24.8.2009 | 18:15
Virðing og virðingaleysi
Mig langar að tala við ykkur um virðinguna eða kannski öllu heldur um skort á henni. Hugtakið þekkjum við öll en hefur inntakið einhverja merkingu fyrir þorra okkur lengur ??
Ég hef áhyggjur af því hvað virðingaleysið hjá okkur vex stöðugt og alltaf á fleiri og fleiri sviðum og stigum þjóðfélagsins og sama á reyndar við um aga o.e. agaleysi.
Að vísu finnst mér agaleysið eiga sér lengri sögu heldur en virðingarleysið hjá okkur og hefur það endurspeglast í flestum okkar gjörðum um langt skeið.
Aftur á móti held ég að virðingarleysið hafi siglt hraðbyri inn í þjófélagið síðustu misserin ásamt jafnvel enn verri fylginaut sem er siðblinda og síðast en ekki síst spillingin og græðgin sem virðist hafa náð heljargripi innan flestra þjóðfélagshópa.
En aftur að virðingarleysinu sem ég ætlaði nú fyrst og fremst að reifa í þessum pistli mínum. Þegar ég var að alast upp var mér kennt að bera virðingu fyrir t.d. öðrum börnum, öllum dýrum, kennurum, náttúrunni, eigum annarra og okkar sjálfra og þar á meðal eigum ríkisins og síðast en alls ekki síst virðingu fyrir okkur eldra fólki og þeim mun meiri eftir því sem eldri voru.
Í dag finnst mér nánast engin virðing borin fyrir gamla fólkinu sem þrælaði sér út og háði erfiðari lífsbaráttu en okkar kynslóð (svo ég tali nú ekki um yngri kynslóðir) getur ímyndað sér, eingöngu til að við komandi kynslóðir gætum haft það betra. Hvar er nú okkar þakklæti ?? og hvernig sýnum við það í verki ??
Hvílík skömm hvernig við komum fram við þessa kynslóð, fólk upp til hópa lítur á gamla fólkið sem bagga á þjóðfélaginu og hefur jafnvel háð og spott í frammi og finnst að það eigi bara heima inni á stofnunum, en sem betur fer eru vissulega undartekningar á þessu en því miður held ég að þær séu færri en ekki.
Ég tel það minn mesta fjársjóð í lífinu hafa verið þann að alast upp á fjölmennu sveitaheimili þar sem 3 kynslóðir bjuggu saman og þar sem gamla fólkið hafði alltaf tíma til að sinna okkur börnunum,og tel ég það vera eitt það albesta og verðmætasta vegnesti sem ég lagði upp með út í lífsbaráttuna og fæ þessu yndislega fólki aldrei fullþakkað enda voru foreldrarnir störfum hlaðnir rétt eins og í dag (þótt þau væru annars eðlis en í dag)
Þennan fjársjóð er einfaldlega ekki hægt að öðlast á annan hátt, hvorki í ræðu né riti og aðeins með samvistum við gamla fólkið okkar. Mér þótti og þykir ennþá alveg grátlegt að börnin mín skyldu ekki hafa haft sömu möguleika og ég hafði í þessum efnum.
Það situr alltaf í mér viðtal sem ég heyrði tekið við Jóhönnu Kristjónsdóttur þar sem hún var að fræða spyrjanda um líf kvenna í arabalöndunum og sagði meðal annars eftirfarandi : okkur konum á vesturlöndum þykir það alveg agalegt að múslimakonur skulu þurfa að hylja andlit sín (sem að vísu er í mörgum tilfellum val hjá konum) en þegar þær heyrðu hvernig við komum fram við gamla fólkið okkar og að við skulum henda þeim inná elliheimili þá hrylltu þær sig og áttu ekki til nægilega sterk orð til að lýsa viðbjóði sínum og sögðu svo ,,og ykkur þykir agalegt að við skulum hylja andlit okkar.
Já hver er að dæma hvern mér er spurn ??
Það er eins og við séum búin að gleyma því að það á fyrir öllum okkar að liggja að eldast og hvað við erum að kalla yfir okkur sjálf, því jú meðalaldur fer hækkandi og við verðum að spyrja okkur sjálf hvernig líf bíði okkar þá.
En ég missi mig nú út um allan völl þegar ég byrja á annað borð en það sem ég er nú að reyna að koma á framfæri er hversu virðingarleysið er orðið algert og komið út yfir allan þjófabálk þegar ráðherrar þessa lands bera ekki lengur virðingu fyrir sjálfum sér, þjóðinni sem kaus þá, né starfi sínu eða því landi sem þeir voru kosnir til að þjóna af alúð,heilindum og umhyggju.
Mér þykir dapurt upp á að horfa æðstu ráðamenn þjóðarinnar fótum troða öll þau gömlu gildi sem áður voru í hávegum höfð. Mér til að mynda finnst að þetta fólk ætti til dæmis að geta sýnt sóma sinn í því að klæða sig snyrtilega á meðan það sinnir starfi sinu opinberlega (allavegana) og komi kurteisilega fram en flest þessi gömlu og góðu gildi virðast gjörsamlega vera að hverfa og hvað skal þá segja um virðingu fyrir alþingi sem ætti að vera virðingarverðasti starfsvettvangur þjóðarinnar þar sem menn geta ekki einu sinni sýnt sóma sinn í því að mæta allsgáðir til starfa.
Æi mín ástkæra þjóð hvernig fyrir okkur er komið nú þurfum við öll að leita til æðri mætta hvert okkar á þann hátt sem við kunnum og getum og leita inná við í okkar innsta kjarna hvaða nöfnum sem við viljum nefna hann.
Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum.
