10.8.2009 | 05:25
Uppgjöf og sorg
Í bloggi mínu í gær talaði ég um vissan Þingeying, og í framhaldi af því langaði mig að halda örlítið áfram með það. Ég sjálf er alin upp í norður þingeyjarsýslu, þar sem stuðningur við vinstri öflin í pólitík voru mikil og þar unnu menn af mikilli elju, hugsjón og heilindum ,óbilgjarnt og fornfúst starf án þess að krefjast nokkurs til baka nema þess að skila okkur sem á eftir komum gjöfulli jörð og bættu þjóðfélagi okkur til handa og stóðu vörð um auðlindir okkar. Margir þessara góðu manna eru farnir yfir móðuna miklu í dag en þó ekki allir,
Fyrir stuttu hitti ég einn þessara manna og sjaldan eða aldrei hef ég fundið til annarrar eins skammar fyrir kynslóð mína og þá. Að horfa í augu þessa gamla manns augu sem alltaf höfðu geislað af lífi, eldmóð og kærleika, en voru nú full depurðar og sársauka og allur glampi horfinn. Þessi mæti maður var einn af stofnendum framboðs vinstri grænna og hann horfði þessum augum á mig og sagði ég bara veit ekki hvað kom fyrir hann Steingrím (Sigfússon).
Þessi maður er sko alls ekki einn því mjög mörgum kjósendum vinstri grænna (og bara vinstri aflanna yfir höfuð) finnast þeir hafa verið sviknir illilega. Vissulega eiga aðrir flokkar og stjórnmálamenn líka sök á því hvernig komið er fyrir okkur þessari ástkæru fósturjörð og mannauði hennar og bið hér með alla lesendur þessa pistils að biðja Guð og alla góða vætti um hjálp, því ALDREI hefur að mínu mati verið meiri nauðsyn að við stöndum saman sem þjóð og hreinlega tökum stjórnina í okkar hendur og stöndum vörð um hagsmuni okkar jafnvel þó að þurfi byltingu til.
Megið þið öll eiga yndislega dag og glæsta framtíð í okkar fagra landi
Athugasemdir
Sæl Hulda.
Ég eins og þú, hef séð gífurlega breytingu á Steingrími til hins verra og ekki langt síðan í pistli að ég minntist á það.
En, ég persónulega held að þegar Steingrímur var skikkaður(mitt mat) til þess að kalla hlutina öðrum nöfnum (ljúga),
þá hafi gildin hans byrjað að hrynja af honum.
Ég er ekki vinstri grænn en ég bar svo sannarlega mikla virðingu fyrir honum sem karakter.
En nú hefur sú ásýnd misst lit.
Og nú er litríkur..... orðin fölur og grár !
Kærar kveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 07:29
Ég er sammála ykkur, Hulda og Þórarinn hvað það varðar að Steigrímur í stjórn ber annan lit en Steigrímur í stjórnarandstöðu. Á hitt er þó að líta að án þessarar breytingar á Steingrími væru „hinir“ komnir að kjötkötlunum aftur. Þeir sem komu okkur á kaldan klakann væru þá við stjórn með einhverjum hætti, ég veit svosem ekki hverjum. En á meðan tveir flokkar mynda ríkisstjórn þá verður annar hvor að slá af sínum ítrustu kröfum. Og augljóst er að sá minni verður að lúffa þegar engir aðrir möguleikar eru í stöðunni nema þá þingrof og nýjar kosningar. Þá gæti vissulega farið í verra. Ég spáði því reyndar strax eftir kosningar að þetta samstarf yrði ekki langlíft. Ég hélt reyndar að það myndi springa á ESB en það reyndist ekki rétt. En nú er Æseifur eftir og þar eru ágreiningsmálin ekki síðri.
Magnús Óskar Ingvarsson, 10.8.2009 kl. 11:34
Ég er Húsvíkingur, gaman að vita að þú sért Norður-Þingeyingur.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 14:40
Hulda.
Greinin þín gefur manni hroll!
Steingrímur er logandi hræddur!
Við líka.
http://morgunn.blog.is/blog/morgunn/entry/928543/
Kveðja Guðbjörg
Guðbjörg Hrafnsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:53
Megið þið öll eiga yndislega dag og glæsta framtíð í okkar fagra landi
Guðbjörg Hrafnsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:54
HEILL OG SÆLL ÞÓRARINN OG BESTU ÞAKKIR FYRIR INNLEGGIÐ
JÁ ÉG ER SVO INNILEGA SAMMÁLA ÞÉR MEÐ AÐ EFTIR AÐ FYRSTA GILDI STEINGRÍMS FÉLL ÞÁ HAFI ÖLL HIN FALLIÐ Á ÓGNARHRAÐA LÍKA, OG TIL HVERS ER MÉR SPURN ? ER ÞAÐ MEÐ ÞESSUM HÆTTI SEM HANN VILL LÁTA MINNAST SÍN ? ÞVÍ MIÐUR ÞÁ GET ÉG BARA EKKI FYRIR NOKKURN MUN SKILIÐ ÞETTA.
Hulda Haraldsdóttir, 10.8.2009 kl. 19:43
Hva, af góðum ættum væntanlega en ég er ættaður úr suðursýslunni en hef þó afrekað að vera vinna 13 ára í fisk á Raufarhöfn og taka á móti slímugum lömbum í sveit í Leirhöfn.
Og já. Þeir mega skammast sín fyrir Steingrím í norðursýslunni, hann er sem geldneyti á meðal Samfylkingarfólks og nú hefur komið á daginn að hugsjónir hans eru falar.
Falar fyrir fastan og þægilegan stól
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 00:38
HEILL OG SÆLL Á NÝ MAGNÚS,
þAÐ ER ALVEG HÁRRÉTT HJÁ ÞÉR AÐ ÞEGAR TVEIR EÐA FLEIRI FLOKKAR MYNDA RÍKISSTJÓRN ÞÁ ERU ALLTAF ÁGREININGSMÁL OG FLOKKAR VERÐA AÐ GEFA EFTIR OG ÞAÐ ER AÐ MÍNU MATI RÓT VANDANS HVERSU MARGA FLOKKA VIÐ ERUM MEÐ ÞVÍ AUÐVITAÐ VÆRI BEST AÐ HAFA BARA EINN FLOKK Í STJÓRN OG ÞÁ STÆÐI SÁ FLOKKUR EÐA FÉLLI MEÐ GJÖRÐUM SÍNUM. Í SAMSTEYPUSTJÓRNUM HÉR HEFUR ALLTAF VERIÐ LENSKA AÐ ALLIR EIGNA SÉR ÞAÐ SEM VEL VAR GERT EN ÞAÐ SEM MIÐUR HEFUR FARIÐ HEFUR ALLTAF VERIÐ HINUM AÐ KENNA, OG ÞÁ SKIPTIR ENGUM MÁLI HVORT STJÓRNIN HEITI HÆGRISTJÓRN, VINSTRISTJÓRN, VIÐREISNARSTJÓRN EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ OG ÞVÍ MIÐUR VIRÐIST ÞAÐ EKKI SKIPTA NEINU MÁLI HVERJIR SITJA VIÐ KJÖTKATLANA.
TAKK FYRIR MIG
Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:33
SÆL ÁSDÍS, JÁ TAKK SÖMULEIÐIS GAMAN AÐ ÞVÍ ÞAKKA INNLITIÐ
Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:37
HEIL OG SÆL GUÐBJÖRG, JÁ STEINGRÍMUR ER EKKI SVIPUR HJÁ SJÓN LENGUR HANN VIRÐIST ALLTAF Á NÁLUM EF HANN ER SPURÐUR EINHVERS EINS OG HANN SÉ HRÆDDUR VIÐ AÐ SEGJA EITTHVAÐ SEM HANN VERÐI SKAMMAÐUR FYRIR ÞAÐ ER DAPURT UPPÁ AÐ HORFA,
TAKK FYRIR INNLITIÐ OG ÁLITIÐ
Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:44
SÆLL GYLFI, JÁ ERUM VIÐ ÍSLENDINGAR UPP TIL HÓPA EKKI AF GÓÐUM ÆTTUM ? EN MIKIÐ RÉTT HJÁ ÞÉR AÐ STEINGRÍMUR ER EKKI ÞINGEYINGUM TIL SÓMA ÞVÍ MIÐUR .
GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR OG ÞAKKA INNLEGGIÐ
Hulda Haraldsdóttir, 11.8.2009 kl. 03:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.