Það ætti að skjóta þessa bölv. tík

Hér sit ég full andagiftar og horfi á eldgamla James Bond mynd, þá reikar hugurinn til baka til þess tíma sem hlutirnir voru mun einfaldari.  

Þá var ekki verið neitt að velta sér upp úr neinum viðbjóði eða blóðsúthellingum. Til dæmis gat 007 bara tekið vasaklút og troðið upp í glæponinn sem náttúrlega steinþagnaði og varð ljúfur sem lamb fyrir vikið en samt tókst að byggja upp spennu sem hélt athygli manns fólginni.Cool

 Já hlutirnir voru einfaldari í þá daga og maður saknar þessa tíma. Hugsið ykkur bara hvað þetta væri nú mikill munur að geta með vasaklútinn einan að vopni þaggað niður í til að mynda, ráðamönnum þessara fyrrum heimsvalda og nýlenduþjóða sem í dag vilja valta yfir okkur og kremja okkur sem skordýr undir skósóla sínum til þess að komast yfir þær auðlindir sem þeir girnast alveg á  sama hátt og þeir gerðu hér áður fyrr, gagnvart þeim þjóðum og auðlindium þeirra sem þeir girntust til þess á ná heimsyfirráðum  Devil 

Sömu aðferð væri líka hægt að nota t.d. þegar okkar hæstvirti utanríkisráðherra væri að tjá sig um málefni þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og forða honum frá því að vera sjálfum sér (sem væri nú svo sem í lagi) og allri þjóðinni til þvílíkrar skammar og sama á við um forsætisráðherra, fjármálaráðherra, settan saksóknara og svo mætti lengi telja.  

Hvenær í ósköpunum ætla íslenskir ráðamenn að hætta að elta rófu þeirra sem vilja kúga, og svívirða og þvinga okkur til að játa á okkur glæp sem við höfum ekki framið og berum ekki ábyrgð á, nema ef vera skyldi að litlu leyti.

Af hverju í ósköpunum láta þeir erlendu kröfuhafa stjórna því hverjir skuli sitja í skilanefnd ???

Af hverju eru menn sem eiga beinna hagsmuna að gæta og voru lykilmenn innan bankanna að sitja í skilanefnd ???

Er það til þess að gefa hlutaðeigendum tækifæri til þess að hylja slóðina ennþá betur ???

Hver skuldar hverjum greiða í þessum hildarleik ???

Hvað varð um fyrirheit þess efnis að engir ríkisstarfsmenn skyldu hafa hærri laun en forsætisráðherra??? Hún sjálf ekki satt ???

Hvers vegna eru þá ennþá greidd ofurlaun innan bankanna sem eru jú komnir í ríkiseigu ???

Hvenær varð það góð pólitík að taka endalaus lán ?? ég er nú ekki hagfræðingur en ég get ekki skilið af hverju það er svo nauðsynlegt fyrir okkur að taka svimandi há gjaldeyrislán til að geyma undir koddanum svo hægt sé grípa til ef að þörf krefur, á það að auka trúverðuleika okkar og  lánshæfi og borga svo til baka með okurvöxtum ???  'I það minnsta hefði þetta ekki þótt gott samkvæmt mínum kokkabókum og þeim uppskriftum sem mér voru kenndar. 

Að lokum vil ég spyrja ykkur kæru (blogg) vinir hversu lengi eigum VIÐ að láta bjóða okkur þetta ??? Angry 

Svo að lokum aðeins á léttari nótunum. Eitt sinn lá ég á spítala með konu sem var komin vel á aldur lá ekkert á skoðunum sínum, það var stutt í kosningar og allir fjölmiðlar uppfullir af umræðum um þær og frambjóðendur hinna ýmsu flokka kepptust um útlista sín helsu gylliboð og úthúða keppinautum annarra flokka, eins og gengur, eitt kvöldið rétt eftir fréttir kom sonur gömlu konunnar í heimsókn og eins og oft er með fólk sem heyrir orðið illa þá talar það sjálft mjög hátt  þannig að ég komst ekki hjá því að heyra í kellu og ég heyri hana segja ,,það ætti bara að skjóta þessa helvítis tík og sonurinn svarar og segir hvaða tík ertu að tala um mamma mín og sú gamla svaraði nú þessa helvítis pólutík. 

Óska ykkur öluum gæfu, gengis og gleði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda.

Það sem er en hryllilegt að horfa upp á.

 Af hverju allar þessar yfirhilmingar og afhverju þetta skilanenfdarfólk Krosstengt HVORU ÖÐRU,

 VANN JAFNVEL ÁÐUR.... AÐ HRUNINU Í SAMA BAKNAOG ÞAÐ ER Í SKILANEFND.

Og svo öll þess  ( MYSTIK ). Það kraumar ennþá vel undir pottum spillingarinnar

 á því liggur ekki nokkur vafi.

