27.8.2009 | 01:44
Verðhækkun eður ei
Í dag datt inn um bréfalúguna nýi Ikea vörulistann svo sem ekkert merkilegt við það. mál.
En nú í fyrsta sinn segir í formála vörulistans að því miður verði nú ekki hægt að lofa því að verðið muni halda út árið í þetta sinn, en svo heldur áfram eitthvað á þá leið að þó að til hækanna komi þá munu þeir lækka verðið um leið og svigrúm gæfi.
Hvenær í ósköpunum hafa verslunareigendur hér á landi lækkað vöruverð sitt þó það væri svigrúm til þess mér er spurn ??
Allavegana þá hefur það ekki gerst eins langt aftur og minni mitt nær.
Hins vegar held ég að þorri þjóðarinnar myndi ekkert verða fyrir neinum óþægindum þó að öllum innflutningi á til að mynda, á húsgögnum, fatnaði, gjafavörum, skrautmunum, leikföngum, bifreiðum, og skartgripum svo eitthvað sé nefnt yrði hætt um alllangt skeið kannski svona 6-20 mánuði.
Ég held að flestir myndu vilja færa slíka fórn og meira til, ef komið yrði til móts við og gert eitthvað til þess að bæta hina skelfilegu stöðu sem heimilin í landinu búa við heimili sem komin eru á gjörgæsludeild og þurfa aðstoð ekki seinna en NÚNA.
Einu aðgerðir núverandi ríkisstjórnar virðast vera þær að moka út af gjörgæslunni og urða í næsta moldarhaug,
Svei níðingum og landráðamönnum sem halda hlífiskildi yfir glæpamönnum og beygja sig í duftið fyrir Evrópuafætum. já svo voru þau orð í það minnsta í bili
Athugasemdir
Reyndar munu margar, ef ekki allar, húsgagnaverslanir á Íslandi stefna þráðbeint á hausinn.
En þetta með "svigrúmið" hjá IKEA er athyglisvert. (Er ekki enn búin að skoða bæklinginn, þó að hann hafi komið í hús í gær). Hefur ekki einmitt eitt af þeirra sölu"trixum" alltaf verið að viðskiptavinir geti treyst því að uppgefið verð standist ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 05:39
Heil og sæl Hildur, jú sennilega fara þær bara allar á hausinn ef fram fer sem horfir. Þakka þér innlitið og álitið
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 13:16
Tek undir þetta með þér og held að fæstir kæmust við þó skólum yrði lokað, starfsemi sveitarfélaga nema sorphirðunni, bönkunum, Alþingi, Steypustöðvum, bókasöfnum í svona 6 til 12 eða 20 mánuði eða hvenær hafa launþegar lækkað við sig kaupið hressilega svo hægt væri að lækka verð og sérstaklega vöruverð í IKEA. Sé í raun litla ástæðu til að hafa nokkuð opið hér ef það mætti duga til að bæta hina skelfilegu stöðu sem heimilin í landinu búa við.
Einar Guðjónsson, 2.9.2009 kl. 00:46
Held að þorri þjóðarinnar yrði ekki fyrir neinum óþægindum þó flest lokaði. Við gætum bara haft það huggulegt heima og kynnst okkur upp á nýtt.
Einar Guðjónsson, 2.9.2009 kl. 00:48
Heill og sæll Eiður og þakka þér álitið og innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 2.9.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.