Athugasemdir
Sæl Hulda. Gæti verið að orðið sé "tillitssemi" frekar en "virðing"? Mér finnst að við eigum að sýna náunganum tillitssemi en góðum hefðum og siðum virðingu.
Að öðru leyti er ég innilega sammála þér; æskudýrkunin er löngu komin út fyrir öll velsæmismörk. En við þessi gömlu berum nokkra sök; við vildum hlífa afkvæmum okkar við lífsbaráttunni sem við sjálf ólumst upp við og lögðum mikið á okkur til þess að styðja þau í námi og heimilisstofnun.
Samt er ég ekki svartsýn; þessir krakkar eru vel gerð og bara nokk góðir sprotar af gömlu trjánum - þau munu sýna það þegar á reynir.
Kolbrún Hilmars, 24.8.2009 kl. 18:57
Ég er alveg sammála þér Hulda. Það sem þú segir í sambandi við okkur gamla fólkið (ég er t.d. tæpra 80 ára) og er nákvæmega það sem ég var að blogga um áðan, að það er verið að níðast á okkur sem stofnuðum lífeyrissjóðina en erum með smánarlífeyri í dag. - Svo eru þeir sem stjórna sjóðunum núna með himinhá laun, úr takt við alla siðsemi og hærri en t.d. forsetinn eða forsætisráðherrann. - Í gamla daga þegar við vorum að berjast fyrir betri kjörum fólksins, þá var ekki verið að spyrja um laun fyrir alla þá vinnu sem við lögðum á okkur. Þeir sem njóta atvinnuleysisbóta í dag þyrftu að vita hvað það kostaði miklar fórnir hjá fjölda manns, að koma þeim á, eða sjúkrasjóðirnir.
Svanur Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 20:22
Já er ekki heilög Jóhanna að sýna sitt rétta andlit núna , allvega ræðst hún fyrst á hópinn sem kom henni og hélt henni inná þingi , hún hefði getað ráðist í erfiðum tímum á margt annað en aldrað fólk og öryrkja.
Svei henni
Ómar Ingi, 24.8.2009 kl. 20:31
Orð í tíma töluð. Það er oft sagt að dæma megi þjóðir eftir því hvernig þær koma fram við eldri borgara sína. Ísland fær ekki mjög háa einkunn þar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 24.8.2009 kl. 20:33
Ómar, Það er ekki Jóhanna Sigurðardóttir sem er að ráðast á gamla fólkið. Jóhanna hefur alltaf staðið fyrir sínu og ef hún hefði fengið að ráða meiru í Alþýðuflokknum á sínum tíma, þá væru betri tímar núna. Ég er að tala um þá sem lifa enn þá í ofurlauna-veröldinni. Það eru mennirnir sem eiga núna að fara frá. Margir af yngri kynslóðinni skilja þetta ekki því þeir hafa alltaf lifað í falskri veröld. Við þurfum að stofna nýtt Ísland, en ekki að glata því inn í Evrópusambandið. Ég held að Jóhanna hljóti að sjá það fyrr en seinna, að þar hefur hún ekki á réttu að standa.
Svanur Jóhannesson, 24.8.2009 kl. 20:57
Kvitt þetta er meiriháttar pistill og sannur/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.8.2009 kl. 23:54
Já, ég er svo sammála þér Hulda.
Magnfreð Ingi Ottesen, 25.8.2009 kl. 03:26
Sæl Hulda.
Mjög góður pistill hjá þér, og þetta sem að þú talar svo skilmekillega um hér að ofan er og var á undanhaldi undan: GRÆÐGINNI, HROKANUM OG LYGINNI, og ætla ég ekki að nefna meira í bili nema þess sem að þú vísar til:
Sæðan og Gamla fólkið ! Athygglivert !
Jú og KÆRLEIKURINN hefur hopað !
Kær kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 05:42
Fyrirgefðu. Þetta átti að vera:
Slæðan og Gamla fólkið,
sem að leiðréttist hér með.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 05:43
Takk fyrir góðan pistil Hulda mín
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 11:58
Sæl Kolbrún og þakka þér innlitið og innleggið, já svo sannarlega er nú mikið spunnið í ungviðið okkar og vissulega liggur ábyrgðin hjá okkur uppalendunum, en það er erfitt að kenna börnum aga ef maður sjálfur hefur hann ekki og þannig er komið fyrir stórum hluta okkar
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 01:57
Blessaður og sæll Svanur og gaman að fá þitt álit, ég hef nú haldið því fram um margra árabil að lífeyrissjóðirnir væru mestu glæpastofnanir þjóðarinnar í það minnsta ein þeirra, þar hafa menn verið að spila ljótt fjárhættuspil og tekið mikla áhættu án samþykkis, vilja eða vitundar sjóðsfélaga og svo hafa stjórnendurnir tekið sér ofurlaun á kostnað smælingjanna, þetta hefur verið dapurt uppá að horfa sérstaklega af því þetta tíðkast ennþá dag í dag
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:15
Sæll vertu Ómar, eigi veit ég nú hvert rétta andlit Jóhönnu er, en ég held hún sé búin að missa það.
þakka innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:18
Blessaður Andri, þakka þér fyrir álitið
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:19
Blessaður og sæll Halli minn, jamm gott þér líkaði pistilinn, þakka fyrir
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:23
Sæll Magnfreð, vildi bara þakka innlitið
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:25
Heill og sæll Þórarinn, alltaf gaman að fá innlegg frá þér. Hafðu þökk
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:27
Sæl og blessuð Ásdís, og kærar þakkir fyrir mig
Hulda Haraldsdóttir, 27.8.2009 kl. 02:31
Tek heilshugar undir orð þín, kæra Hulda...Takk fyrir þennan góða pistil
josira, 4.9.2009 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.