Læt þetta gott í bili. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 06:06

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel ritað kæra Hulda, ég er fyrir löngu búin að fá nóg en þrek mitt leyfir ekki mótmæli né uppistand, þó reyni ég á minn hátt eins og ég get.  Þetta er land spillingar og bakstunga og ekki gaman að fylgjast með, ég man þá gömlu góðu daga, horfði einmitt á Bond í gærkvöldi eins og þú, þá var lífið einfaldara en samt voru klækjarefir víða á ferð þeir voru bara færri því við Íslendingar vorum mun færri.  Góðan og blessaðan dag óska ég þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þú segir nokkuð, Hulda. Ég er sjálfur forfallinn aðdáandi njósarans Jakobs Bond, enda á ég allar myndirnar, sem gerðar hafa verið um hann á dvd og flestar þeirra einnig á VHS... (þ.e.a.s. nema Casino Royale útgáfuna, sem gerð var fyrir sjónvarp árið 1954, en hún er líka svolítið sér á báti).

Þegar ég horfi á hann Djeims þessa dagana reyni ég gleyma því að hann er breti (viljandi með litlum staf). Bæði vegna þess að ég er að reyna að sniðganga allt sem brezkt og hollenzkt, en einnig vegna þess að mér finnst við vera svolítið í hlutverki náungans sem Djeims tróð vasaklútnum upp í. Meira að segja finnst mér að ráðamönnum okkar þyki það bara vera í góðu lagi við séum í því hlutverki gersamlega óverðskuldað.

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn: Hefðum við alltaf haft leiðtoga á við þá sem nú stjórna landinu værum við líklega enn dönsk hjálenda með 3ja mílna landhelgi.

Að sjálfsögðu á maður alltaf að standa við sínar skuldbindingar en það verður enginn maður (karl eða kona) meiri á því að borga lánadrottnum sínum meira en honum ber og sætta sig við verri kjör en hann á kröfu á... allra sízt ef það bitnar einnig á börnum hans og öðrum skjólstæðingum.

Stundum þarf að taka slaginn. Það gerðum við t.a.m. í þorskastríðunum og það gerði Jón Sigurðsson einnig á þjóðfundinum 1851. Við hefðum ekki verið í betri sporum hefðum við lúffað þá. Að kokgleypa klútinn er slæmt fordæmi sem gefur Djeims og hans yfirboðurum aðeins tilefni til að troða upp í okkur fleiri klútum og troða þeim lengra ofan í kokið á okkur.

Emil Örn Kristjánsson, 14.8.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæl Hulda,

Þetta eru góðar og þarfar spurningar sem þú berð fram. Það er bara verst hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar þeirra er spurt. Þau tala svo sem nóg, en þau segja aldrei neitt. 

Að lokum: Auðvitað á bara að skjóta bölvaða tíkina. Eins og bóndinn sem ég var hjá í sveit sagði ef farga þurfti skepnu: Það verður að gefa henni blý ...

Magnús Óskar Ingvarsson, 14.8.2009 kl. 15:19

5 Smámynd: Ómar Ingi

Verum glöð.

Ómar Ingi, 16.8.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammál þessu Hulda/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.8.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

ÞAKKA ÞÉR KVEÐJUNA ÞÓ SEINT SÉ, OG GÓÐA HELGI

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

ÓMAR VILDI BARA ÞAKKA KVEÐJUNA, BETRA SEINT EN SÍÐAR MEIR EINS OG GAMALL SVEITUNGI MINN SAGÐI EINU SINNI, ÓSKA ÞER GÓÐRAR HELGI

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:19

9 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

HEILL OG SÆLL MAGNÚS, ÞAKKA ÞÉR INNLITIÐ OG ÁLITIÐ ÞÓ SEINT SÉ NÚ. ÉG ER BÚIN AÐ VERA Í VIKULAUSRI NETTENGINGU Á FERÐALAGI UM OKKAR FAGRA LAND, MEGIR ÞÚ EIGA YNDISLEGA HELGI

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:23

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Hulda

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:26

11 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

HALLÓ EMIL, BARA ÖRSTUTT KVEÐJA OG ÞAKKLÆTI FYRIR ÁLITIÐ OG INNLEGGIÐ ÞÓ LANGT SÉ LIÐIÐ OG ÓSKA ÞÉR GÓÐRAR HELGAR

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:31

12 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

HEIL OG SÆL ÁSDÍS, ALLTAF GAMAN ÞRGAR FÓLK ER SAMMÁLA MANNI  ÞAKKA FYRIR MIG ÞÓ LANGT SÉ LIÐIÐ OG MEGI HELGIN VERÐA ÁNÆGJULEG

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:37

13 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

SÆLL ÞÓRARINN ÉG VILDI BARA ÞAKKA INNLITIÐ OG ÁLITIÐ ÞRÁTT FYRIR AÐ VIKA SÉ LIÐIN, ÉG FÓR Í VIKUFERÐ (NETLAUSA ) UM OKKAR FAGRA LAND, ÓSKA ÞÉR ÓG ÞÍNUM GÓÐRAR HELGI 

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:41

14 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

TAKK SÖMULEIÐIS JAKOBÍNA, FYRIR FRÁBÆRA PISTLA, OG MJÖG SVO ÞARFA, ÓLÍKT MÖRGUM ÖÐRUM ÞÁ ER AUÐSÉÐ AÐ ÞÚ LEGGUR MIKLA VINNU Í GREINARNAR ÞÍNAR OG VINNUR HEILMIKIÐ RANNSÓKNARSTARF SEM VIР HIN NJÓTUM GÓÐS AF. ÓSKA ÞÉR GÓÐRAR HELGAR   OG BÍÐ EFTIR NÆSTA PISTLI FRÁ ÞÉR

Hulda Haraldsdóttir, 21.8.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband