SVEI HRÆGÖMMUM LÍFEYRISSJÓÐANNA, GLÆPIR Í SKJÓLI STJÓRNVALDA.

Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvernig ráðamenn lífeyrissjóðanna hafa tekið sér vald til að spila glæfraleg fjárhættuspil með fjármuni félagsmanna, í það minnsta veit ég ekki um nokkurn einstakling sem hefur gefið leyfi fyrir slíkri spilamennsku og ennþá síður veit ég um nokkurn lífeyrisfélaga sem naut góðs af því braski hvorki í fyrir né eftir góðæri  á nokkurn hátt .

Vinur minn fékk bréf frá lífeyrissjóði sínum um daginn, nánar tiltekið frá lífeyrissjóði Eimskipafélags íslands þar sem honum var tilkynnt að á stjórnarfundi hafi verið kynnt sú tillaga af lækka greiðslur til sjóðsfélaga um 25%, en hafi stjórnarmenn fellt hana, virkaði jákvætt á þeim tímapunkti en svo hélt lesturinn áfram, í framhaldi þess hafi undirritaður sem efsti maður í koppi tekið þá ákvörðun upp á sitt eindæmi að lækka BARA UM 19%  núna (hugulsemi af hans hálfu finnst ykkur ekki ?) og eitthvað meira seinna, en hvorki var tekið fram hvenær eða hversu mikið þá.

Ekki veit ég nú af hverju en einhvern veginn laumaðist sú hugsun að manni að með þessu væri verið að búa til svigrúm til að lækka um önnur 19% fljótlega aftur.

Þvílík svívirða við fólk sem alltaf hefur greitt sína tíund til slíkra glæpastofnana og ekki að eigin vali heldur skyldað til þess af stjórnvöldum, gaman þætti mér að vita hvað þessi sami maður væri að bera úr býtum ef hann hefði greitt þessa peninga inn á bók, eða einfaldlega fjárfest í gulli. Þetta fyrirkomulag er smánarblettur á íslensku samfélagi, en hvern undrar svo sem nokkuð lengur þjóð okkar er að komast á lista með þjóðum eins og Simbabve, Haíti og Kúbu.

Já sú var tíðin að maður var stoltur af þjóðerni sínu en í dag ó nei

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er enn stolt af þjóðerni mínu en skammast mín fyrir þá ráðamenn sem kosnir hafa verið til valda og þá sem stjórnað hafa bankamálum landsins okkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

TAKK FYRIR KOMMENTIÐ ÁSDÍS.

MÉR FINNST NÚ GOTT AÐ HEYRA ÞAÐ, AUÐVITAÐ VÆRI ÞAÐ YNDISLEGT EF VIÐ GÆTUM ÖLL BORIÐ HÖFUÐIÐ HÁTT,OG VERIÐ STOLT,

EN ÉG GET ÞAÐ ÞVÍ MIÐUR EKKI NÚNA ÞVÍ HVAÐ SEM TAUTAR OG RAULAR ÞÁ KUSUM VIÐ ÞENNAN ÓDÁM YFIR OKKUR.

EN ÉG ER AFAR STOLT AF LANDINU MÍNU.

Hulda Haraldsdóttir, 2.8.2009 kl. 04:54

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég hef oft sagt að best sé fyrir meðlimi lífeyrissjóðanna að fá erlenda fagmenn til að sjá um og fjárfesta þessar eignir.  Um leið og Íslendingar komast í þetta er hætta á pólitík og eiginhagsmunasemi með áðurnefnum afleiðingum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.8.2009 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband