ER RÍKINU LEYFILEGT AÐ RUKKA FYRIR ÓUNNIÐ VERK ?? EÐA ER ÞETTA BARA MILLIFÆRSLA ÚR EINUM VASA YFIR Í ANNAN ???

Eigi veit ég úr hvaða vasa eða í hvern, en undarlega kom mér eftirfarandi   fyrir sjónir en hvað finnst ykkur ??

Fyrir stuttu þurfti ég að fara í rannsókn á lsp við Hringbraut (ekkert merkilegt við það) það sem átti að rannsaka voru bláæðar í brjóstholi einhverskonar þræðing með litarefnum en til þess þurfti náttúrlega að komast í bláæð og voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að koma nál upp en því miður gekk það ekki svo ég varð bara að fara heim að svo stöddu en kom við hjá gjaldkera á leiðinni út og gaf hún mér upp að reikningurinn hljóðaði uppá rúmlega 90.000 (að vísu ekki minn hlutur heldur heildarverð) mig rak í rogastand og hafði á orði við hana að þetta væri nú ótrúlega dýrt miðað við það að rannsóknin hefði ekki verið framkvæmd og sagði hún mér þá að rukkað væri fyrir fulla rannsókn, okkur kom saman um það að best væri að ég borgaði ekki allavegana ekki að svo stöddu og skyldum við láta á það reyna og láta senda mér gíróseðil sem ég myndi svo gera athugasemd við hann þá. Svo núna bíð ég eftir reikningnum sem mér finnst ekki að eigi að verða greiddur(ekki að fullu í það minnsta,) hvorki af mér né tryggingastofnun.

Ég veit að vísu ekki úr hvaða vasa er tekið eða í hvaða vasa er sett en ég veit það eitt að ef ég fengi smið til að smíða sólpall í garðinn hjá mér og myndi síðan koma og mæla fyrir honum og segði síðan að það væri ekki hægt setja hann, en myndi síðan senda mér reikning fyrir pallinum að þá myndi ég ekki borga, en þið ????? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hulda.

Kerfið verður alltaf kerfið,hversu vitlaust sem að það er eða verður.

 Og vertu velkomin í Hástafahópinn sem að ég er frumkvöðull að og barðist lengi fyrir tilvist hans.Það voru furðilegar athugasemdir sem að ég fékk upp undir ár, en er til friðs í dag og margir notfæra sér Hástafina sem er af hinu góða.

Gangi þér vel.

Kær kveðja inn í daginn .

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst mjög einkennilegt að rukkað sé að fullu fyrir rannsókn sem ekki var gerð, hefði mótmælt eins og þú, láttu áttu þetta reyna þá sérðu hvað kerfið er vitlaust, leyfðu okkur svo að fylgjast með. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þarna er ríkið að rukka sjálft sig, sem er mikilvægt enda er Landspítalinn í kröggum og þau vandræði eiga bara eftir að aukast.

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 11:07

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sæl Hulda þetta er hámark skammar og ekki til þessa að gera grín að en svona er þetta að verða ,því miður og fer versanandi,auðvitað borgar þú ekki/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.8.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk fyrir hlýja kveðju Þórarinn já og fyrir að hafa stofnað hástafahópinn, það er bara ólíkt þægilegra að lesa svona.

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þakka þér þitt innlegg Ásdís

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk fyrir kommentið Siggi já sennilega er þetta bara eins og millifærslurnar hjá bankamönnum

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:44

8 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Sæll Halli, mikið rétt þetta er náttúrlega ekkert gamanmál hvernig ástandið er og fullvíst er að ekki eru það spennandi hlutskipti að vera sjúklingur í dag  (ekki svo að skilja að það hafi nokkurn tíma verið það en þú veist hvað ég meina)

Þakka þér innleggið

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 13:56

9 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Að sjálfsögðu á ekki að rukka fyrir óunnin verk.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.8.2009 kl. 22:53

10 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Þakka þér innleggið Gunnar og stuðninginn

Hulda Haraldsdóttir, 3.8.2009 kl. 05:09

11 Smámynd: Guðbjörg  Hrafnsdóttir

   Hulda.

 það eru alltaf bestu greinarnar sem koma úr reynsluheimi okkar.

Gott innlegg, spillingin fer víða þessa daganna.

Guðbjörg.

Guðbjörg Hrafnsdóttir, 9.8.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband