23.8.2009 | 21:50
Sorg eða gleði hjartans
Þá er ég komin aftur í samband við umheiminn eftir rúma viku án nokkurs netsambands, og ekkert blogg, engin dagblöð og ekkert sjónvarp bara á ferð um okkar yndislega, fallega og gjöfula land okkar. Það er hrein unun að sjá og finna hversu stórkostlegt fólk byggir þetta land, þvílík sköpunargleði, frjósemi og dugnaður í hvívetna.
Það er bara ekki hægt annað en fyllast stolti og það virkilega hreyfir við hjarta manns, þvílíkur er mannauðurinn og skaparinn var svo sannarlega gjafmildur þegar hann skóp þetta stórbrotna og ótrúlega fagra og fjölbreytta land.
Þvílíkur fjársjóður sem við getum unnið úr þ.e. ef að hrægammar ESB o.e. AGS fái ekki landið afhent á silfurfati og geri alla þjóðina að leiguliði nema kannski þá sem verða búnir að flýja land áður en til þess kemur.
En allt gott tekur enda og um leið og maður kom aftur heim í þéttbýlið þá þyrmdi yfir mann, og aftur var hreyft við hjarta manns en nú af allt öðrum toga ekki af stolti heldur af skömm og sorg og ekki laust við að maður felli tár yfir því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Á hverjum einasta degi (og stundum oft á degi) kemur meiri og meiri skítur upp á yfirborðið að með ólíkundum er og maður veit hreinlega ekki hvar maður á að byrja eða enda í öllum þessum óþverra og það undarlega er að það er ennþá að koma manni á óvart hversu spillingin er víðfeðm og á öllum stigum þjóðfélagsins.
Það sló mig t.d. illa að heyra háttvirtan þingmann framsóknarflokksins Vigdísi Hauksdóttur lýsa því yfir bæði í pontu alþingis sem og í viðtali á útvarpsstöðinni Sögu að allt þetta málþóf og allur sá tími sem búið er að eyða í ''fyrirvara'' í icesave samningnum hafi enga þýðingu og hafi haft þann tilgang einan að blekkja bæði okkur sauðsvartan almúgann sem og óreynda alþingismenn ég á bara ekki til orð yfir þennan ófögnuð.
Er ég ein um það að finnast fjölmiðlarnir alls ekki vera að standa sig í stykkinu ??
Finnst ykkur ekki bagalegt að við skulum fá betri upplýsingar um stöðu okkar í erlendum fréttamiðlum heldur en okkar fjölmiðlum hérna heima ??
En sem betur fer eruð þið ágætu bloggvinir mínir duglegir við að upplýsa okkur hin og mörg ykkar leggja auðsjáanlega mikla vinnu í pistlana ykkar og kann ég ykkur öllum bestu þakkir fyrir það.
Athugasemdir
Ísland er landið sem... ja, hvernig er aftur framhaldið á kvæði Margrétar Jónsdóttur?
Jens Guð, 23.8.2009 kl. 23:30
Sæl, Hulda.
Ekkert sem að þú segir í góðum pistli þínum er NÝTT fyrir mér.
Og þetta með þingmennina , þeir nota sumir hverjir "stikk orð" svo að kollegar þeirra geti brugðið sér af bæ... eða eitthvað annað var lagt í stikk skilaboðin!
Hvernig þú lýsir þvi að eftir ..að hafa fylgst með þjóðinni þinni og gersömum hennar og lenda svo aftur í í hinum rafræna heimi misvitra skilaboða, væntinga, vona og vonbrigða, er nokkuð sem tekur á.
Takk fyrir góðan pistil
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 23:34
Velkomin aftur á bloggið,Já það er gott að hverfa frá þessu um tíma,og skoða þetta fallega land okkar /Maður hefur reynt þetta 3 x í sumar og verið bara með gufuna RÚV og ekkert annað/en svo kemst maður i ill skap þegar maður heyrir hvað ekkert gengur sem maður vill að gerist/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 23.8.2009 kl. 23:34
Takk fyrir fallega færslu Hulda.
Já það er ekki laust við að stjórnmálamenn séu búnir að ganga fram af manni.
Það er eitthvað óskiljanlegt á ferðinni.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.8.2009 kl. 02:20
Velkomin til baka og gaman að sjá blogg frá þér aftur. Alveg er þetta rétt, sem þú segir, pólitíkusarnir blaðra bara einhverja þvælu á þingi og í krafti meirihluta sem núverandi stjórnarflokkar náðu sér í með lygum og svikum, á að VALTA yfir meirihluta þjóðarinnar og keyra mál í gegn sem eru okkur ekki til þægðar og því miður þá virðast fjölmiðlar bara fjalla um það sem stjórnvöldum er þóknanlegt, eins og þú bendir á.
Jóhann Elíasson, 24.8.2009 kl. 08:45
Sæl Hulda, vonandi hefur þú haft það gott og velkomin á bloggið aftur. Margt segir þú satt og rétt og seint verður landið okkar oflofað. Leitt hvað þjóðin sem byggir það hefur stundum farið illa að ráði sínu gagnvart því og einnig gagnvart sjálfri sér. Þetta er oftast afleiðing græðgi eins og við erum kennslubókardæmi um á þessum síðustu og verstu tímum.
Ég er sammála þér um dáð- og dugleysi íslenskra fréttamanna. Mér hefur oft legið við að arga á sjónvarpstækið mitt þegar fréttamaður kveður viðmælanda sinn og þakkar honum fyrir spjallið akkúrat á þeim tímapunkti sem auðvelt hefði verið að taka þrjótinn og negla hann með einni hnitmiðaðri spurningu í viðbót. Hér vantar algjörlega fréttamenn á borð við Vilmund heitinn Gylfason, sem margir minnast fyrir harðsnúna tækni sína og beinskeyttar spurningar.
Magnús Óskar Ingvarsson, 24.8.2009 kl. 13:19
Sæl og blessuð og velkomin heim. Það er ekkert yndislegra en að ferðast um landið okkar, við erum heppin þjóð þrátt fyrir allt. Ég tek heilshugar undir skoðanir þínar um alþingi og fréttamenn, það er mikið að. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 24.8.2009 kl. 14:02
Sæll Jens, já mér hefur nú eiginlega alltaf fundist bæði ljóðið og lagið eftir hann Magnús Þór vekja hjá mér meiri ættjarðarást heldur en þjóðsöngurinn okkar hefur nokkurn tíma gert.
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:00
Þakka þér Jakobína, svei mér þá, ég held að þeir séu nú allnokkrir Myrkrárdjáknarnir á ferðinni
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:05
Heill og sæll Jóhann og þakka þér innlegg þitt og hlýlega kveðju
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:08
Blessaður Magnús, já svo sannarlega er illa fyrir okkur komið að eiga ekki einu sinni fréttamenn með eitthvert bein í nefinu lengur, eða þeir eru nú sennilega til en bara búið að þagga niður í þeim ?? þakka álitið og góða kveðju og óska þér þess sama
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:18
Takk innilega Ásdís já við eigum algera paradís hér á landi
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:21
Kæri Halli og þakka þér þín hlýlegu orð
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:22
Heill og sæll Þórarinn, þakka innilega þitt innleggið og ,,bústið,,
Hulda Haraldsdóttir, 25.8.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.