú þá hana í heild eða bara nýja testamentið ??   Læt þetta duga í  bili.                              

Hulda Haraldsdóttir, 27.9.2009 kl. 06:00

4 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Siggi minn, Þetta er því miður er biblían full af ofbeldi og engin stríð hafa verið grimmari en þau sem hafa verið háð í nafni þeirra enda er saga mannkyns og trúarbragðasagan blóði drifin og hefur verið allt frá því sögur hófust. Þá er alveg sama hvað trúarbrögðin heita.  Mjög gott hjá þér að vera ekki að hryggja ömmu þína af óþarfa.

Bestu þakkir fyrir innleggið   

Hulda Haraldsdóttir, 27.9.2009 kl. 06:34

5 Smámynd: Jens Guð

  Talandi um álfa þá skoðaði ég Álfasafnið á Stokkseyri um daginn.  Vel að merkja þá er Álfasafnið á Stokkseyri annað en Draugasetrið á Stokkseyri.  Hið síðarnefnda er miklu frægara og ég hef tekið eftir að sumir halda að þetta sé sama safnið.  Ég kíkti reyndar líka á Draugasetrið.

  En Álfasafnið er skemmtilegt og fróðlegt um margt.  Álfarnir þar eru sjálfbærir:  Veiða fisk í vatni þarna,  tína sér ber og hafa það gott.  Gaman væri ef nokkrir færeyskir álfar væru fluttir í safnið.  Að sjálfsögðu með þeirra vilja.  Ég er viss um að þeim þætti gaman að vera þarna.   

Jens Guð, 27.9.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Jens, veistu  það að ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að´hér er mikið af álfum sem eru ættaðir frá Færeyjum og eins hefur slæðst inn í landið nokkrir álfar og annarskonar náttúruverur sem hafa smyglað sér inn í landið líka, bæði með Smyrli og með ferðamönnum og ég gæti best trúað að einhverjir hafi laumað sér með þér frá Færeyjum .

Hér á Álftanesinu er líka heimsfrægur steinn, Grásteinn heitir hann og í honum búa illir álfar, þú getur lesið um þá t.d. inná Wikipedia.  Annars ert þú nú hálfgerður álfur Jens minn og minnir mig nú stundum á hann Láka jarðálf sem var dálítill púki sem hafði gaman að stríða mannfólkinu. Takk fyrir innlitið, og ævinlega velkominn. 

Hulda Haraldsdóttir, 28.9.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband