31.7.2009 | 03:57
Ráðamenn selja skrattanum sálu sína, og þjóðin fylgir með í kaupbæti
Jæja þá er maður sestur við tölvuna aftur, eftir stutta glímu við þá grænklæddu á lsp.
Kannski bara eins gott því maður er nánast kjaftstopp yfir yfir öllum þeim óþverra sem enn er að koma uppá yfirborðið meira og meira með hverjum deginum sem líður, það veldur mér mikið meiri velgju heldur hin römmu lyf svæfingarlækna.
Ég vissi nú t.d. að við værum að selja orkuna til stóriðju mjög ódýrt miðað við aðrar þjóðir en að munurinn væri svona rosalegur grunaði mig nú ekki enda hefur verið farið með allar slíkar upplýsingar og tölur sem mannsmorð, nokkuð sem maður skilur núna því þetta er bara einfaldlega nauðgun sem hefur átt sér stað, í skjóli ráðamanna sem eru bara melludólgar af verstu gerð, og ekki hefur ástandið batnað í stjórnartíð núverandi stjórnar, nema að vera skyldi ennþá svívirðilegri melludólgar á ferð, því þessir eru að setja alla þjóðina (nema náttúrlega auðmenn, útrásarvíkinga og hvítflibbaglæpamenn) á hnén og bjóða uppá hverja þá misnotkun og vændi sem viðsemjendur óska eftir frítt og að auki eru í boði hinar ýmsu auðlindir sem þessir háu herrum gæti hugnast.
Annars hélt ég nú að bannað væri með lögum að kaupa vændi og einnig að reka vændishús. En eg er nú bara fávís kona úr sveit og kann ekki klæki svona kumpána.
Áður en ég hætti nú að tala um raforkuna okkar þá verð ég nú að minnast á þá snilld sem átti sér stað gagnvart íslenskum grænmetisbændum, í staðinn fyrir að hlú að ísl framleiðslu eins og svo fjálglega var nú talað um í kostningabaráttunni að þá reyna þeir að ganga endanlega frá þessum bændum með því að hækka raforkuverð til þeirra um 25% ég endurtek 25%, hvað varð um það markmið að spara gjaldeyri, og styrkja innlenda framleiðslu.
Ég lýsi hér með eftir því mæta fólki, eða ætli sé það kannski bara farið af landi brott, mér er spurn ???
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.