Þjóðinni fórnað á altari drottnandi evrópuhákarla til galeiðuþrældóms næstu kynslóðirnar

Angry Alveg finnst mér með eindæmum að núna þegar þjóðin stendur frammi fyrir  sínu viðamestu hörmungum sem yfir hana hafa dunið frá stofnun lýðveldisins og óteljandi spurningar brenna á þjóðinni sem aldrei fyrr og aldrei hefur verið meiri þörf á ábyrgri og dugandi fréttamennsku að þá skuli fréttaþáttur eins og kompás settur í laaaangt frí ásamt þeim fréttamönnum sem þekktir eru fyrir að spyrja óþægilegra spurninga og vera fastir fyrir.

Fréttamennskan í dag er grútmáttlaus og lituð af bæði óheyrilegum áróðri, kúgun og hótunum af hálfu sitjandi ríkisstjórnar, þvílík valdníðsla sem er í gangi og sömu sögu er að segja úr sölum alþingis þar viðhafast hótanir og kúgun.

Er nú ekki kominn tími til að við sem þjóð rísum upp stöðvum þetta fólk áður en því tekst að ofurselja okkur sem galeiðuþræla næstu kynslóðirnar til fórnar á altari drottnandi Evrópuhákarla sem vilja komast yfir auðlindir okkar en er skítsama þótt við þurfum að éta hrossatað. Nei takk Angry  Ég er búin að fá nóg, það er bara tvennt í stöðunni hjá mér annaðhvort  að fella icesafe málið, gefa afs löngutöngina, stjórnina burt  og ráða(tímabundna?) fagstjórn, eða pakka saman og flytja erlendis sem pólutískur flóttamaður.Bandit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skorinorður pistill.

Sigurður Þórðarson, 25.7.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Takk kærlega Siggi minn,

Það er manni hvatning að einhverjir kunni að meta það sem maður er að rausa. 

Hulda Haraldsdóttir, 25.7.2009 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband